Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2022 09:43 Björk Guðmundsdóttir segir að hún, Katrín Jakobsdóttir og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman, en Katrín hafi bakkað út. Samsett Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í löngu viðtali við Björk í The Guardian, sem birtist í morgun, í tilefni þess að von er á nýrri plötu Bjarkar, Fossora. Í viðtalinu fer Björk yfir víðan völl, hvaða áhrif Covid-faraldurinn hafi haft á listsköpun hennar, nýju plötuna, ferilinn og hennar hjartans mál, sem meðal annars eru umhverfismál. Sár og svekkt með Katrínu Ef marka má viðtalið virðist Björk vera sár og svekkt með framgöngu Katrínar í umhverfismálum. Þannig segir í viðtalinu að árið 2019 hafi Björk, Greta Thunberg og Katrín, sem þá hafði verið forsætisráðherra í tvö ár, myndað með sér samstarf um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Katrín ávarpaði loftslagsfund SÞ í september árið 2019. Sama ár og Björk segir að hún, Katrín og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman.Stephanie Keith/Getty Images) Kemur fram í viðtalinu að þegar tími hafi verið kominn til að senda út tilkynningu hafi Katrín hins vegar hætt við, á ögurstundu. „Ég treysti henni, kannski vegna þess að hún er kona. Svo fór hún og hélt ræðu og minntist ekki einu orði á þetta. Hún minntist ekkert á þetta. Og ég varð svo pirruð,“ er haft eftir Björk á vef Guardian þar sem tekið er fram að henni hafi verið heitt í hamsi þegar hún ræddi um þetta. „Ég hafði undirbúið þetta í marga mánuði,“ er haft eftir Björk. Segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið Á þessum tíma hafði Thunberg öðlast heimsfrægð fyrir að krefja leiðtoga heims um aðgerðir í loftslagsmálum, þá aðeins sextán ára gömul. Þær Björk höfðu einnig unnið saman á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, þar sem skilaboð frá Thunberg voru hluti af tónleikum Bjarkar. Greta Thunberg birtist á skjám á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á tónleikum Bjarkar í New York það ár.Santiago Felipe/Getty Images) Ekki kemur fram hvenær eða við hvaða tilefni Katrín á að hafa bakkað út úr því að tilkynna það sem Björk nefnir í viðtalinu. Nefna má að 2019, sama ár og Björk nefndi í viðtalinu og sama ár og skilaboð Thunberg voru birt á tónleikaferðalagi Bjarkar var Katrín valin til þess að ávarpa loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna, auk Thunberg. Í viðtalinu í Guardian er Björk harðorð í garð Katrínar. „Ég vildi geta stutt hana. Það er erfitt að vera kvenkyns forsætisráðherra. Hún er með alla menningarsnauðu ruddana (e. redneck) á bakinu. En hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið,“ er haft eftir Björk í viðtalinu, sem lesa má í heild sinni hér. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Björk Menning Tónlist Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í löngu viðtali við Björk í The Guardian, sem birtist í morgun, í tilefni þess að von er á nýrri plötu Bjarkar, Fossora. Í viðtalinu fer Björk yfir víðan völl, hvaða áhrif Covid-faraldurinn hafi haft á listsköpun hennar, nýju plötuna, ferilinn og hennar hjartans mál, sem meðal annars eru umhverfismál. Sár og svekkt með Katrínu Ef marka má viðtalið virðist Björk vera sár og svekkt með framgöngu Katrínar í umhverfismálum. Þannig segir í viðtalinu að árið 2019 hafi Björk, Greta Thunberg og Katrín, sem þá hafði verið forsætisráðherra í tvö ár, myndað með sér samstarf um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Katrín ávarpaði loftslagsfund SÞ í september árið 2019. Sama ár og Björk segir að hún, Katrín og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman.Stephanie Keith/Getty Images) Kemur fram í viðtalinu að þegar tími hafi verið kominn til að senda út tilkynningu hafi Katrín hins vegar hætt við, á ögurstundu. „Ég treysti henni, kannski vegna þess að hún er kona. Svo fór hún og hélt ræðu og minntist ekki einu orði á þetta. Hún minntist ekkert á þetta. Og ég varð svo pirruð,“ er haft eftir Björk á vef Guardian þar sem tekið er fram að henni hafi verið heitt í hamsi þegar hún ræddi um þetta. „Ég hafði undirbúið þetta í marga mánuði,“ er haft eftir Björk. Segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið Á þessum tíma hafði Thunberg öðlast heimsfrægð fyrir að krefja leiðtoga heims um aðgerðir í loftslagsmálum, þá aðeins sextán ára gömul. Þær Björk höfðu einnig unnið saman á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, þar sem skilaboð frá Thunberg voru hluti af tónleikum Bjarkar. Greta Thunberg birtist á skjám á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á tónleikum Bjarkar í New York það ár.Santiago Felipe/Getty Images) Ekki kemur fram hvenær eða við hvaða tilefni Katrín á að hafa bakkað út úr því að tilkynna það sem Björk nefnir í viðtalinu. Nefna má að 2019, sama ár og Björk nefndi í viðtalinu og sama ár og skilaboð Thunberg voru birt á tónleikaferðalagi Bjarkar var Katrín valin til þess að ávarpa loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna, auk Thunberg. Í viðtalinu í Guardian er Björk harðorð í garð Katrínar. „Ég vildi geta stutt hana. Það er erfitt að vera kvenkyns forsætisráðherra. Hún er með alla menningarsnauðu ruddana (e. redneck) á bakinu. En hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið,“ er haft eftir Björk í viðtalinu, sem lesa má í heild sinni hér.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Björk Menning Tónlist Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira