Óskar Hrafn: „Horfi ekki lengra en í næsta leik fyrir norðan“ Hjörvar Ólafsson skrifar 5. september 2022 22:16 Óskar Hrafn er mögulega að fá einhverja snilldar hugmynd á hliðarlínunni í leik liðanna í kvöld. Vísir/Vilhelm Óskar Hrafn Þorvaldsson sveif ekki upp til skýjanna í gleði sinni þrátt fyrir að lið hans, Breiðablik, hafi náð 11 stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með 1-0 sigri gegn Val í 20. umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég horfi ekki lengra fram í tímann en í næsta leik sem er gegn KA. Það verður feykilga erfitt verkefni. Við erum að bæta stigamet Breiðabliks í 12 liða deild sem við settum í fyrra þegar við náðum í 47 stig. Ef við vinnum fyrir norðan verðum við eitt af fimm liðum sem fær 50 stig eða meira,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Stúkuna á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Þrátt fyrir að hafa ekki nýtt þau færi sem við fengum í fyrri hálfleik var ég ekki áhyggjufullur um að markið kæmi ekki. Það er hins vegar þannig að lið í þeim gæðaflokki sem Valur getur refsað þér fyrir að nýta ekki færin þín. Valsmenn eru til að mynda með Aron Jóhannsson sem er afburðar leikmaður og getur skapað færi og skorað mörk,“ sagði þjálfari Blika enn fremur. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta mark í rúman mánuð þegar hann skoraði markið sem skildi liðin að. Óskar Hrafn var sáttur við hans aðal markaskorari hefði fundið skotskóna á nýjan leik eftir erfiða tíma vegna höfuðhöggs og meiðsla. „Það er vissulega jákvætt að Ísak Snær hafi náð að skora mark. Mér finnst hins vegar að það verði líta til þess hvað Ísak Snær kemur með fram á borðið annað en að skora mörk. Hann er öflugur í föstum leikatríðum á báðum endum vallarins, heldur boltanum vel og lætur til sín taka. Það er verðugt verkefni fyrir andstæðingana að eiga við hann,“ sagði hann um lærisvein sinn. Óskar Hrafn setti Davíð Ingvarsson og Viktor Karl Einarsson, lykilleikmenn Blikaliðsins, á varamannabekkinn í þessum leik en honum fannst kominn tími til að hressa upp á liðsval sitt. „Mér fannst vera tímapunktur til þess að hrista aðeins upp í byrjunarliðinu. Dagur Dan hefur spilað vel í vinstri bakverðinum og Höskuldur sömuleiðis inni á miðsvæðinu. Þessar breytingar virkuðu vel að mínu mati og við vorum með góða stjórn á leiknum. Við náðum að nýta vel inn í þau svæði sem við vildum herja á í gegnum miðjun,“ sagði Óskar Hrafn. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
„Ég horfi ekki lengra fram í tímann en í næsta leik sem er gegn KA. Það verður feykilga erfitt verkefni. Við erum að bæta stigamet Breiðabliks í 12 liða deild sem við settum í fyrra þegar við náðum í 47 stig. Ef við vinnum fyrir norðan verðum við eitt af fimm liðum sem fær 50 stig eða meira,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Stúkuna á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Þrátt fyrir að hafa ekki nýtt þau færi sem við fengum í fyrri hálfleik var ég ekki áhyggjufullur um að markið kæmi ekki. Það er hins vegar þannig að lið í þeim gæðaflokki sem Valur getur refsað þér fyrir að nýta ekki færin þín. Valsmenn eru til að mynda með Aron Jóhannsson sem er afburðar leikmaður og getur skapað færi og skorað mörk,“ sagði þjálfari Blika enn fremur. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta mark í rúman mánuð þegar hann skoraði markið sem skildi liðin að. Óskar Hrafn var sáttur við hans aðal markaskorari hefði fundið skotskóna á nýjan leik eftir erfiða tíma vegna höfuðhöggs og meiðsla. „Það er vissulega jákvætt að Ísak Snær hafi náð að skora mark. Mér finnst hins vegar að það verði líta til þess hvað Ísak Snær kemur með fram á borðið annað en að skora mörk. Hann er öflugur í föstum leikatríðum á báðum endum vallarins, heldur boltanum vel og lætur til sín taka. Það er verðugt verkefni fyrir andstæðingana að eiga við hann,“ sagði hann um lærisvein sinn. Óskar Hrafn setti Davíð Ingvarsson og Viktor Karl Einarsson, lykilleikmenn Blikaliðsins, á varamannabekkinn í þessum leik en honum fannst kominn tími til að hressa upp á liðsval sitt. „Mér fannst vera tímapunktur til þess að hrista aðeins upp í byrjunarliðinu. Dagur Dan hefur spilað vel í vinstri bakverðinum og Höskuldur sömuleiðis inni á miðsvæðinu. Þessar breytingar virkuðu vel að mínu mati og við vorum með góða stjórn á leiknum. Við náðum að nýta vel inn í þau svæði sem við vildum herja á í gegnum miðjun,“ sagði Óskar Hrafn.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira