Samstarfslína Ganni og 66°Norður sýnd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn Elísabet Hanna skrifar 12. ágúst 2022 11:00 Samstarfið kom gestum tískusýningarinnar skemmtilega á óvart. Simon Birk Samstarf 66°Norður og GANNI ætlaði að gera allt vitlaust í tískuheiminum í gær þegar þau afhjúpuðu samstarfslínuna á tískvikunni í Kaupmannahöfn. Þetta er í þriðja skiptið sem merkin vinna að samstarfsverkefni og er línan hluti af SS23 sýningu GANNI. Kom á óvart Sýning GANNI fór fram í gærkvöldi og hafa margir tískugúrúar kallað merkið hið skandinavíska Gucci. Öllum að óvöru birtist samstarfslína merkisins við íslenska merkið á tískupöllunum. Vörurnar eru framleiddar úr tæknilegum afgangsefnum úr verksmiðjum 66°Norður og endurunnum efnum. Simon Birk Þriðja samstarfið Fyrrum samstarfslínur merkjanna á árunum 2018 og 2019 nutu velgengni og byggir hönnunin áfram á Kaupmannahafnarstíl GANNI og íslenskri arfleifð og þekkingu 66°Norður á framleiðslu á útivistarfatnaði. „Við höfum náð að byggja upp náið samstarf, við erum eins og ein stór fjölskylda þegar við vinnum saman,“ segir Bjarney Harðardóttir, framkvæmdastjóri hjá 66°Norður. Innblástur frá Íslandi Innblásturinn í hönnuninni byggir á Kríu línunni sem 66°Norður framleiðir ásamt áherslum GANNI á fatnað fyrir daglegt líf í Kaupmannahöfn. Litavalið er undir áhrifum frá Íslandi en þar má finna skæra liti eins og gulan, grænan, túrkísbláan sem er skírskotun í norðurljósin og íslenska náttúru. Samstarfslínan er framleidd í takmörkuðu upplagi og samanstendur af buxum, vesti, húfu og tveimur neoshell jökkum. Simon Birk Stolt af samstarfinu „Ég er mjög stolt af því að vinna með 66°Norður að þriðju samstarfslínunni, Þau framleiða bestu skjólflíkurnar sem þú getur notað við öll tilefni. Því meira sem við vinnum saman, því meira lærum við hvert af öðru og sköpum traust til að gera tilraunir við þróun og framleiðslu. Samstarfið okkar er einstakt, ég elska litina sem eru innblásnir af Íslandi, einum fallegasta stað jarðar. Ég get ekki beðið eftir því að sýna flíkurnar á SS23 sýningunni okkar,“ segir Ditte Reffstrup sem er listrænn stjórnandi merkisins GANNI. Hér að neðan má sjá sýninguna í heild sinni: Tíska og hönnun Tengdar fréttir Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi. 10. ágúst 2022 13:01 Samstarf 66°Norður og Fléttu, Erm og Valdísar Steinarsdóttur öll til sýnis á einum stað Það var mikið stuð og mikil stemning í verslun 66°Norður á Laugavegi en þar voru í gangi þrjár sýningar samtímis. 7. maí 2022 07:15 Lóa frá 66°Norður til Good Good Good Good hefur ráðið Lóu Fatou Einarsdóttur sem forstöðumann rekstrarsviðs í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. 23. mars 2022 13:49 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Kom á óvart Sýning GANNI fór fram í gærkvöldi og hafa margir tískugúrúar kallað merkið hið skandinavíska Gucci. Öllum að óvöru birtist samstarfslína merkisins við íslenska merkið á tískupöllunum. Vörurnar eru framleiddar úr tæknilegum afgangsefnum úr verksmiðjum 66°Norður og endurunnum efnum. Simon Birk Þriðja samstarfið Fyrrum samstarfslínur merkjanna á árunum 2018 og 2019 nutu velgengni og byggir hönnunin áfram á Kaupmannahafnarstíl GANNI og íslenskri arfleifð og þekkingu 66°Norður á framleiðslu á útivistarfatnaði. „Við höfum náð að byggja upp náið samstarf, við erum eins og ein stór fjölskylda þegar við vinnum saman,“ segir Bjarney Harðardóttir, framkvæmdastjóri hjá 66°Norður. Innblástur frá Íslandi Innblásturinn í hönnuninni byggir á Kríu línunni sem 66°Norður framleiðir ásamt áherslum GANNI á fatnað fyrir daglegt líf í Kaupmannahöfn. Litavalið er undir áhrifum frá Íslandi en þar má finna skæra liti eins og gulan, grænan, túrkísbláan sem er skírskotun í norðurljósin og íslenska náttúru. Samstarfslínan er framleidd í takmörkuðu upplagi og samanstendur af buxum, vesti, húfu og tveimur neoshell jökkum. Simon Birk Stolt af samstarfinu „Ég er mjög stolt af því að vinna með 66°Norður að þriðju samstarfslínunni, Þau framleiða bestu skjólflíkurnar sem þú getur notað við öll tilefni. Því meira sem við vinnum saman, því meira lærum við hvert af öðru og sköpum traust til að gera tilraunir við þróun og framleiðslu. Samstarfið okkar er einstakt, ég elska litina sem eru innblásnir af Íslandi, einum fallegasta stað jarðar. Ég get ekki beðið eftir því að sýna flíkurnar á SS23 sýningunni okkar,“ segir Ditte Reffstrup sem er listrænn stjórnandi merkisins GANNI. Hér að neðan má sjá sýninguna í heild sinni:
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi. 10. ágúst 2022 13:01 Samstarf 66°Norður og Fléttu, Erm og Valdísar Steinarsdóttur öll til sýnis á einum stað Það var mikið stuð og mikil stemning í verslun 66°Norður á Laugavegi en þar voru í gangi þrjár sýningar samtímis. 7. maí 2022 07:15 Lóa frá 66°Norður til Good Good Good Good hefur ráðið Lóu Fatou Einarsdóttur sem forstöðumann rekstrarsviðs í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. 23. mars 2022 13:49 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi. 10. ágúst 2022 13:01
Samstarf 66°Norður og Fléttu, Erm og Valdísar Steinarsdóttur öll til sýnis á einum stað Það var mikið stuð og mikil stemning í verslun 66°Norður á Laugavegi en þar voru í gangi þrjár sýningar samtímis. 7. maí 2022 07:15
Lóa frá 66°Norður til Good Good Good Good hefur ráðið Lóu Fatou Einarsdóttur sem forstöðumann rekstrarsviðs í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. 23. mars 2022 13:49