Mikil vonbrigði í Mosó með áframhaldandi urðun í bakgarðinum Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2022 14:23 Urðunarstað Sorpu í Álfsnesi átti að loka fyrir árs 2023. Ljóst er að það mun ekki ganga eftir. Sorpa Ljóst er að ekki verður hægt að loka urðunarstað Sorpu í Álfsnesi fyrir lok árs 2023 líkt og samið var um fyrir tveimur árum. Viðræður Sorpu við sveitarfélög um framtíðarurðunarstað fyrir höfuðborgarsvæðið hefur enn engan árangur borið. Þetta segir Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu, í samtali við Vísi. Hann sótti ásamt fleiri fulltrúum Sorpu fund með bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun þar sem farið var yfir stöðu mála er varða urðun í Álfsnesi. Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir í bókun yfir miklum vonbrigðum með að ekki hafi tekist að finna viðunandi framtíðarlausn varðandi urðunarstað fyrir höfuðborgarsvæðið, sér í ljósi þess að bæjarfélagið hafi nú þegar í tvígang, fyrst 2018 og aftur 2020, fallist á áframhaldandi urðun í Álfsnesi í góðri trú um að unnið væri að lokun. Jón Viggó Gunnarsson er framkvæmdastjóri Sorpu.Sorpa Jón Viggó tekur undir bókun bæjarfulltrúa og segist harma þá stöðu sem uppi sé, en í viðauka við eigendasamkomulag Sorpu frá í júlí 2020 um lokun urðunarstaðarins í Álfsnesi var kveðið á um að áætlun um aðgerðir sem lokuninni tengjast skulu liggja fyrir í árslok 2022 og að urðunarstaðnum yrði lokað fyrir lok árs 2023. Jón Viggó segir ljóst að ekki verði hægt að loka urðunarstaðnum fyrr en búið sé að opna nýja. Því sé ljóst að ráðast þurfi í gerð nýs viðauka um áframhaldandi starfsemi í Álfsnesi, enda muni taka fjögur til fimm ár að opna urðunarstað eftir að búið er að fá land. „Það hefur enn ekki tekist. Magnið hefur hrætt og viðræður við sveitarfélög hafa ekki gengið. Það virðist ekki vera mikill áhugi hjá þeim að leggja landsvæði undir urðunarstað, en samtalið heldur áfram,“ segir Jón Viggó og bætir við að viðræður hafi einnig átt sér stað milli Sorpu og sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Sorpa muni þó ná að hætta að urða lífrænum úrgangi fyrir lok árs 2023 svo að ekki ætti að berast sama lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi líkt og verið hefur. Urðunarstaðurinn í Álfsnesi er í landi Reykjavíkur, en ekki fjarri íbúabyggð í Mosfellsbæ. Sorpa Mosfellsbær Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. 15. desember 2021 11:22 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Þetta segir Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu, í samtali við Vísi. Hann sótti ásamt fleiri fulltrúum Sorpu fund með bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun þar sem farið var yfir stöðu mála er varða urðun í Álfsnesi. Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir í bókun yfir miklum vonbrigðum með að ekki hafi tekist að finna viðunandi framtíðarlausn varðandi urðunarstað fyrir höfuðborgarsvæðið, sér í ljósi þess að bæjarfélagið hafi nú þegar í tvígang, fyrst 2018 og aftur 2020, fallist á áframhaldandi urðun í Álfsnesi í góðri trú um að unnið væri að lokun. Jón Viggó Gunnarsson er framkvæmdastjóri Sorpu.Sorpa Jón Viggó tekur undir bókun bæjarfulltrúa og segist harma þá stöðu sem uppi sé, en í viðauka við eigendasamkomulag Sorpu frá í júlí 2020 um lokun urðunarstaðarins í Álfsnesi var kveðið á um að áætlun um aðgerðir sem lokuninni tengjast skulu liggja fyrir í árslok 2022 og að urðunarstaðnum yrði lokað fyrir lok árs 2023. Jón Viggó segir ljóst að ekki verði hægt að loka urðunarstaðnum fyrr en búið sé að opna nýja. Því sé ljóst að ráðast þurfi í gerð nýs viðauka um áframhaldandi starfsemi í Álfsnesi, enda muni taka fjögur til fimm ár að opna urðunarstað eftir að búið er að fá land. „Það hefur enn ekki tekist. Magnið hefur hrætt og viðræður við sveitarfélög hafa ekki gengið. Það virðist ekki vera mikill áhugi hjá þeim að leggja landsvæði undir urðunarstað, en samtalið heldur áfram,“ segir Jón Viggó og bætir við að viðræður hafi einnig átt sér stað milli Sorpu og sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Sorpa muni þó ná að hætta að urða lífrænum úrgangi fyrir lok árs 2023 svo að ekki ætti að berast sama lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi líkt og verið hefur. Urðunarstaðurinn í Álfsnesi er í landi Reykjavíkur, en ekki fjarri íbúabyggð í Mosfellsbæ.
Sorpa Mosfellsbær Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. 15. desember 2021 11:22 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. 15. desember 2021 11:22