Alvarez er með 7,7 milljónir fylgjenda á Instagram-síðu sinni og meira en milljón áskrifendur á YouTube. Hann er þekktur fyrir að stunda jaðaríþróttir, til að mynda fallhlífarstökk, brimbretti og klettaklifur.
Hann heimsótti Ísland í vikunni og keyrði í átt að gosstöðvunum í Meradölum. Þar setti hann upp reipi og gekk yfir það. Í myndbandi sem hann tók af því má sjá eldgosið í allri sinni dýrð í bakgrunninum.
Jay birti myndbandið á Instagram fyrir rúmum klukkutíma og er kominn með yfir fjörutíu þúsund „likes“. Þá hafa tæplega fimm hundruð þúsund horft á það.