Opnuðu Hlöllastað í kyrrþey og koma upp mathöll við Smáralind Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2022 07:01 Staðurinn í Öskjuhlíð, við Bústaðaveg, hefur verið opinn frá því í maí. Það er þó ekki komin endanleg mynd á ásýnd hans og reksturinn komst á almennilegt skrið með haustinu. Vísir/Vilhelm Hlöllabátar hafa opnað útibú í Öskjuhlíð við Bústaðaveg, í húsi sem staðið hefur autt um nokkra hríð. Framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. segir ekki hafa farið mikið fyrir opnuninni í maí, en nú sé rekstur staðarins að komast á mikið skrið. Þá stefnir félagið að opnun lítillar Mathallar við Smáralind. „Við tókum bara svona „soft opening“ í maí. Svo verða Nútrí Açaí líka þarna með útibú. Þau eru að fara að opna núna í næstu viku, ef allt gengur upp. Þannig að þá verður þetta komið á fullt skrið. Það er búið að gera voða flott þarna,“ segir Jón Friðrik Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar, þó opnun staðarins hafi lítið sem ekkert verið auglýst. „Það er gríðarleg uppbygging á svæðinu þarna í kring, og svo er Háskólinn í Reykjavík þarna rétt hjá. Viðtökurnar hafa verið miklu betri en við þorðum að vona,“ segir Jón Friðrik. Fyrir utan staðinn eru sjálfsafgreiðsludælur frá Orkunni, sem Hlöllabátar leigja húsnæðið af. Jón Friðrik segir marga skjótast inn og grípa sér bát þegar dælt er á bílinn. Jón Friðrik Þorgrímsson er framkvæmdastjóri Hlöllabáta.Aðsend Mikill áhugi Jón Friðrik segir að ljóst sé að opnunin í maí hafi farið fram hjá mörgum til að byrja með. „Það er það sem við erum helst að eiga við núna. Bæði þessi flöskuháls sem myndaðist í Covid og vegna stríðsins, þá eru aðföng sem eru miklu lengur á leiðinni, þannig að bara það að geta sett upp okkar merki á húsið hefur tekið töluverðan tíma. Eins aðkoman að húsinu, við erum að reyna að breyta henni og gera svolítið kósí og flott, og erum að vinna í því þessa dagana,“ segir Jón Friðrik. Þá séu Hlöllabátar fyrst núna að auglýsa opnun nýja staðarins. „Þetta er svona að springa út núna, við erum að finna fyrir aukinni aðsókn. Þetta voru mikið túristar í sumar, en núna með haustinu er þetta meira innlent og töluverð aukning á viðskiptum. Við erum bara gríðarlega sátt.“ Hann segir að efasemdarraddir hafi komið upp um staðsetninguna, þar sem húsið hefur staðið autt í fjölmörg ár, auk þess sem staðsetning staðarins býður aðeins upp á aðkomu öðrum megin af Bústaðaveginum. „En við finnum fyrir miklum áhuga á þessari staðsetningu. Bæði er mikill iðnaður þarna í kring, það er Háskólinn í Reykjavík, sem er stór hluti af viðskiptavinahópnum og eins er íbúðarhúsnæði þarna í kring. Svo er bara fljótlegt að ná sér í einn Hlölla ef þú ert að fara að dæla bensíni. Við erum þekkt fyrir að vera mjög snögg,“ segir Jón Friðrik. Í þessu húsnæði við Smáralind stendur til að opna litla mathöll með fjórum til fimm veitingastöðum. Hlöllabátar verða einn af þeim.Vísir/Vilhelm Undirbúa opnun mathallar Útibú Hlöllabáta eru þá orðin fimm, en auk þess sem opnaði í maí við Bústaðaveg var nýlega opnað útibú að Hagasmára, við Smáralind. Þar er um að ræða bílalúgustað eins og sakir standa, en Jón Friðrik segir margt í pípunum í tengslum við þann stað. „Við erum að undirbúa opnun fjögurra til fimm staða í því húsi, eins konar lítil mathöll. Við stefnum á að opna hana núna bara á næstu mánuðum,“ segir Jón Friðrik. Hann segist þó ekki geta sagt frá öllum stöðunum sem muni starfa í húsinu, að svo stöddu. „Það verða Hlöllabátar, eins og eru þar núna. Við erum með fleiri vörumerki en svo verður Nútrí Açaí þarna líka,“ segir Jón Friðrik. Veitingastaðir Reykjavík Kópavogur Smáralind Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
„Við tókum bara svona „soft opening“ í maí. Svo verða Nútrí Açaí líka þarna með útibú. Þau eru að fara að opna núna í næstu viku, ef allt gengur upp. Þannig að þá verður þetta komið á fullt skrið. Það er búið að gera voða flott þarna,“ segir Jón Friðrik Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar, þó opnun staðarins hafi lítið sem ekkert verið auglýst. „Það er gríðarleg uppbygging á svæðinu þarna í kring, og svo er Háskólinn í Reykjavík þarna rétt hjá. Viðtökurnar hafa verið miklu betri en við þorðum að vona,“ segir Jón Friðrik. Fyrir utan staðinn eru sjálfsafgreiðsludælur frá Orkunni, sem Hlöllabátar leigja húsnæðið af. Jón Friðrik segir marga skjótast inn og grípa sér bát þegar dælt er á bílinn. Jón Friðrik Þorgrímsson er framkvæmdastjóri Hlöllabáta.Aðsend Mikill áhugi Jón Friðrik segir að ljóst sé að opnunin í maí hafi farið fram hjá mörgum til að byrja með. „Það er það sem við erum helst að eiga við núna. Bæði þessi flöskuháls sem myndaðist í Covid og vegna stríðsins, þá eru aðföng sem eru miklu lengur á leiðinni, þannig að bara það að geta sett upp okkar merki á húsið hefur tekið töluverðan tíma. Eins aðkoman að húsinu, við erum að reyna að breyta henni og gera svolítið kósí og flott, og erum að vinna í því þessa dagana,“ segir Jón Friðrik. Þá séu Hlöllabátar fyrst núna að auglýsa opnun nýja staðarins. „Þetta er svona að springa út núna, við erum að finna fyrir aukinni aðsókn. Þetta voru mikið túristar í sumar, en núna með haustinu er þetta meira innlent og töluverð aukning á viðskiptum. Við erum bara gríðarlega sátt.“ Hann segir að efasemdarraddir hafi komið upp um staðsetninguna, þar sem húsið hefur staðið autt í fjölmörg ár, auk þess sem staðsetning staðarins býður aðeins upp á aðkomu öðrum megin af Bústaðaveginum. „En við finnum fyrir miklum áhuga á þessari staðsetningu. Bæði er mikill iðnaður þarna í kring, það er Háskólinn í Reykjavík, sem er stór hluti af viðskiptavinahópnum og eins er íbúðarhúsnæði þarna í kring. Svo er bara fljótlegt að ná sér í einn Hlölla ef þú ert að fara að dæla bensíni. Við erum þekkt fyrir að vera mjög snögg,“ segir Jón Friðrik. Í þessu húsnæði við Smáralind stendur til að opna litla mathöll með fjórum til fimm veitingastöðum. Hlöllabátar verða einn af þeim.Vísir/Vilhelm Undirbúa opnun mathallar Útibú Hlöllabáta eru þá orðin fimm, en auk þess sem opnaði í maí við Bústaðaveg var nýlega opnað útibú að Hagasmára, við Smáralind. Þar er um að ræða bílalúgustað eins og sakir standa, en Jón Friðrik segir margt í pípunum í tengslum við þann stað. „Við erum að undirbúa opnun fjögurra til fimm staða í því húsi, eins konar lítil mathöll. Við stefnum á að opna hana núna bara á næstu mánuðum,“ segir Jón Friðrik. Hann segist þó ekki geta sagt frá öllum stöðunum sem muni starfa í húsinu, að svo stöddu. „Það verða Hlöllabátar, eins og eru þar núna. Við erum með fleiri vörumerki en svo verður Nútrí Açaí þarna líka,“ segir Jón Friðrik.
Veitingastaðir Reykjavík Kópavogur Smáralind Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira