Fingurinn bjargaðist rétt í tæka tíð Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 12:30 Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í fingraveseni rétt fyrir tónleika sína um helgina. Owen Fiene Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í smá hryllingssögu að eigin sögn þegar hann vaknaði með slæma sýkingu í vísifingri og framundan voru tvennir tónleikar um kvöldið. Blessunarlega fór betur en á horfðist en hann deildi þessu á Instagram síðu sinni. Víkingur var mættur til Þýskalands til að spila Grieg's concerto á tónlistarhátíð í Bremen en fólkið á bak við hátíðina reyndist honum vel. Fljótlega var honum komið til læknis sem útvegaði honum lyf til að laga sýkinguna. Læknirinn, sem var svo sannarlega til staðar fyrir Víking, átti svo miða á tónleika hans um kvöldið og mætti fyrst á búningaæfinguna til öryggis, ef ske kynni að Víkingur þyrfti á henni að halda. Vísifingur Víkings var í slæmu ástandi þegar hann vaknaði.Instagram Story @vikingurolafsson Stuttu síðar deildi Víkingur batanum á Instagram sögu sinni þar sem sýkingin virðist hafa gengið niður rétt fyrir fyrstu tónleikana. Þar skrifaði Víkingur: „Bæting! Þetta var rétt fyrir fyrstu tónleikana. Guði sé lof fyrir lyf. Ég fann ennþá svolítið til en náði að komast í gegnum báða tónleika. Og tónleikarnir gengu mjög vel, þrátt fyrir allt.“ Rétt fyrir tónleikana hafði sýkingin blessunarlega gengið vel til baka.Instagram Story @vikingurolafsson Blómvöndur fyrir lækninn Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar Víkingur gaf lækninum blómvöndinn sem hann fékk að loknum tónleikum. „Ég gaf lækninum blómvöndinn, auðvitað. Hversu frábær manneskja. Hún keyrði meira að segja á hótelið til mín með sérstakt smyrsli þegar ég var að fara klukkan hálf sjö í morgun,“ skrifaði Víkingur að lokum. Allt er gott sem endar vel!Instagram Story @vikingurolafsson Það er nóg um að vera hjá Víkingi þessa dagana en hann er nú mættur til Spánar þar sem hann spilar í San Sebastián í kvöld. Tónlist Þýskaland Íslendingar erlendis Víkingur Heiðar Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Víkingur var mættur til Þýskalands til að spila Grieg's concerto á tónlistarhátíð í Bremen en fólkið á bak við hátíðina reyndist honum vel. Fljótlega var honum komið til læknis sem útvegaði honum lyf til að laga sýkinguna. Læknirinn, sem var svo sannarlega til staðar fyrir Víking, átti svo miða á tónleika hans um kvöldið og mætti fyrst á búningaæfinguna til öryggis, ef ske kynni að Víkingur þyrfti á henni að halda. Vísifingur Víkings var í slæmu ástandi þegar hann vaknaði.Instagram Story @vikingurolafsson Stuttu síðar deildi Víkingur batanum á Instagram sögu sinni þar sem sýkingin virðist hafa gengið niður rétt fyrir fyrstu tónleikana. Þar skrifaði Víkingur: „Bæting! Þetta var rétt fyrir fyrstu tónleikana. Guði sé lof fyrir lyf. Ég fann ennþá svolítið til en náði að komast í gegnum báða tónleika. Og tónleikarnir gengu mjög vel, þrátt fyrir allt.“ Rétt fyrir tónleikana hafði sýkingin blessunarlega gengið vel til baka.Instagram Story @vikingurolafsson Blómvöndur fyrir lækninn Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar Víkingur gaf lækninum blómvöndinn sem hann fékk að loknum tónleikum. „Ég gaf lækninum blómvöndinn, auðvitað. Hversu frábær manneskja. Hún keyrði meira að segja á hótelið til mín með sérstakt smyrsli þegar ég var að fara klukkan hálf sjö í morgun,“ skrifaði Víkingur að lokum. Allt er gott sem endar vel!Instagram Story @vikingurolafsson Það er nóg um að vera hjá Víkingi þessa dagana en hann er nú mættur til Spánar þar sem hann spilar í San Sebastián í kvöld.
Tónlist Þýskaland Íslendingar erlendis Víkingur Heiðar Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira