Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2022 16:28 Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. Guðmundur Björgvin Helgason segir tímasetninguna enga tilviljun. Þó hafi verið lengi á teikniborðinu að gera úttekt á eftirliti MAST með velferð dýra enda slík mál töluvert lengi verið í opinberri umræðu. „Þetta er ekki fyrsta eða annað málið sem kemur upp þar sem stofnunin verður fyrir gagnrýni út af meðferð málaflokksins,“ segir Guðmundur Björgvin. Stjórnsýsluúttekt hafi verið gerð á störfum MAST árið 2013. Það ár fluttist málaflokkurinn dýravelferð frá Umhverfisstofnun til MAST. Fyrir vikið hafi ríkisendurskoðun ekki átt snertiflöt við þennan málaflokk síðan hann fluttist til MAST. „Við höldum alltaf utan um ákveðin úttektartilefni sem við teljum okkur geta ráðist í að eigin frumkvæði,“ segir Guðmundur Björgvin. Um sé að ræða hugmyndavinnu og þetta mál hafi verið á lista í nokkurn tíma. „Þetta er eitt dæmi núna en þau hafa verið önnur tilefnin þar sem eftirlitsstofnunin hefur sætt gagnrýni. Ef það er að ósekju þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós. Ef þarna eru einhverjir vankantar, agnúar eða skortur á mannafla, peningum eða hvað sem það kann að vera til þess að stofnunin geti axlað ábyrgð á hlutverki sínu lögum samkvæmt þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós einnig,“ segir Guðmundur Björgvin. Hann telur að úttektin muni ekki taka svo langa tíma, í það minnsta taka mánuði en ekki ár. Vonandi ekki of marga mánuði. Verkefnið sé að fara af stað og umfangið ráðist af því hvernig það verði afmarkað. Niðurstaða úttektarinnar verður birt í opinberri skýrslu til Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Guðmundur Björgvin Helgason segir tímasetninguna enga tilviljun. Þó hafi verið lengi á teikniborðinu að gera úttekt á eftirliti MAST með velferð dýra enda slík mál töluvert lengi verið í opinberri umræðu. „Þetta er ekki fyrsta eða annað málið sem kemur upp þar sem stofnunin verður fyrir gagnrýni út af meðferð málaflokksins,“ segir Guðmundur Björgvin. Stjórnsýsluúttekt hafi verið gerð á störfum MAST árið 2013. Það ár fluttist málaflokkurinn dýravelferð frá Umhverfisstofnun til MAST. Fyrir vikið hafi ríkisendurskoðun ekki átt snertiflöt við þennan málaflokk síðan hann fluttist til MAST. „Við höldum alltaf utan um ákveðin úttektartilefni sem við teljum okkur geta ráðist í að eigin frumkvæði,“ segir Guðmundur Björgvin. Um sé að ræða hugmyndavinnu og þetta mál hafi verið á lista í nokkurn tíma. „Þetta er eitt dæmi núna en þau hafa verið önnur tilefnin þar sem eftirlitsstofnunin hefur sætt gagnrýni. Ef það er að ósekju þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós. Ef þarna eru einhverjir vankantar, agnúar eða skortur á mannafla, peningum eða hvað sem það kann að vera til þess að stofnunin geti axlað ábyrgð á hlutverki sínu lögum samkvæmt þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós einnig,“ segir Guðmundur Björgvin. Hann telur að úttektin muni ekki taka svo langa tíma, í það minnsta taka mánuði en ekki ár. Vonandi ekki of marga mánuði. Verkefnið sé að fara af stað og umfangið ráðist af því hvernig það verði afmarkað. Niðurstaða úttektarinnar verður birt í opinberri skýrslu til Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41
Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57