Íslenskt vinnuumhverfi er ekki jafnréttisparadís Dagný Aradóttir Pind skrifar 9. september 2022 08:01 Í mörg ár hefur verið klifað á þeirri hugmynd að Ísland sé jafnréttisparadís. Á dögunum birtist okkur enn önnur sprungan á þeirri ímynd og í þetta skiptið var hún ansi stór. Þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta kom fram í stórri rannsókn um umfang áreitni og ofbeldis gegn konum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Lancet. Rannsóknin er hluti af Áfallasögu kvenna sem er tímamótarannsókn. Þar fengu allar konur á Íslandi sem skilja íslensku tækifæri til að taka þátt í rannsókn þar sem þær voru spurðar út í margs konar reynslu sína á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar í þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að kynferðislegu ofbeldi eða áreitni á vinnustað eru sláandi en stærsta rannsóknin sem áður hafði verið gerð á Íslandi sýndi að 4% kvenna hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á núverandi vinnustað. Þolendur yfirgefa vinnustaði eftir brot BSRB tekur þessar niðurstöður alvarlega og telur að nú þurfi bæði stjórnvöld og vinnustaðir að taka fast á málaflokknum og útrýma þessum faraldri kynferðisofbeldis og áreitni í vinnuumhverfinu. Rót þessarar meinsemdar er misrétti og valdaójafnvægi kynjanna. Þetta kunna að vera óþægilegar niðurstöður, en fyrir þau sem hafa starfað í málaflokknum koma þær ekki á óvart. Samtök launafólks hafa til dæmis lengi vitað að flest svona mál enda þannig að þolandi yfirgefur vinnustaðinn, en gerandinn heldur áfram störfum og fátt breytist í vinnuumhverfinu. Það skýrir þennan mikla mun á fjölda þeirra sem segjast verða fyrir áreitni/ofbeldi á núverandi vinnustað og þeirra sem fyrir því verða einhvern tímann á lífsleiðinni. Ábyrgð vinnustaða - vinnustaðamenning Samkvæmt lögum bera vinnustaðir ábyrgð á vinnuumhverfi. Birtingarmyndir áreitni og ofbeldis geta verið með orðum, hegðun eða táknrænum hætti og samkvæmt jafnréttis- og vinnuverndarlögum skiptir ekki máli hver birtingarmyndin er, öll kynferðisleg áreitni og ofbeldi er bannað. Upplifun fólks getur verið mismunandi en lögin eru skýr: upplifun þess sem fyrir hegðuninni verður sker úr um hvort um áreitni eða ofbeldi sé að ræða. Það er ekki annarra en manneskjunnar sem verður fyrir áreitni/ofbeldi að skilgreina það. BSRB leggur ríka áherslu á að stjórnvöld og atvinnurekendur vinni markvisst að jafnrétti með því að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð fólks á vinnumarkaði. Vinnustaðir hafa ýmsar skyldur sem er nokkuð auðvelt að uppfylla. Ein þeirra er að setja verkferla og hafa úrræði ef mál koma upp. Áhersla hefur verið lögð á slíkar aðgerðir síðustu ár og mörg fyrirtæki og stofnanir hafa vissulega tekið sig á í þessum efnum. En það er ekki nóg og atvinnurekendur verða að leggja meira á sig. Vinnustaðamenningin er afgerandi þáttur í því hvernig konum líður á vinnustað og hvort þær treysta sér til að leita þeirra úrræða sem eru í boði innan vinnustaðarins. Stjórnendur verða að gefa afgerandi skilaboð um að áreitni og ofbeldi líðist ekki í vinnuumhverfinu. Ef upp kemur minnsti grunur eiga stjórnendur að bregðast við. Það er hluti af því að búa til öruggt vinnuumhverfi og góða vinnustaðamenningu. Ef konur skynja að ekki sé tekið hart á málum, til dæmis ef gert er lítið úr upplifun einnar konu í einu máli og henni ekki trúað, smitast það út í vinnustaðamenninguna. BSRB hefur einnig gert þá kröfu að þolendur eigi rétt á að sækja sér á vinnutíma þau úrræði sem þau kjósa til að vinna úr afleiðingum ofbeldis, til dæmis sálfræðiþjónustu. Fræðsla um birtingarmyndir áreitni og ofbeldis og úrræði sem vinnustaðurinn býður upp á er einnig lykilatriði. Við vitum að aðgerðir og skýr skilaboð skila árangri í öryggi á vinnustöðum. Hér má nefna aðgerðir gegn líkamstjóni og dauðaslysum vegna vinnu. Mörg fyrirtæki hafa með góðum árangri rekið svokallað núll-slysastefnu sem hefur haft sjáanleg áhrif á fjölda alvarlegra slysa. Hvers vegna grípa atvinnurekendur ekki til sambærilegra aðgerða til að vernda þolendur áreitni og ofbeldis? Nú er tækifærið og BSRB mun halda áfram að berjast fyrir heilsusamlegu vinnuumhverfi fyrir okkur öll. Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagný Aradóttir Pind Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í mörg ár hefur verið klifað á þeirri hugmynd að Ísland sé jafnréttisparadís. Á dögunum birtist okkur enn önnur sprungan á þeirri ímynd og í þetta skiptið var hún ansi stór. Þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta kom fram í stórri rannsókn um umfang áreitni og ofbeldis gegn konum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Lancet. Rannsóknin er hluti af Áfallasögu kvenna sem er tímamótarannsókn. Þar fengu allar konur á Íslandi sem skilja íslensku tækifæri til að taka þátt í rannsókn þar sem þær voru spurðar út í margs konar reynslu sína á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar í þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að kynferðislegu ofbeldi eða áreitni á vinnustað eru sláandi en stærsta rannsóknin sem áður hafði verið gerð á Íslandi sýndi að 4% kvenna hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á núverandi vinnustað. Þolendur yfirgefa vinnustaði eftir brot BSRB tekur þessar niðurstöður alvarlega og telur að nú þurfi bæði stjórnvöld og vinnustaðir að taka fast á málaflokknum og útrýma þessum faraldri kynferðisofbeldis og áreitni í vinnuumhverfinu. Rót þessarar meinsemdar er misrétti og valdaójafnvægi kynjanna. Þetta kunna að vera óþægilegar niðurstöður, en fyrir þau sem hafa starfað í málaflokknum koma þær ekki á óvart. Samtök launafólks hafa til dæmis lengi vitað að flest svona mál enda þannig að þolandi yfirgefur vinnustaðinn, en gerandinn heldur áfram störfum og fátt breytist í vinnuumhverfinu. Það skýrir þennan mikla mun á fjölda þeirra sem segjast verða fyrir áreitni/ofbeldi á núverandi vinnustað og þeirra sem fyrir því verða einhvern tímann á lífsleiðinni. Ábyrgð vinnustaða - vinnustaðamenning Samkvæmt lögum bera vinnustaðir ábyrgð á vinnuumhverfi. Birtingarmyndir áreitni og ofbeldis geta verið með orðum, hegðun eða táknrænum hætti og samkvæmt jafnréttis- og vinnuverndarlögum skiptir ekki máli hver birtingarmyndin er, öll kynferðisleg áreitni og ofbeldi er bannað. Upplifun fólks getur verið mismunandi en lögin eru skýr: upplifun þess sem fyrir hegðuninni verður sker úr um hvort um áreitni eða ofbeldi sé að ræða. Það er ekki annarra en manneskjunnar sem verður fyrir áreitni/ofbeldi að skilgreina það. BSRB leggur ríka áherslu á að stjórnvöld og atvinnurekendur vinni markvisst að jafnrétti með því að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð fólks á vinnumarkaði. Vinnustaðir hafa ýmsar skyldur sem er nokkuð auðvelt að uppfylla. Ein þeirra er að setja verkferla og hafa úrræði ef mál koma upp. Áhersla hefur verið lögð á slíkar aðgerðir síðustu ár og mörg fyrirtæki og stofnanir hafa vissulega tekið sig á í þessum efnum. En það er ekki nóg og atvinnurekendur verða að leggja meira á sig. Vinnustaðamenningin er afgerandi þáttur í því hvernig konum líður á vinnustað og hvort þær treysta sér til að leita þeirra úrræða sem eru í boði innan vinnustaðarins. Stjórnendur verða að gefa afgerandi skilaboð um að áreitni og ofbeldi líðist ekki í vinnuumhverfinu. Ef upp kemur minnsti grunur eiga stjórnendur að bregðast við. Það er hluti af því að búa til öruggt vinnuumhverfi og góða vinnustaðamenningu. Ef konur skynja að ekki sé tekið hart á málum, til dæmis ef gert er lítið úr upplifun einnar konu í einu máli og henni ekki trúað, smitast það út í vinnustaðamenninguna. BSRB hefur einnig gert þá kröfu að þolendur eigi rétt á að sækja sér á vinnutíma þau úrræði sem þau kjósa til að vinna úr afleiðingum ofbeldis, til dæmis sálfræðiþjónustu. Fræðsla um birtingarmyndir áreitni og ofbeldis og úrræði sem vinnustaðurinn býður upp á er einnig lykilatriði. Við vitum að aðgerðir og skýr skilaboð skila árangri í öryggi á vinnustöðum. Hér má nefna aðgerðir gegn líkamstjóni og dauðaslysum vegna vinnu. Mörg fyrirtæki hafa með góðum árangri rekið svokallað núll-slysastefnu sem hefur haft sjáanleg áhrif á fjölda alvarlegra slysa. Hvers vegna grípa atvinnurekendur ekki til sambærilegra aðgerða til að vernda þolendur áreitni og ofbeldis? Nú er tækifærið og BSRB mun halda áfram að berjast fyrir heilsusamlegu vinnuumhverfi fyrir okkur öll. Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun