Spyr hvort ekki megi endurskilgreina hvenær lax teljist veiddur Snorri Másson skrifar 4. september 2022 10:01 Hvenær telst lax veiddur? Þegar maður er kominn með hann í hendurnar eða þegar hann er kominn alveg upp að bakka eftir viðureign um nokkra stund, og jafnvel þótt hann sleppi þá af önglinum? Borgarfulltrúi, sem jafnframt er mikill veiðimaður, kallar eftir umræðu um nýja talningaraðferð á veiddum löxum. Hví ekki, þegar þeim er nær öllum sleppt hvort eð er. Það kannast flestir veiðimenn við það að vera alveg að landa fisk, þegar hann losnar af og sleppur. Þetta er sár viðskilnaður við bráðina - og þegar hann verður, er ekki litið svo á að þú hafir veitt fisk - en nú er kallað eftir hugarfarsbreytingu í þessu efni. það gerir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sem hefur viðamikla veiðireynslu í ýmsum tegundum, en hún kveðst ekki líta svo á að þarna sé maður að „missa fisk.“ Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan er rætt við Þórdísi Lóu, sem kveðst hafa hugleitt það að undanförnu hvers vegna fiskur þurfi að koma alla leið á land og í hendur leiðsögumanns, félaga eða veiðimanns til þess að hann teljist veiddur. Ljóst er að ný nálgun Lóu er umdeilanleg, enda löngum verið litið á málið með þessum hætti. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi er mikill veiðimaður.Vísir/Arnar Snýst um að fiskurinn taki „Fyrir mér snýst þetta um að fiskurinn taki. Hann tekur fluguna sem ég er búinn að pæla í og setja undir. Ég er búin að vera í viðureign í 10, 20 mínútur, jafnvel hálftíma. Ef ég er búin að standa í því og svo fer hann alveg á síðustu mínútunni, þá líður mér eins og ég hafi veitt. Svo kem ég í hús og þá spyr staðarhaldarinn, hvað komu margir laxar á land? Þá má ég ekki telja minn lax, sem var stórkostlegur,“ segir Þórdís Lóa. Laxastofninn hefur ekki verið ýkja gjöfull við veiðimenn á síðari árum og margir staðarhaldarar vildu heldur að fleiri veiddust á hverju sumri. Lóa var í Langá nýlega, þar sem 16 laxar komu á land en hópurinn missti tólf laxa. Það hefðu verið 28 laxar ef allir hefðu verið taldir með. Skemmtifélagið Dollý fékk 16 laxa á land og missti tólf í veiðiferð í Langá í sumar. Þórdís Lóa segir sífellt fleiri konur sækja í veiðina. Hún hafi prófað bæði blandaða hópa og ekki, og að stemningin sé öðruvísi í kvennahópum. „Það er afslappaðra, skulum við segja. Og svolítil gleði stundum.“Aðsend mynd „Ég bara kalla eftir skemmtilegri umræðu. Ekki segja: Lóa ertu alveg klikk? Þetta gengur ekki. Tökum umræðuna. Af hverju er þetta svona? Er þetta frá því að bændur voru að draga lax upp úr ám og þetta var matarkista? Af því að sannarlega er þetta ekki peningamál fyrir staðarhaldarana af því að ef þetta væri peningamál þá hlytu þau að vilja fleiri laxa í bókina,“ segir Lóa. Lax Stangveiði Tengdar fréttir Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið. 29. ágúst 2022 08:57 Laxveiði róleg það sem af er sumri Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta. 5. ágúst 2022 09:02 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Það kannast flestir veiðimenn við það að vera alveg að landa fisk, þegar hann losnar af og sleppur. Þetta er sár viðskilnaður við bráðina - og þegar hann verður, er ekki litið svo á að þú hafir veitt fisk - en nú er kallað eftir hugarfarsbreytingu í þessu efni. það gerir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sem hefur viðamikla veiðireynslu í ýmsum tegundum, en hún kveðst ekki líta svo á að þarna sé maður að „missa fisk.“ Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan er rætt við Þórdísi Lóu, sem kveðst hafa hugleitt það að undanförnu hvers vegna fiskur þurfi að koma alla leið á land og í hendur leiðsögumanns, félaga eða veiðimanns til þess að hann teljist veiddur. Ljóst er að ný nálgun Lóu er umdeilanleg, enda löngum verið litið á málið með þessum hætti. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi er mikill veiðimaður.Vísir/Arnar Snýst um að fiskurinn taki „Fyrir mér snýst þetta um að fiskurinn taki. Hann tekur fluguna sem ég er búinn að pæla í og setja undir. Ég er búin að vera í viðureign í 10, 20 mínútur, jafnvel hálftíma. Ef ég er búin að standa í því og svo fer hann alveg á síðustu mínútunni, þá líður mér eins og ég hafi veitt. Svo kem ég í hús og þá spyr staðarhaldarinn, hvað komu margir laxar á land? Þá má ég ekki telja minn lax, sem var stórkostlegur,“ segir Þórdís Lóa. Laxastofninn hefur ekki verið ýkja gjöfull við veiðimenn á síðari árum og margir staðarhaldarar vildu heldur að fleiri veiddust á hverju sumri. Lóa var í Langá nýlega, þar sem 16 laxar komu á land en hópurinn missti tólf laxa. Það hefðu verið 28 laxar ef allir hefðu verið taldir með. Skemmtifélagið Dollý fékk 16 laxa á land og missti tólf í veiðiferð í Langá í sumar. Þórdís Lóa segir sífellt fleiri konur sækja í veiðina. Hún hafi prófað bæði blandaða hópa og ekki, og að stemningin sé öðruvísi í kvennahópum. „Það er afslappaðra, skulum við segja. Og svolítil gleði stundum.“Aðsend mynd „Ég bara kalla eftir skemmtilegri umræðu. Ekki segja: Lóa ertu alveg klikk? Þetta gengur ekki. Tökum umræðuna. Af hverju er þetta svona? Er þetta frá því að bændur voru að draga lax upp úr ám og þetta var matarkista? Af því að sannarlega er þetta ekki peningamál fyrir staðarhaldarana af því að ef þetta væri peningamál þá hlytu þau að vilja fleiri laxa í bókina,“ segir Lóa.
Lax Stangveiði Tengdar fréttir Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið. 29. ágúst 2022 08:57 Laxveiði róleg það sem af er sumri Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta. 5. ágúst 2022 09:02 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið. 29. ágúst 2022 08:57
Laxveiði róleg það sem af er sumri Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta. 5. ágúst 2022 09:02