Ingvar Gíslason er látinn Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2022 07:28 Ingvar Gíslason sat á þingi frá 1961 til 1987 og gegndi embætti menntamálaráðherra á árunum 1980 til 1983. Alþingi Ingvar Gíslason, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og ráðherra, er látinn, 96 ára að aldri. Greint er frá andláti Ingvars í Morgunblaðinu í morgun. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesinu á miðvikudaginn. Ingvar var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 1961. Hann var þingmaður Norðurlands eystra og sat á þingi allt til ársins 1987. Hann gegndi embætti formanns þingflokks Framsóknarflokksins á árunum 1979 til 1980 en þá tók hann við embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ingvar lét svo af embætti menntamálaráðherra árið 1983. Ingvar gegndi í tvígang embætti forseta neðri deildar Alþingis – fyrst frá 1978 til 1979 og svo aftur frá 1983 til 1987. Eftir að þingferlinum lauk varð hann ritstjóri Tímans, frá 1987 til 1991. Á vef Alþingis kemur fram að Ingvar hafi fæðst í Nesi í Norðfirði 28. mars 1926 – sonur hjónanna Gísla Hjálmarssonar Kristjánssonar útgerðarmanns og Fannýjar Kristínar Ingvarsdóttur húsmóður. Ingvar útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1947 og stundaði svo nám í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands og svo sagnfræði við Háskólann í Leeds áður en hann tók lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1956. Áður en hann tók sæti á þingi starfaði hann meðal annars sem blaðamaður, í fjármálaráðuneytinu, kennari, og dómarafulltúi. Kona Ingvars var Ólöf Auður Erlingsdóttir sem lést árið 2005. Þau eignuðust fimm börn, þau Fannýju, Erling Pál, Gísla, Sigríði og Auði Ingu. Andlát Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Greint er frá andláti Ingvars í Morgunblaðinu í morgun. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesinu á miðvikudaginn. Ingvar var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 1961. Hann var þingmaður Norðurlands eystra og sat á þingi allt til ársins 1987. Hann gegndi embætti formanns þingflokks Framsóknarflokksins á árunum 1979 til 1980 en þá tók hann við embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ingvar lét svo af embætti menntamálaráðherra árið 1983. Ingvar gegndi í tvígang embætti forseta neðri deildar Alþingis – fyrst frá 1978 til 1979 og svo aftur frá 1983 til 1987. Eftir að þingferlinum lauk varð hann ritstjóri Tímans, frá 1987 til 1991. Á vef Alþingis kemur fram að Ingvar hafi fæðst í Nesi í Norðfirði 28. mars 1926 – sonur hjónanna Gísla Hjálmarssonar Kristjánssonar útgerðarmanns og Fannýjar Kristínar Ingvarsdóttur húsmóður. Ingvar útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1947 og stundaði svo nám í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands og svo sagnfræði við Háskólann í Leeds áður en hann tók lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1956. Áður en hann tók sæti á þingi starfaði hann meðal annars sem blaðamaður, í fjármálaráðuneytinu, kennari, og dómarafulltúi. Kona Ingvars var Ólöf Auður Erlingsdóttir sem lést árið 2005. Þau eignuðust fimm börn, þau Fannýju, Erling Pál, Gísla, Sigríði og Auði Ingu.
Andlát Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira