Ekki í vafa um eftirminnilegasta daginn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 31. ágúst 2022 20:38 Þórólfur Guðnason fráfarandi sóttvarnalæknir. Vísir/Einar Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum. Aðspurður hvað hann ætli að gera nú þegar hann hefur staðið sína plikt sem sóttvarnalæknir segir Þórólfur það koma í ljós. Hann ætli að verja meiri tíma með fjölskyldu og vinum en hann hefur getað gert hingað til. Þórólfur segist þó almennt ekki sofa lengi út jafnvel þó hann sé í fríi. Hvað varðar eftirminnilegasta daginn í starfi segir Þórólfur það vera 28. febrúar 2020. „Þegar að við vorum í algjörri óvissu um hvað myndi gerast og hvað myndi verða og við vorum að fá þessar hræðilegu fréttir frá Evrópu og frá Kína,“ segir Þórólfur. Hann kveðst líta sáttur yfir farinn veg. „Ég held það hafi tekist bara mjög vel til hér og það ber að þakka þar samtakamætti, almenningi og fjölda fólks sem að var að vinna í þessu þannig að bara þakkir til alls þessa fólks,“ segir Þórólfur. Lokaorðin í embætti til þjóðar segir hann vera þau sömu og oft áður. „Við þurfum að halda áfram, við megum ekki gleyma því að þó við séum búin að komast vel yfir þessa bylgju og Covid eins og hún hefur verið þá getur ýmislegt gerst og við munum fá einhvern tímann aftur faraldur. Þannig við þurfum að undirbúa okkur, við þurfum að vera tilbúin og við þurfum að vita hvað við ætlum að gera,“ segir Þórólfur að lokum. Viðtalið við Þórólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Aðspurður hvað hann ætli að gera nú þegar hann hefur staðið sína plikt sem sóttvarnalæknir segir Þórólfur það koma í ljós. Hann ætli að verja meiri tíma með fjölskyldu og vinum en hann hefur getað gert hingað til. Þórólfur segist þó almennt ekki sofa lengi út jafnvel þó hann sé í fríi. Hvað varðar eftirminnilegasta daginn í starfi segir Þórólfur það vera 28. febrúar 2020. „Þegar að við vorum í algjörri óvissu um hvað myndi gerast og hvað myndi verða og við vorum að fá þessar hræðilegu fréttir frá Evrópu og frá Kína,“ segir Þórólfur. Hann kveðst líta sáttur yfir farinn veg. „Ég held það hafi tekist bara mjög vel til hér og það ber að þakka þar samtakamætti, almenningi og fjölda fólks sem að var að vinna í þessu þannig að bara þakkir til alls þessa fólks,“ segir Þórólfur. Lokaorðin í embætti til þjóðar segir hann vera þau sömu og oft áður. „Við þurfum að halda áfram, við megum ekki gleyma því að þó við séum búin að komast vel yfir þessa bylgju og Covid eins og hún hefur verið þá getur ýmislegt gerst og við munum fá einhvern tímann aftur faraldur. Þannig við þurfum að undirbúa okkur, við þurfum að vera tilbúin og við þurfum að vita hvað við ætlum að gera,“ segir Þórólfur að lokum. Viðtalið við Þórólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira