Forstöðukonan stefnir Dyngjunni vegna vangoldinna launa og ávirðinga um misferli í starfi Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2022 13:25 Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu fyrir hönd skjólstæðings síns, fyrrverandi forstöðukonu Dyngjunnar. Hann hafnar öllum ásökunum á hendur henni, segir heimilið skulda forstöðukonunni sjö milljónir og til þess megi rekja ásakanir um misferli forstöðukonunnar. vísir/vilhelm Fyrrverandi forstöðukona Dyngjunnar, áfangaheimilis fyrir heimilislausar konur sem koma úr vímuefnameðferð, hefur nú stefnt Dyngjunni og krefst einnar og hálfrar milljóna króna í miskabætur auk sjö milljóna, ógreidd laun sem hún segist eiga inni hjá heimilinu. Eins og Vísir greindi frá í morgun telur stjórn heimilisins fyrirliggjandi að forstöðukonan hafi misnotað úttektarheimildir við innkaup fyrir Dyngjuna og fjármagnað þannig einkaneyslu sína. Steinbergur Finnbogason lögmaður forstöðukonunnar segir að hann hafi í morgun, fyrir hönd hennar, lagt fram stefnu á hendur heimilinu og stjórnarformanni þess Önnu Margréti Kornelíusardóttur, þar sem krafist er „vangoldinna launa og áunnins orlofs auk einnar og hálfrar milljónar króna miskabóta fyrir tilhæfulausar ávirðingar um misferli í starfi.“ Segir heimilið skulda forstöðukonunni rúmlega sjö milljónir króna Þetta er meðal þess sem fram kemur í harðorðri yfirlýsingu sem Steinbergur sendi til fjölmiðla nú í hádeginu. Hann vill meina að frétt Vísis í morgun hafi verið einhliða og dramatísk, en Steinbergur tekur fram að hann vilji með yfirlýsingu sinni leggja lóð sínar á þær vogaskálar að fréttin verði ekki endurflutt á öðrum miðlum. Í yfirlýsingunni segir að eftir „tæplega tíu ára farsælt starf fyrir Dyngjuna var komið að aldurstengdum starfslokum skjólstæðings míns sem forstöðukonu. Hún hafði í gegnum árin oftsinnis frestað því að taka út laun sín að fullu eða að nýta orlofsréttindi sín til þess að koma til móts við hinn viðvarandi lausafjárvanda heimilisins. Við hin fyrirhuguðu starfslok blasti sú staða við að heimilið skuldaði skjólstæðingi mínum ríflega sjö milljónir króna.“ Telur ásakanirnar fram settar til að komast hjá launagreiðslum Steinbergur telur að stjórn heimilisins hafa staðið frammi fyrir þeim vanda að gjaldhæfi þess leyfði ekki slíkt uppgjör. „Samkomulag yrði að nást um mun lægri uppgjörsupphæð ef takast ætti að forða heimilinu frá gjaldþroti. Liður í að skapa stjórninni samningsstöðu hafi verið að sá frækornum efasemda um heiðarleika forstöðukonunnar,“ segir lögmaðurinn og að telur ásakanirnar á hendur skjólstæðings hans megi rekja til þessa. „Öllum ávirðingum um misnotkun á aðstöðu eða notkun debetkorts heimilisins hefur verið svarað af mikilli nákvæmni. Hvert einasta atriði ásakana eða efasemda hefur verið rakið og hrakið fyrir tilstilli afar nákvæms bókhalds, í raun fyrirmyndar heimilisbókhalds, þar sem meira að segja kassakvittunum úr matvöruverslunum og bakaríium hefur verið haldið til haga alla tíð.“ Dómsmál Félagasamtök Málefni heimilislausra Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun telur stjórn heimilisins fyrirliggjandi að forstöðukonan hafi misnotað úttektarheimildir við innkaup fyrir Dyngjuna og fjármagnað þannig einkaneyslu sína. Steinbergur Finnbogason lögmaður forstöðukonunnar segir að hann hafi í morgun, fyrir hönd hennar, lagt fram stefnu á hendur heimilinu og stjórnarformanni þess Önnu Margréti Kornelíusardóttur, þar sem krafist er „vangoldinna launa og áunnins orlofs auk einnar og hálfrar milljónar króna miskabóta fyrir tilhæfulausar ávirðingar um misferli í starfi.“ Segir heimilið skulda forstöðukonunni rúmlega sjö milljónir króna Þetta er meðal þess sem fram kemur í harðorðri yfirlýsingu sem Steinbergur sendi til fjölmiðla nú í hádeginu. Hann vill meina að frétt Vísis í morgun hafi verið einhliða og dramatísk, en Steinbergur tekur fram að hann vilji með yfirlýsingu sinni leggja lóð sínar á þær vogaskálar að fréttin verði ekki endurflutt á öðrum miðlum. Í yfirlýsingunni segir að eftir „tæplega tíu ára farsælt starf fyrir Dyngjuna var komið að aldurstengdum starfslokum skjólstæðings míns sem forstöðukonu. Hún hafði í gegnum árin oftsinnis frestað því að taka út laun sín að fullu eða að nýta orlofsréttindi sín til þess að koma til móts við hinn viðvarandi lausafjárvanda heimilisins. Við hin fyrirhuguðu starfslok blasti sú staða við að heimilið skuldaði skjólstæðingi mínum ríflega sjö milljónir króna.“ Telur ásakanirnar fram settar til að komast hjá launagreiðslum Steinbergur telur að stjórn heimilisins hafa staðið frammi fyrir þeim vanda að gjaldhæfi þess leyfði ekki slíkt uppgjör. „Samkomulag yrði að nást um mun lægri uppgjörsupphæð ef takast ætti að forða heimilinu frá gjaldþroti. Liður í að skapa stjórninni samningsstöðu hafi verið að sá frækornum efasemda um heiðarleika forstöðukonunnar,“ segir lögmaðurinn og að telur ásakanirnar á hendur skjólstæðings hans megi rekja til þessa. „Öllum ávirðingum um misnotkun á aðstöðu eða notkun debetkorts heimilisins hefur verið svarað af mikilli nákvæmni. Hvert einasta atriði ásakana eða efasemda hefur verið rakið og hrakið fyrir tilstilli afar nákvæms bókhalds, í raun fyrirmyndar heimilisbókhalds, þar sem meira að segja kassakvittunum úr matvöruverslunum og bakaríium hefur verið haldið til haga alla tíð.“
Dómsmál Félagasamtök Málefni heimilislausra Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira