Fimm fangelsaðir fyrir barnabækur með uppreisnaráróðri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 15:57 Bókin er sögð fjalla um Hong Kong og kínversk stjórnvöld. Getty/Anthony Kwan Fimm talmeinafræðingar í Hong Kong hafa verið dæmdir í nítján mánaða fangelsi eftir að hafa verið sakfelldir fyrir að hafa gefið út barnabækur sem innihalda „uppreisnaráróður.“ Bókin fjallar um kindahjörð sem gerir allt í sínu valdi til að halda úlfi frá þorpinu sínu. Yfirvöld í Hong Kong litu svo á að þarna væri verið að vísa til Hong Kong og stjórnvalda í Peking. Höfundarnir neituðu því alfarið en dómari mat það svo að bókin væri tilraun til heilaþvottar. Dómurinn bætist við fjölda annarra svipaðra dóma þar sem stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarin tvö ár sótt hart að mögulegum stjórnarandstæðingum. Sú aðför er byggð á öryggislögum sem stjórnvöld í Kína kynntu fyrir Hong Kong og takmarka verulega málfrelsi íbúa í héraðinu. Tvær barnabókanna sem fimmmenningarnir hafa gefið út.getty/Anthony Kwan Yfirvöld í Peking halda því fram að lögin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stöðugleika í héraðinu en gagnrýnendur segja þau til þess gerð að halda aftur af stjórnarandstæðingum og skerða sjálfstæði Hong Kong. Héraðið er eins og vel er þekkt að nafninu til sjálfstætt frá Kína, samkvæmt hinni svokölluðu „eitt land, tvö kerfi“ reglu. Sú regla hefur þó ekki verið höfð í hávegum undanfarin tvö ár. Talmeinafræðingarnir fimm, Lai Man-ling, Melody Yeung, Sidney Ng, Samuel Chan og Fong Tsz-ho, hafa þegar varið heilu ári í gæsluvarðhaldi. Einn lögmanna þeirra sagði við dómsuppsögu að hann teldi líklegt að þau losni úr fangelsi innan mánaðar vegna gæsluvarðhaldsdvalarinnar. Fimmmenningarnir eru á aldrinum 25 til 28 ára gömul og hafa undanfarin ár gefið út barnabækur á rafrænu formi. Þrátt fyrir áðurnefnd öryggislög voru þau ekki sakfelld fyrir brot á þeim heldur brot á undirróðurslöggjöf sem má rekja aftur til þess tíma sem Bretar fóru með stjórn í héraðinu og er sjaldan notuð af saksóknurum. Hong Kong Kína Tengdar fréttir „Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45 Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Carrie Lam hefur ekki áhuga á að sitja áfram Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartímabil hennar er á enda. Stjórnartíð hennar hefur verið umdeild og einkennst af því að mjög hefur gengið á réttindi borgaranna. 4. apríl 2022 10:41 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Bókin fjallar um kindahjörð sem gerir allt í sínu valdi til að halda úlfi frá þorpinu sínu. Yfirvöld í Hong Kong litu svo á að þarna væri verið að vísa til Hong Kong og stjórnvalda í Peking. Höfundarnir neituðu því alfarið en dómari mat það svo að bókin væri tilraun til heilaþvottar. Dómurinn bætist við fjölda annarra svipaðra dóma þar sem stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarin tvö ár sótt hart að mögulegum stjórnarandstæðingum. Sú aðför er byggð á öryggislögum sem stjórnvöld í Kína kynntu fyrir Hong Kong og takmarka verulega málfrelsi íbúa í héraðinu. Tvær barnabókanna sem fimmmenningarnir hafa gefið út.getty/Anthony Kwan Yfirvöld í Peking halda því fram að lögin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stöðugleika í héraðinu en gagnrýnendur segja þau til þess gerð að halda aftur af stjórnarandstæðingum og skerða sjálfstæði Hong Kong. Héraðið er eins og vel er þekkt að nafninu til sjálfstætt frá Kína, samkvæmt hinni svokölluðu „eitt land, tvö kerfi“ reglu. Sú regla hefur þó ekki verið höfð í hávegum undanfarin tvö ár. Talmeinafræðingarnir fimm, Lai Man-ling, Melody Yeung, Sidney Ng, Samuel Chan og Fong Tsz-ho, hafa þegar varið heilu ári í gæsluvarðhaldi. Einn lögmanna þeirra sagði við dómsuppsögu að hann teldi líklegt að þau losni úr fangelsi innan mánaðar vegna gæsluvarðhaldsdvalarinnar. Fimmmenningarnir eru á aldrinum 25 til 28 ára gömul og hafa undanfarin ár gefið út barnabækur á rafrænu formi. Þrátt fyrir áðurnefnd öryggislög voru þau ekki sakfelld fyrir brot á þeim heldur brot á undirróðurslöggjöf sem má rekja aftur til þess tíma sem Bretar fóru með stjórn í héraðinu og er sjaldan notuð af saksóknurum.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir „Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45 Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Carrie Lam hefur ekki áhuga á að sitja áfram Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartímabil hennar er á enda. Stjórnartíð hennar hefur verið umdeild og einkennst af því að mjög hefur gengið á réttindi borgaranna. 4. apríl 2022 10:41 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
„Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45
Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57
Carrie Lam hefur ekki áhuga á að sitja áfram Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartímabil hennar er á enda. Stjórnartíð hennar hefur verið umdeild og einkennst af því að mjög hefur gengið á réttindi borgaranna. 4. apríl 2022 10:41