Snoop Dogg stofnar tónlistarrás fyrir börn á YouTube Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 18:42 Snoop Dogg er einn framleiðandi þáttanna. Vísir Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hefur stofnað YouTube rás fyrir börn, sem nefnist Doggyland - Kids Songs & Nursery Rhymes. Markmið rásarinnar er að hjálpa börnum með félagshæfni með söngi, dönsum og rappi. Snoop Dogg stendur að verkefninu ásamt framleiðandanum Claude Brooks, sem hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir þættina Hip Hip Harry, og söngvaranum og tónsmiðnum October London. Á rásinni verður barnaefni sýnt fyrir börn allt upp í átta ára gömul. Persónurnar í þáttunum eru litríkir hundar sem syngja og rappa upplýsandi lög og hjálpa börnum að læra ýmislegt, samkvæmt frétt New York Post. Samkvæmt YouTube rásinni munu krakkar bæði heyra klassísk barnalög, eins og Höfuð, herðar, hné og tær og Hjólin á Strætó, og ný lög. Þá verða þau nýtt til að kenna krökkum alls konar, eins og bókstafi, tölustafi, liti, dýr, góða siði, snyrtimennsku, samkennd og ýmislegt annað. Aðalpersónur þáttarins verða nokkrir hvolpar, sem njóta handleiðslu rakkans Bow Wizzle sem Snoop Dogg talar fyrir. „Sem pabbi, afi og þjálfari krakkaliðs í fótbolta hefur mér alltaf þótt mikilvægt að stuðla að uppbyggilegu og upplýsandi umhverfi fyrir alla krakka. Við vildum hafa þáttinn okkar á YouTube svo allir geti horft á þættina að kostnaðarlausu, svo allir krakkar geti notið hans.“ Fimm myndbönd hafa verið birt á YouTube síðu Doggyland en nýr þáttur verður birtur á hverjum þriðjudegi. Tónlist Börn og uppeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Snoop Dogg stendur að verkefninu ásamt framleiðandanum Claude Brooks, sem hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir þættina Hip Hip Harry, og söngvaranum og tónsmiðnum October London. Á rásinni verður barnaefni sýnt fyrir börn allt upp í átta ára gömul. Persónurnar í þáttunum eru litríkir hundar sem syngja og rappa upplýsandi lög og hjálpa börnum að læra ýmislegt, samkvæmt frétt New York Post. Samkvæmt YouTube rásinni munu krakkar bæði heyra klassísk barnalög, eins og Höfuð, herðar, hné og tær og Hjólin á Strætó, og ný lög. Þá verða þau nýtt til að kenna krökkum alls konar, eins og bókstafi, tölustafi, liti, dýr, góða siði, snyrtimennsku, samkennd og ýmislegt annað. Aðalpersónur þáttarins verða nokkrir hvolpar, sem njóta handleiðslu rakkans Bow Wizzle sem Snoop Dogg talar fyrir. „Sem pabbi, afi og þjálfari krakkaliðs í fótbolta hefur mér alltaf þótt mikilvægt að stuðla að uppbyggilegu og upplýsandi umhverfi fyrir alla krakka. Við vildum hafa þáttinn okkar á YouTube svo allir geti horft á þættina að kostnaðarlausu, svo allir krakkar geti notið hans.“ Fimm myndbönd hafa verið birt á YouTube síðu Doggyland en nýr þáttur verður birtur á hverjum þriðjudegi.
Tónlist Börn og uppeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira