AP fréttaveitan segir Abdel Fattah el-Sissi, forseta, hafa rætt við yfirmann egypsku kirkjunnar og vottað honum samúð sína. Forsetinn segist hafa skipað stofnunum að bregðast hratt og örugglega við eldsvoðanum og áhrifum hans.
Heimildarmenn Reuters segja að eldurinn hafi kviknað við einn af inngöngum kirkjunnar Fimm þúsund manns eru sögð hafa verið í kirkjunni og er mikið óðagot sagt hafa myndast. Flestir hinna látnu eru sögð vera börn sem tróðust undir í kirkjunni.
Blaðamaður fréttaveitunnar ræddi við mann sem var í kirkjunni. Hann sagði óðagot hafa myndast þegar fólk á efri hæðum kirkjunnar varð vart við reyk. Mikill troðningur hafi myndast í stigum milli hæða.
Um tíu prósent af um níutíu milljón Egyptum eru kristnir og hafa þau lengi kvartað undan fordómum og mismunun.