Arnór segir frá Hansen-æði í Danmörku: „Allt farið á fleygiferð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2022 15:01 Arnór Atlason og Mikkel Hansen takast á í landsleik 2010. Nú er Arnór þjálfari Danans hjá Álaborg. Getty/Christof Koepsel Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari hjá Álaborg í Danmörku, segir félagið hafa umturnast eftir komu danska landsliðsmannsins Mikkels Hansen í sumar. Önnur félög hafi tekið upp á því að færa leiki gegn Álaborg í stærri hallir til að sinna eftirspurn um miða. Arnór segir Hansen vera risastjörnu í Danmörku og að hann hafi gleymt því hversu stór frá því að þeir voru samherjar hjá AG Kaupmannahöfn 2010 til 2012. „Mikkel er risaíþróttamaður hérna í Danmörku. Ég var í rauninni búinn að gleyma því, síðan að ég var að spila með honum þarna fyrir tíu árum, hvað hann er stór. Allt frá þeim degi sem við skrifuðum undir samning við Mikkel hefur allt farið á fleygiferð í klúbbnum,“. Arnór segir Dani afar spennta fyrir því að bera stjörnuna augum. Mörg félög hafi tekið upp á því að færa leiki til vegna eftirspurnar eftir miðum á leiki við Álaborg. „Allt utanumhald í klúbbnum er orðið miklu stærra, það eru stærri umfjallanir. Allir leikir hjá okkur, hvert sem við förum, er alveg pakkað og menn komnir náttúrulega til að sjá liðið, en ekki minnst til að sjá Mikkel,“ „Við upplifum það til dæmis að lið eru farin að færa leiki á móti okkur í stærri hallir. Við erum að fara að spila á móti Skjern í Boksen í Herning og GOG er búið að færa leikinn til Óðinsvé í stærri höll þegar við komum að spila,“ segir Arnór og bætir við: „Þannig að umstangið í kringum þetta er orðið alveg svakalega mikið og það hefur rosalega mikið að segja,“ Hansen ákvað að snúa heim til Danmerkur í sumar eftir tíu ár hjá PSG í Frakklandi. Arnór er aðstoðarþjálfari hjá Álaborg undir aðalþjálfaranum Stefan Madsen. Hann segir spennandi að fá eins sterkan leikmann og Hansen til liðsins. „Ég er bara spenntur að sjá hvernig okkur tekst að fá Mikkel inn í liðið og er pottþéttur á því að hann á eftir að færa okkur heilan helling,“ segir Arnór. Spjallið við Arnór má heyra í nýjasta þætti hlaðvarps Seinni bylgjunnar sem er í spilaranum að ofan. Viðtalið við Arnór byrjar á mínútu 19 og talið berst að Hansen eftir um 27 mínútur. Danski handboltinn Danmörk Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Arnór segir Hansen vera risastjörnu í Danmörku og að hann hafi gleymt því hversu stór frá því að þeir voru samherjar hjá AG Kaupmannahöfn 2010 til 2012. „Mikkel er risaíþróttamaður hérna í Danmörku. Ég var í rauninni búinn að gleyma því, síðan að ég var að spila með honum þarna fyrir tíu árum, hvað hann er stór. Allt frá þeim degi sem við skrifuðum undir samning við Mikkel hefur allt farið á fleygiferð í klúbbnum,“. Arnór segir Dani afar spennta fyrir því að bera stjörnuna augum. Mörg félög hafi tekið upp á því að færa leiki til vegna eftirspurnar eftir miðum á leiki við Álaborg. „Allt utanumhald í klúbbnum er orðið miklu stærra, það eru stærri umfjallanir. Allir leikir hjá okkur, hvert sem við förum, er alveg pakkað og menn komnir náttúrulega til að sjá liðið, en ekki minnst til að sjá Mikkel,“ „Við upplifum það til dæmis að lið eru farin að færa leiki á móti okkur í stærri hallir. Við erum að fara að spila á móti Skjern í Boksen í Herning og GOG er búið að færa leikinn til Óðinsvé í stærri höll þegar við komum að spila,“ segir Arnór og bætir við: „Þannig að umstangið í kringum þetta er orðið alveg svakalega mikið og það hefur rosalega mikið að segja,“ Hansen ákvað að snúa heim til Danmerkur í sumar eftir tíu ár hjá PSG í Frakklandi. Arnór er aðstoðarþjálfari hjá Álaborg undir aðalþjálfaranum Stefan Madsen. Hann segir spennandi að fá eins sterkan leikmann og Hansen til liðsins. „Ég er bara spenntur að sjá hvernig okkur tekst að fá Mikkel inn í liðið og er pottþéttur á því að hann á eftir að færa okkur heilan helling,“ segir Arnór. Spjallið við Arnór má heyra í nýjasta þætti hlaðvarps Seinni bylgjunnar sem er í spilaranum að ofan. Viðtalið við Arnór byrjar á mínútu 19 og talið berst að Hansen eftir um 27 mínútur.
Danski handboltinn Danmörk Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira