Almar vakti víða mikla athygli með landsliði Íslands á Evrópumóti undir 18 ára landsliða fyrr í sumar og voru eflaust margir áhorfendur farnir að bíða spenntir eftir að sjá Almar leika í Subway-deildinni í vetur en Almar skrifaði undir nýjan samning við KR í júlí síðastliðnum.
Í tilkynningu KR-inga segir að Sunrise Christian Academy menntaskólinn hafi verið metin sá besti í Bandaríkjunum síðustu tvö ár en þeir unnu NIBC deildina á síðasta ári.
„Ég er mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri og allan þann stuðning sem ég hef fengið. Ég var mjög spenntur fyrir því að taka næsta tímabil með KR og spila áfram fyrir Helga. En þegar tækifærið að spila með Sunrise kom upp var það einfaldlega of gott til þess að neita. Ég hlakka til að spila með og á móti nokkrum af bestu strákum í heimi á mínum aldri og halda áfram að þroska minn leik,“ sagði Almar Orri.
Almar er 7. leikmaðurinn sem yfirgefur KR eftir síðasta leiktímabil. Dani Koljanin, Carl Lindom og Isaiah Manderson hafa allir samið við erlend lið á meðan Alexander Knudsen fór til Hauka og Adama Darboe skipti yfir til Stjörnunnar. Fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson mun heldur ekki leika með KR-ingum en hann lagði skóna á hilluna síðustu helgi.
Almar Atlason had one of the best performances I've seen this summer, carrying Iceland to the semifinals of the FIBA U18 European Championship Division B. 22 points, 16 rebounds, 6 assists, 2 blocks. Absolute hooper with tremendous feel, skill, confidence and competitiveness. pic.twitter.com/fT76UYLb2z
— Jonathan Givony (@DraftExpress) August 5, 2022