Of Monsters and Men myndin Tíu verður Íslandsfrumsýnd á RIFF Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 10:31 Heimildamyndin Tíu, um hljómsveitina Of Monsters And Men, verður frumsýnd á Íslandi á RIFF í haust. Hátíðin fer fram 29. september til 6. október. Myndin Tíu er í leikstjórn Íslandsvinarins Dean DeBlois sem áður hefur leikstýrt tónlistarmyndum Sigurrósar, Heima, og Jónsa, Go Quiet. DeBlois er þó þekktastur fyrir myndaseríurna How to Train your Dragon og teiknimyndina Lilo & Stitch. „Tíu ár eru síðan fyrsta breiðskífa OMAM, My Head Is An Animal, kom út og markaði sigurgöngu sveitarinnar um vinsældarlista hins vestræna heims. Tónleikahald sveitarinnar um Ísland er sögusvið myndarinnar sem fangar listrænan kjarna hljómsveitarinnar og samfélag. Vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar var fyrirhugaðri tónleikaferð hljómsveitarinnar um heiminn frestað. Í stað hennar hélt sveitin litla tónleika á stöðum sem hafa merkingu fyrir meðlimi OMAM. Þar sem ekki var hægt að halda tónleikana fyrir gesti á tímum heimsfaraldursins er heimildamyndin Tíu aðgangsmiðinn á þá,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Myndin var heimsfrumsýnd í upphafi sumars á Tribeca kvikmyndahátíðinni. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Frederic Boyer sem er einnig listrænn stjórnandi RIFF. Tíu er hluti af þeim heimildamyndum sem veita innsýn í síbreytilegan heim tónlistarinnar og er fastur hluti af dagskrá RIFF. Sýnishorn úr myndinni Tíu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Aðrar myndir í flokknum eru, Spóla til baka og spila um Thelonious Monk í leikstjórn Alain Gomis, breska myndin Hittu mig inni á baði eftir Dylan Southern og Will Lovelace, KAPR kóðinn eftir Lucie Králová, Hallelúja: Leonard Cohen, ferðalag, lag, eftir Daniel Geller og Dayna Goldfine, og Karókí paradís í leikstjórn hins fjölhæfa finnska listamanns Einari Paakkanen. Myndin fjallar um mikilvægi karókísöngs fyrir geðheilsu finnsku þjóðarinnar. Tónlistarmyndaflokkur 2022 Tónlistarmyndir RIFF 2022 veita innsýn í síbreytilegan heim tónlistarinnar og mikilvægi hennar í mannlegu samfélagi. Þær gefa ólík sjónarhorn á ólík tónlistarsvið sem eiga það öll sameiginlegt að hræra vöggu heimsins. Hér fyrir neðan má finna lista yfir tónlistarmyndirnar sem sýndar verða á RIFF í ár. Tíu / Ten Dean DeBlois IS, 2022, 48 mínútur Til að halda upp á tíu ára afmæli fyrstu plötu Of monsters and Men fer hljómsveitin í tónleikaferðalag vítt og breitt um Ísland. Við fylgjumst með, kynnumst innri heimi hljómsveitarinnar og skyggnumst í farsælt og síkvikt sköpunarferli. Dean DeBlois er kanadískur handritshöfundur og leikstjóri, þekktastur fyrir teiknimyndina Lilo & Stitch, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna og þríleikinn How To Train Your Dragon. DeBlois býr í Los Angeles og Reykjavík. Hittu mig inni á baði / Meet Me in the Bathroom Dylan Southern, Will Lovelace UK, 2021, 105 mínútur Velkomin til New York fyrir 11. september. Heimurinn veit ekki af djúpstæðu pólitísku og menningarlegu umskiptunum sem munu eiga sér stað hvað úr hverju. Á kaffihúsum, klúbbum og börum í Lower East Side hverfinu safnast saman utangarðsmenn knúnir af metnaði og rokkstjörnudraumum. KAPR kóðinn / KAPR CODE / KAPR Lucie Králová CZ, SK, 2022, 91 mínútur Ummerki um umdeilda tónskáldið Jan Kapr (1914-88) mæta minningum um kvikmyndir í nýjum óperulögum sem innihalda ofsafengna pólitíska, persónulega og skapandi umbreytingu. Hallelúja: Leonard Cohen, ferðalag, lag / Hallelujah: Leonard Cohen, a Journey, a Song Daniel Geller, Dayna Goldfine US, 2021, 118 mínútur Nærmynd af Leonard Cohen dregin upp af óteljandi snertiflötum hans heimsfræga sálms, „Halleluja“ við heiminn: Stórbrotið ferðalag lagsins frá ófundvísri plötuútgáfu yfir á topplista, og hjartnæmar yfirlýsingar meiriháttar listamanna sem lagið á sérstakan stað í hjartanu hjá. Emmy-verðlaunuðu leikstjórarnir og framleiðendurnir Geller og Goldfine hafa unnið saman að marglofuðum heimildamyndum sem flétta saman persónulegar frásagnir margra persóna til að draga upp stærri mynd af reynsluheimi fólks. Nýjasta mynd þeirra, The Galapagos Affair: Satan Came to Eden (2013) var heimsfrumsýnd á Telluride kvikmyndahátíðinni og Evrópufrumsýnd í Berlín. Karókí paradís / Karaoke Paradise / Karaoke Paratíísí Einari Paakkanen FI, 2022, 75 mínútur Evi, reynslumesti karókíhaldari Finna, vill helst faðma sársauka viðskiptavina sinna í burtu. Hún pakkar karókí græjunum niður eina ferðina enn og heldur af stað um norrænt landslag Finnlands – en Finnar hafa fundið einstaka leið út úr einmanaleikanum: Þeir syngja. Leikstjórinn Einari Paakkanen útskrifaðist með B.A. gráðu frá listaháskólanum í Turku, og hlaut meistaragráðu í leikstjórn heimildamynda í Barcelona. Hann var valinn í Berlinale Talents árið 2018. Hann hefur leikstýrt bæði leiknum myndum og heimildamyndum. Fyrir utan að vera kvikmyndaleikstjóri er Einari einn besti tökustaðastjóri Finnlands og ljóðskáld. Spóla til baka og spila / Rewind and Play / Alain Gomis FR, DE, 2022, 65 mínútur Árið er 1969 og Thelonious Monk lendir í París. Áður en hann heldur kvöldtónleika sína tekur hann upp dagskrá fyrir franska sjónvarpsstöð. Í upptökunum birtist hann hrár, nálægur og í greipum ofbeldisfullra verksmiðju staðalmynda sem hann reynir að flýja. Tónlist RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Of Monsters and Men Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Myndin Tíu er í leikstjórn Íslandsvinarins Dean DeBlois sem áður hefur leikstýrt tónlistarmyndum Sigurrósar, Heima, og Jónsa, Go Quiet. DeBlois er þó þekktastur fyrir myndaseríurna How to Train your Dragon og teiknimyndina Lilo & Stitch. „Tíu ár eru síðan fyrsta breiðskífa OMAM, My Head Is An Animal, kom út og markaði sigurgöngu sveitarinnar um vinsældarlista hins vestræna heims. Tónleikahald sveitarinnar um Ísland er sögusvið myndarinnar sem fangar listrænan kjarna hljómsveitarinnar og samfélag. Vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar var fyrirhugaðri tónleikaferð hljómsveitarinnar um heiminn frestað. Í stað hennar hélt sveitin litla tónleika á stöðum sem hafa merkingu fyrir meðlimi OMAM. Þar sem ekki var hægt að halda tónleikana fyrir gesti á tímum heimsfaraldursins er heimildamyndin Tíu aðgangsmiðinn á þá,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Myndin var heimsfrumsýnd í upphafi sumars á Tribeca kvikmyndahátíðinni. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Frederic Boyer sem er einnig listrænn stjórnandi RIFF. Tíu er hluti af þeim heimildamyndum sem veita innsýn í síbreytilegan heim tónlistarinnar og er fastur hluti af dagskrá RIFF. Sýnishorn úr myndinni Tíu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Aðrar myndir í flokknum eru, Spóla til baka og spila um Thelonious Monk í leikstjórn Alain Gomis, breska myndin Hittu mig inni á baði eftir Dylan Southern og Will Lovelace, KAPR kóðinn eftir Lucie Králová, Hallelúja: Leonard Cohen, ferðalag, lag, eftir Daniel Geller og Dayna Goldfine, og Karókí paradís í leikstjórn hins fjölhæfa finnska listamanns Einari Paakkanen. Myndin fjallar um mikilvægi karókísöngs fyrir geðheilsu finnsku þjóðarinnar. Tónlistarmyndaflokkur 2022 Tónlistarmyndir RIFF 2022 veita innsýn í síbreytilegan heim tónlistarinnar og mikilvægi hennar í mannlegu samfélagi. Þær gefa ólík sjónarhorn á ólík tónlistarsvið sem eiga það öll sameiginlegt að hræra vöggu heimsins. Hér fyrir neðan má finna lista yfir tónlistarmyndirnar sem sýndar verða á RIFF í ár. Tíu / Ten Dean DeBlois IS, 2022, 48 mínútur Til að halda upp á tíu ára afmæli fyrstu plötu Of monsters and Men fer hljómsveitin í tónleikaferðalag vítt og breitt um Ísland. Við fylgjumst með, kynnumst innri heimi hljómsveitarinnar og skyggnumst í farsælt og síkvikt sköpunarferli. Dean DeBlois er kanadískur handritshöfundur og leikstjóri, þekktastur fyrir teiknimyndina Lilo & Stitch, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna og þríleikinn How To Train Your Dragon. DeBlois býr í Los Angeles og Reykjavík. Hittu mig inni á baði / Meet Me in the Bathroom Dylan Southern, Will Lovelace UK, 2021, 105 mínútur Velkomin til New York fyrir 11. september. Heimurinn veit ekki af djúpstæðu pólitísku og menningarlegu umskiptunum sem munu eiga sér stað hvað úr hverju. Á kaffihúsum, klúbbum og börum í Lower East Side hverfinu safnast saman utangarðsmenn knúnir af metnaði og rokkstjörnudraumum. KAPR kóðinn / KAPR CODE / KAPR Lucie Králová CZ, SK, 2022, 91 mínútur Ummerki um umdeilda tónskáldið Jan Kapr (1914-88) mæta minningum um kvikmyndir í nýjum óperulögum sem innihalda ofsafengna pólitíska, persónulega og skapandi umbreytingu. Hallelúja: Leonard Cohen, ferðalag, lag / Hallelujah: Leonard Cohen, a Journey, a Song Daniel Geller, Dayna Goldfine US, 2021, 118 mínútur Nærmynd af Leonard Cohen dregin upp af óteljandi snertiflötum hans heimsfræga sálms, „Halleluja“ við heiminn: Stórbrotið ferðalag lagsins frá ófundvísri plötuútgáfu yfir á topplista, og hjartnæmar yfirlýsingar meiriháttar listamanna sem lagið á sérstakan stað í hjartanu hjá. Emmy-verðlaunuðu leikstjórarnir og framleiðendurnir Geller og Goldfine hafa unnið saman að marglofuðum heimildamyndum sem flétta saman persónulegar frásagnir margra persóna til að draga upp stærri mynd af reynsluheimi fólks. Nýjasta mynd þeirra, The Galapagos Affair: Satan Came to Eden (2013) var heimsfrumsýnd á Telluride kvikmyndahátíðinni og Evrópufrumsýnd í Berlín. Karókí paradís / Karaoke Paradise / Karaoke Paratíísí Einari Paakkanen FI, 2022, 75 mínútur Evi, reynslumesti karókíhaldari Finna, vill helst faðma sársauka viðskiptavina sinna í burtu. Hún pakkar karókí græjunum niður eina ferðina enn og heldur af stað um norrænt landslag Finnlands – en Finnar hafa fundið einstaka leið út úr einmanaleikanum: Þeir syngja. Leikstjórinn Einari Paakkanen útskrifaðist með B.A. gráðu frá listaháskólanum í Turku, og hlaut meistaragráðu í leikstjórn heimildamynda í Barcelona. Hann var valinn í Berlinale Talents árið 2018. Hann hefur leikstýrt bæði leiknum myndum og heimildamyndum. Fyrir utan að vera kvikmyndaleikstjóri er Einari einn besti tökustaðastjóri Finnlands og ljóðskáld. Spóla til baka og spila / Rewind and Play / Alain Gomis FR, DE, 2022, 65 mínútur Árið er 1969 og Thelonious Monk lendir í París. Áður en hann heldur kvöldtónleika sína tekur hann upp dagskrá fyrir franska sjónvarpsstöð. Í upptökunum birtist hann hrár, nálægur og í greipum ofbeldisfullra verksmiðju staðalmynda sem hann reynir að flýja.
Tónlist RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Of Monsters and Men Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira