Skýjaborgir í boði Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar 17. ágúst 2022 07:00 Samfylkingin, með borgarstjóra í fararbroddi, lofuðu fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2014 að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju leikskólavistun. Það loforð var ekki efnt. Sama var upp á teningnum fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2018 nema þá laut svikna kosningaloforðið að dagvistunarplássum barna sem hefðu náð 12 til 18 mánaða aldri. Efnið var svo endurtekið fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor, svo sem kröftugur hópur foreldra hefur gert kunngjört með mótmælaaðgerðum undanfarna daga. Þegar valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur geta ekki staðið við gefin loforð í leikskólamálum eru gefnar upp margvíslegar ástæður fyrir því. Með þessum útskýringum, sem flokka má undir blekkingarstjórnmál, er ætlunin að drepa málinu á dreif. Jafnframt er embættismönnum núverandi meirihluta borgarstjórnar att út á foraðið og þeir látnir standa í stafni í fjölmiðlum til að varpa ljósi á stöðu mála. Mesta spennan við samningu fjölmiðlafyrirsagna er þá að í mótun sé „minnisblað um leikskólamál“. Öll þessi vinnubrögð geta vart talist til eftirbreytni. Hvað er til ráða? Að mínu viti er engin ein töfralausn til sem brúar bilið milli lok fæðingarorlofs foreldra og þar til barn á rétt á dagvistun í leikskóla eða hjá dagforeldri. Lykilatriði er að margvíslegar lausnir séu í boði þannig að foreldrar hafi raunverulegt val um úrræði. Í því sambandi má nefna fjölbreyttara rekstrarform leikskóla, fjölgun sjálfstætt starfandi leikskólum og að dagforeldrakerfið sé eflt. Huga mætti einnig að því að styrkja forsendur fyrir foreldrarekna leikskóla. Jafnframt ætti heldur ekki að útiloka þann valkost að veita foreldrum styrk sem kjósa að vera heima með börn sín til tveggja ára aldurs. Ágæt byrjun í þessum málum væri að hlúa að þeim fjölbreyttu lausnum sem tiltækar eru og slaufa skýjaborgum sem reglulega eru settar fram í boði Samfylkingarinnar. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Áss Grétarsson Skóla - og menntamál Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin, með borgarstjóra í fararbroddi, lofuðu fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2014 að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju leikskólavistun. Það loforð var ekki efnt. Sama var upp á teningnum fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2018 nema þá laut svikna kosningaloforðið að dagvistunarplássum barna sem hefðu náð 12 til 18 mánaða aldri. Efnið var svo endurtekið fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor, svo sem kröftugur hópur foreldra hefur gert kunngjört með mótmælaaðgerðum undanfarna daga. Þegar valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur geta ekki staðið við gefin loforð í leikskólamálum eru gefnar upp margvíslegar ástæður fyrir því. Með þessum útskýringum, sem flokka má undir blekkingarstjórnmál, er ætlunin að drepa málinu á dreif. Jafnframt er embættismönnum núverandi meirihluta borgarstjórnar att út á foraðið og þeir látnir standa í stafni í fjölmiðlum til að varpa ljósi á stöðu mála. Mesta spennan við samningu fjölmiðlafyrirsagna er þá að í mótun sé „minnisblað um leikskólamál“. Öll þessi vinnubrögð geta vart talist til eftirbreytni. Hvað er til ráða? Að mínu viti er engin ein töfralausn til sem brúar bilið milli lok fæðingarorlofs foreldra og þar til barn á rétt á dagvistun í leikskóla eða hjá dagforeldri. Lykilatriði er að margvíslegar lausnir séu í boði þannig að foreldrar hafi raunverulegt val um úrræði. Í því sambandi má nefna fjölbreyttara rekstrarform leikskóla, fjölgun sjálfstætt starfandi leikskólum og að dagforeldrakerfið sé eflt. Huga mætti einnig að því að styrkja forsendur fyrir foreldrarekna leikskóla. Jafnframt ætti heldur ekki að útiloka þann valkost að veita foreldrum styrk sem kjósa að vera heima með börn sín til tveggja ára aldurs. Ágæt byrjun í þessum málum væri að hlúa að þeim fjölbreyttu lausnum sem tiltækar eru og slaufa skýjaborgum sem reglulega eru settar fram í boði Samfylkingarinnar. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun