Í hópi þessara nýtilkynntu atriða er norska raftónlistarbandið Röyksopp sem verður með DJ sett á hátíðinni. Forsvarsmenn hátíðarinnar segja nú fulla ástæðu til að árétta fyrir hátíðargestum að tíminn til að pússa dansskóna sé kominn.
Nýju tónlistaratriðin eru eftirfarandi:
Altın Gün, BSÍ, Ensími, GRÓA, Gunni Karls, JóiPé, KUSK, Laufey, Luca Fogale, lùisa, Nation of Language, Ólafur Kram, Pale Moon, Possimiste, Röyksopp (DJ set), russian.girls, sameheads, Skoffín, snny, sóley, Sucks to be you, Nigel, Sycamore Tree og Yot Club.
Tiktok, Músíktilraunir og einstakir hljómar
Í fréttatilkynningu frá Iceland Airwaves segir meðal annars að Altın Gün sé er psychedelicanatóliskt-hollenskt band sem vakið hefur heimsathygli fyrir einstakan hljóm sem blandar saman gömlum áhrifum og nýjum.
Yot Club hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok en lagið hans YKWIM? fór á flug á miðlinum og gerði hann að stjörnu.
Sigurvegarar Músíktilrauna koma sterkt inn hjá íslensku deildinni í þessari nýjustu tilkynningu hátíðarinnar en það eru þau KUSK, sameheads og Gunni Karls. Að sama skapi koma tónlistarkonurnar Laufey og Sóley fram, en Laufey hefur náð miklum árangri í jazz tónlistinni út fyrir landsteinana og Sóley vakið mikla athygli í heimi indie tónlistarinnar.
„Við erum ótrúlega spennt að sjá þetta afburða hæfileikaríka fólk stíga á svið í Reykjavík í nóvember,“ segja forsvarsmenn hátíðarinnar að lokum.