Forstjórar ættu að sýna ábyrgð og lækka laun sín Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2022 12:01 Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri félags atvinnurekanda. VÍSIR/VILHELM Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vill að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín og sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræður. Honum þykir mörg stórfyrirtæki hafa sýnt ábyrgðarleysi í verðbólguástandinu. Þessar hugmyndir eru nokkuð nýstárlegar komandi úr ranni atvinnurekenda. Þannig hafa margir kannski rekið upp stór augu við lestur á pistli Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem hann birti í Viðskiptablaðinu í gær. Þar stingur hann upp á að forstjórar lækki laun sín. „Já, ég er kannski að litlu leyti að tala inn í hóp minna félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Þar eru mest lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem er ekkert óhóf í gangi í launagreiðslum stjórnenda eða bónusum eða einhverju slíku,“ segir Ólafur. Það gildi þó allt annað um stærstu fyrirtæki landsins. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Hann vill að stjórnendur þessara fyrirtækja fari nú að sýna ábyrgð og skynsemi rétt eins og atvinnurekendur biðla iðulega til verkalýðsfélaga að gera í aðdraganda kjarasamningsviðræðna. Þeir hafi sýnt ábyrgðarleysi upp á síðkastið. „Já, ég held að það sé hægt að telja upp nokkur axarsköft í þessari viðkvæmu stöðu sem menn ættu að minnsta kosti að gæta sín á að endurtaka ekki,“ segir Ólafur. Geturðu nefnt einhver dæmi þar? „Ég ætla ekki að nefna neinn einstakan.“ Ekki innistæða fyrir nafnlaunahækkunum Minni fyrirtækin segir Ólafur að séu afar stressuð fyrir komandi kjaraviðræðum en þau hafi ekki tök á launahækkunum í því efnahagsástandi sem ríkir nú. Krafan er því ekki að forstjórar lækki laun svo önnur laun geti hækkað - þvert á móti vill Ólafur að þetta sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræðurnar í haust. „Það er bara svo afskaplega mikilvægt að kjarasamningar sem verða gerðir á næstunni feli ekki í sér einhverjar innistæðulausar nafnlaunahækkanir því þær munu bara fara beint út í verðlagið og skerða kaupmáttinn og gera illt verra. Það mun ekki bæta neitt,“ segir Ólafur. Vinnumarkaður Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022. 11. júlí 2022 13:00 Laun forstjóra OR hækkuðu um sjö milljónir króna á síðasta ári Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er nú með 3,339 milljónir á mánuði í laun. 8. mars 2022 15:36 Launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni lækkaði í launum um 15 milljónir í fyrra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna. 7. febrúar 2022 09:36 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Þessar hugmyndir eru nokkuð nýstárlegar komandi úr ranni atvinnurekenda. Þannig hafa margir kannski rekið upp stór augu við lestur á pistli Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem hann birti í Viðskiptablaðinu í gær. Þar stingur hann upp á að forstjórar lækki laun sín. „Já, ég er kannski að litlu leyti að tala inn í hóp minna félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Þar eru mest lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem er ekkert óhóf í gangi í launagreiðslum stjórnenda eða bónusum eða einhverju slíku,“ segir Ólafur. Það gildi þó allt annað um stærstu fyrirtæki landsins. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Hann vill að stjórnendur þessara fyrirtækja fari nú að sýna ábyrgð og skynsemi rétt eins og atvinnurekendur biðla iðulega til verkalýðsfélaga að gera í aðdraganda kjarasamningsviðræðna. Þeir hafi sýnt ábyrgðarleysi upp á síðkastið. „Já, ég held að það sé hægt að telja upp nokkur axarsköft í þessari viðkvæmu stöðu sem menn ættu að minnsta kosti að gæta sín á að endurtaka ekki,“ segir Ólafur. Geturðu nefnt einhver dæmi þar? „Ég ætla ekki að nefna neinn einstakan.“ Ekki innistæða fyrir nafnlaunahækkunum Minni fyrirtækin segir Ólafur að séu afar stressuð fyrir komandi kjaraviðræðum en þau hafi ekki tök á launahækkunum í því efnahagsástandi sem ríkir nú. Krafan er því ekki að forstjórar lækki laun svo önnur laun geti hækkað - þvert á móti vill Ólafur að þetta sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræðurnar í haust. „Það er bara svo afskaplega mikilvægt að kjarasamningar sem verða gerðir á næstunni feli ekki í sér einhverjar innistæðulausar nafnlaunahækkanir því þær munu bara fara beint út í verðlagið og skerða kaupmáttinn og gera illt verra. Það mun ekki bæta neitt,“ segir Ólafur.
Vinnumarkaður Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022. 11. júlí 2022 13:00 Laun forstjóra OR hækkuðu um sjö milljónir króna á síðasta ári Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er nú með 3,339 milljónir á mánuði í laun. 8. mars 2022 15:36 Launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni lækkaði í launum um 15 milljónir í fyrra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna. 7. febrúar 2022 09:36 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022. 11. júlí 2022 13:00
Laun forstjóra OR hækkuðu um sjö milljónir króna á síðasta ári Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er nú með 3,339 milljónir á mánuði í laun. 8. mars 2022 15:36
Launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni lækkaði í launum um 15 milljónir í fyrra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna. 7. febrúar 2022 09:36