Meðal fastra liða Íslenska listans er hin svokallaða Tónlistar tímavél þar sem skoðuð eru vinsælustu lög dagsins í dag á ákveðnu ári og Beyoncé sat einnig á toppnum fyrir nákvæmum 19 árum síðan með lagið Crazy In Love, ásamt eiginmanni sínum Jay Z. Hún hefur haldið sig á toppnum í áraraðir og virðist engin breyting ætla að verða þar á.
Breski söngvarinn George Ezra situr staðfastur í öðru sæti íslenska listans þessa vikuna með lagið Green Green Grass en lagið er að finna á plötunni Gold Rush Kid sem kom út síðastliðinn júní.
Þá er Harry Styles í þriðja sæti með lagið Late Night Talking af plötunni Harry’s House og hljómsveitin One Republic í því fjórða með nýjasta smellinn sinn I Ain't Worried.
Íslenski listinn í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: