AA og Afstaða í fangelsum Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 12. september 2022 14:32 Allt frá stofnun Afstöðu árið 2005 hefur eitt af höfuðmarkmiðum félagsins verið að hvetja fanga til þess að taka þátt í starfi AA-samtakanna. Upp úr aldamótum voru ekki margir sem nýttu sér úrræðið og horfðum við forsvarsmenn Afstöðu upp á hvern AA-fund á fætur öðrum þar sem enginn fangi mætti. Okkur þótti mikið til þess koma að sjálfboðaliðar gerðu sér ferð í fangelsin til þess eins að aðstoða fanga við að halda sér edrú og það þrátt fyrir að dræmar undirtektir. Þegar við spurðum sjálfboðaliðana hvers vegna þeir gæfust ekki hreinlega upp svöruðu þeir því til að ef þeim tækist að halda einum fanga edrú væri það kraftaverki líkast. Við komum á samstarfi á milli Afstöðu og AA-samtakanna sem fólst í því að efla starfið í fangelsunum. Forsvarsmenn Afstöðu mættu sjálfir á fundina og fengu til liðs við sig eins konar áhrifavalda innan fangelsanna til þess að mæta einnig. Árangurinn lét ekki á sér standa og afskaplega ánægjulegt var að sjá mætinguna aukast jafnt og þétt þar til herbergið sem AA-samtökin höfðu til umráða var troðfullt. Á þessum tíma voru reglur í fangelsinu Litla-Hrauni á þann veg að blátt bann var lagt við því að fangar færu á milli bygginga til þess að sækja fundi og því þurftu sjálfboðaliðar AA-samtakanna að halda tvo fundi í röð. Þessu fékk Afstaða breytt til þess auka áhrifamátt fundanna enn frekar og gafst það afskaplega vel. Undanfarin ár hafa fundir AA-samtakanna verið í sömu mynd og starfsemin með ágætum. Árið 2018 leituðust samtökin svo eftir því að fjölga fundum sínum á Litla-Hrauni úr einum í tvo og tók Afstaða þá að sjálfsögðu að sér að hafa milligöngu um að reyna ná því í gegn. Sem gekk eftir. Starfsemi AA-samtakanna varð öflugri fyrir vikið og urðu til hópar innan AA sem mönnuðu fundi í öllum fangelsum landsins. Fljótlega komu til rafrænir fundir og um tíma var svonefndur edrú-gangur í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem Afstaða fékk sjálfboðaliða frá AA til þess að taka þátt í daglegu starfi á borð við morgunleikfimi og eldamennsku. Það starf var rétt að slíta barnsskónum þegar heimsfaraldur reið yfir og á enn eftir að endurreisa það að fullu. Nýverið leituðu samtökin enn á ný til Afstöðu en þau höfðu um nokkurn tíma falast eftir því að bæta enn við starfsemi sína í fangelsunum, bæta við þriðja fundinum í viku og fá að auki lengri tíma í hvert skipti í fangelsunum til þess að auka þjónustu við fangana, spjalla óformlega saman fyrir og eftir fundi og drekka saman kaffi. Fyrir tilstuðlan Afstöðu hafa AA-samtökin fengið leyfið. Afstaða er þess fullviss að AA-starf og áfengis- og vímuefnameðferðir innan fangelsanna séu einn af lyklum endurhæfingar og stuðli að betri líðan bæði í fangelsi og þegar út í frelsið er komið. Við munum því halda áfram að tryggja að AA-starf verði alltaf hluti af fangavist á Íslandi og gera það sem við getum til að auka vægi starfseminnar og fá í gegn að þátttaka í AA-starfi verði metið að verðleikum þegar teknar eru ákvarðanir um framgang fólks í afplánun, til dæmis þegar kemur að vistun í opnu úrræði, reynslulausn og fleira í þeim dúr. Á sama tíma hvetjum við ættingja og vini fólks sem afplánar í fangelsi að gefa starfi AA-samtakanna tækifæri. Það eitt getur orðið til þess að breyta lífi þeirra til betri framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Allt frá stofnun Afstöðu árið 2005 hefur eitt af höfuðmarkmiðum félagsins verið að hvetja fanga til þess að taka þátt í starfi AA-samtakanna. Upp úr aldamótum voru ekki margir sem nýttu sér úrræðið og horfðum við forsvarsmenn Afstöðu upp á hvern AA-fund á fætur öðrum þar sem enginn fangi mætti. Okkur þótti mikið til þess koma að sjálfboðaliðar gerðu sér ferð í fangelsin til þess eins að aðstoða fanga við að halda sér edrú og það þrátt fyrir að dræmar undirtektir. Þegar við spurðum sjálfboðaliðana hvers vegna þeir gæfust ekki hreinlega upp svöruðu þeir því til að ef þeim tækist að halda einum fanga edrú væri það kraftaverki líkast. Við komum á samstarfi á milli Afstöðu og AA-samtakanna sem fólst í því að efla starfið í fangelsunum. Forsvarsmenn Afstöðu mættu sjálfir á fundina og fengu til liðs við sig eins konar áhrifavalda innan fangelsanna til þess að mæta einnig. Árangurinn lét ekki á sér standa og afskaplega ánægjulegt var að sjá mætinguna aukast jafnt og þétt þar til herbergið sem AA-samtökin höfðu til umráða var troðfullt. Á þessum tíma voru reglur í fangelsinu Litla-Hrauni á þann veg að blátt bann var lagt við því að fangar færu á milli bygginga til þess að sækja fundi og því þurftu sjálfboðaliðar AA-samtakanna að halda tvo fundi í röð. Þessu fékk Afstaða breytt til þess auka áhrifamátt fundanna enn frekar og gafst það afskaplega vel. Undanfarin ár hafa fundir AA-samtakanna verið í sömu mynd og starfsemin með ágætum. Árið 2018 leituðust samtökin svo eftir því að fjölga fundum sínum á Litla-Hrauni úr einum í tvo og tók Afstaða þá að sjálfsögðu að sér að hafa milligöngu um að reyna ná því í gegn. Sem gekk eftir. Starfsemi AA-samtakanna varð öflugri fyrir vikið og urðu til hópar innan AA sem mönnuðu fundi í öllum fangelsum landsins. Fljótlega komu til rafrænir fundir og um tíma var svonefndur edrú-gangur í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem Afstaða fékk sjálfboðaliða frá AA til þess að taka þátt í daglegu starfi á borð við morgunleikfimi og eldamennsku. Það starf var rétt að slíta barnsskónum þegar heimsfaraldur reið yfir og á enn eftir að endurreisa það að fullu. Nýverið leituðu samtökin enn á ný til Afstöðu en þau höfðu um nokkurn tíma falast eftir því að bæta enn við starfsemi sína í fangelsunum, bæta við þriðja fundinum í viku og fá að auki lengri tíma í hvert skipti í fangelsunum til þess að auka þjónustu við fangana, spjalla óformlega saman fyrir og eftir fundi og drekka saman kaffi. Fyrir tilstuðlan Afstöðu hafa AA-samtökin fengið leyfið. Afstaða er þess fullviss að AA-starf og áfengis- og vímuefnameðferðir innan fangelsanna séu einn af lyklum endurhæfingar og stuðli að betri líðan bæði í fangelsi og þegar út í frelsið er komið. Við munum því halda áfram að tryggja að AA-starf verði alltaf hluti af fangavist á Íslandi og gera það sem við getum til að auka vægi starfseminnar og fá í gegn að þátttaka í AA-starfi verði metið að verðleikum þegar teknar eru ákvarðanir um framgang fólks í afplánun, til dæmis þegar kemur að vistun í opnu úrræði, reynslulausn og fleira í þeim dúr. Á sama tíma hvetjum við ættingja og vini fólks sem afplánar í fangelsi að gefa starfi AA-samtakanna tækifæri. Það eitt getur orðið til þess að breyta lífi þeirra til betri framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun