Grípa til mjög sérstakrar aðgerðar vegna fækkunar í íþróttafélaginu Snorri Másson skrifar 9. september 2022 08:01 Vogar á Vatnsleysuströnd voru heimsóttir í Íslandi í dag, þar sem menn hafa hleypt af stokk átaki sem hefur vakið nokkra athygli. Í „ástarmánuði“ Þróttar í Vogum eru íbúar hvattir til að leggja sitt af mörkum svo börnum fjölgi á ný í bæjarfélaginu. Allt um málið í innslaginu hér að ofan. Bæjarstjórinn sver af sér ábyrgð á átakinu en segir það þó í takt við áherslur stjórnvalda á staðnum. „Við viljum gjarnan stækka, og við viljum börn. Þeim hefur fækkað þó ótrúlegt megi virðast, þrátt fyrir að íbúðafjöldinn hafi vaxið. Hér er gríðarleg uppbygging að eiga sér stað. Og við gerum ráð fyrir því að hér muni íbúafjöldinn allt að því þrefaldast á innan við tíu árum, sem á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum, segir íþróttafélagið hafa fundið fyrir því að undanförnu að þurfa að sameina yngri flokka í knattspyrnu og jafnvel íþróttagreinar. Marteinn Ægisson er framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum. Hann segir fólk brosa meira eftir að átaki á vegum félagsins var ýtt úr vör.Bjarni Einarsson „Við höfum rýnt í stöðuna og úr varð að slá bara á létta strengi, reyna að hafa svolítið gaman af þessu, leysa þetta með samfélaginu og benda á hið raunverulega vandamál. Það þarf bara fleiri iðkendur,“ segir Marteinn. Því var efnt til ástarmánuðarins í samstarfi við Blush og þeim börnum boðinn ókeypis aðgangur að íþróttaskóla félagsins, sem fæðast að ákveðnum tíma liðnum frá september. Einnig var rætt við börn í Vogum, sem staðfestu það einarðlega að bæjarfélagið væri að sönnu barnvænt í alla staði. Betra en Reykjavík, meira að segja, og hvort tveggja gaman að renna sér í snjónum á veturna eða leika sér í aparólunni á sumrin. Sveitarstjórnarmál Vogar Þróttur Vogum Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Sjá meira
Bæjarstjórinn sver af sér ábyrgð á átakinu en segir það þó í takt við áherslur stjórnvalda á staðnum. „Við viljum gjarnan stækka, og við viljum börn. Þeim hefur fækkað þó ótrúlegt megi virðast, þrátt fyrir að íbúðafjöldinn hafi vaxið. Hér er gríðarleg uppbygging að eiga sér stað. Og við gerum ráð fyrir því að hér muni íbúafjöldinn allt að því þrefaldast á innan við tíu árum, sem á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum, segir íþróttafélagið hafa fundið fyrir því að undanförnu að þurfa að sameina yngri flokka í knattspyrnu og jafnvel íþróttagreinar. Marteinn Ægisson er framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum. Hann segir fólk brosa meira eftir að átaki á vegum félagsins var ýtt úr vör.Bjarni Einarsson „Við höfum rýnt í stöðuna og úr varð að slá bara á létta strengi, reyna að hafa svolítið gaman af þessu, leysa þetta með samfélaginu og benda á hið raunverulega vandamál. Það þarf bara fleiri iðkendur,“ segir Marteinn. Því var efnt til ástarmánuðarins í samstarfi við Blush og þeim börnum boðinn ókeypis aðgangur að íþróttaskóla félagsins, sem fæðast að ákveðnum tíma liðnum frá september. Einnig var rætt við börn í Vogum, sem staðfestu það einarðlega að bæjarfélagið væri að sönnu barnvænt í alla staði. Betra en Reykjavík, meira að segja, og hvort tveggja gaman að renna sér í snjónum á veturna eða leika sér í aparólunni á sumrin.
Sveitarstjórnarmál Vogar Þróttur Vogum Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Sjá meira