Pistol: Sex Pistols fá Disney-meðhöndlunina Heiðar Sumarliðason skrifar 20. september 2022 08:48 Myndarlegir strákar frá London, á meðan Sex Pistols voru ljótir strákar frá London Það er eitthvað kaldhæðnislegt við að pönkhljómsveitin Sex Pistols endi undir hatti Disney samsteypunnar og mætti jafnvel segja það smiðshöggið á niðurlægingu þá sem Malcom McClaren, umboðsmaður þeirra, hóf með afskiptum sínum af söngvaranum Steve Jones. Nú er hægt að sjá sjónvarpsþáttaröðina Pistol á Disney+, en hún fjallar um feril hljómsveitarinnar. Í fyrsta þætti Pistol gengur Jones inn í búð sem McClaren rak ásamt kærustu sinni, Vivianne Westwood og reynir að stela buxum. Hann er gripinn glóðvolgur og þarf að standa fyrir máli sínu. Þar verður McClaren uppnuminn af þessum lágstéttarrudda og vill verða umboðsmaður hljómsveitar hans. Sitt sýnist hverjum Þáttaröðin byggir á/er innblásin af bók Jones, Lonely Boy, Tales From a Sex Pistol. Þið takið eftir því að ég nota bæði „byggir á“ og „innblásin af,“ því þáttaröðin er að ýmsu leyti ekki alveg trú atburðunum eins og þeir áttu sér raunverulega stað. En stendur ekki örugglega öllum á sama? Nei, það kemur reyndar á daginn að það virðist ekki öllum standa á sama og má sjá kvabb frá hörðustu aðdáenda hljómsveitarinnar á síðum á borð við Rotten Tomatoes og Imdb.com um að þáttaröðin standist ekki væntingar og kröfur þeirra um nákvæmni. Vissulega er ýmislegt hér samþjappað, gert meira úr, eða hreinlega breytt. Sætir strákar á ferð um Bandaríkin. Ég hef ekki lesið ævisögur meðlima, aldrei pælt í hvernig hlutum var „raunverulega“ háttað hjá bandinu. Því er mér persónulega nokk sama um nákvæmni og angraði þetta mig ekki hið minnsta; þetta er Hollywood, það er ekki við öðru að búast. Þess má geta að söngvaranum John Lydon/Johnny Rotten var algjörlega haldið utan við gerð Pistol-þáttanna. Það kemur mér reyndar ekki á óvart eftir að hafa horft á hvernig hann er settur fram í þáttunum og er nokkuð víst að nærvera hans hefði orðið verkefninu til trafala. Johnny er nefnilega maður sem gerir kröfur um að hlutirnir séu gerðir rétt og sjálfsagt hafa framleiðendurnir hugsað með sér að hann myndi setja út á svo margt að auðveldast væri að halda honum í myrkrinu og takast svo á við kvabbið hans síðar í gegnum fjölmiðla. Og kallinn hefur kvabbað: Prótagónistinn McClaren Það má segja að Malcom McClaren hafi verið það besta og versta sem kom fyrir Jones og félaga hans. Hann mótaði og kom Sex Pistols á þann stall sem bandið var (og er) á, en var þó einnig arkitektinn að hruni hljómsveitarinnar. Því fjalla Pistol-þættirnir að miklu leyti um McClaren, enda ferill bandsins með öllu samofinn þessum rauðhærða hvirfilvindi frá London. Hann mótaði framvinduna algjörlega og tróð m.a. upp á þá fyrrnefndum John Lyndon. Leikarinn og fyrirmyndin. Allt þurfti að passa inn í sýn hans varðandi hvernig ætti að „besta“ feril Sex Pistols. T.d. stóð hann fyrir því að einn aðallagahöfundur sveitarinnar, Glen Matlock, var rekinn úr bandinu og í hans stað ráðinn inn Simon John Ritchie (betur þekktur sem Sid Vicious). Ráðning Vicious var ekki á faglegum forsendum byggð, hann var alls ekki góður spilari, heldur var hann flottari á sviði en Matlock. Stjörnuljómi leikhópsins Meðan á áhorfinu stóð var ég sannfærður um að ég kannaðist við megnið af leikhópnum. Þegar ég skoðaði þau svo á Imdb.com varð mér ljóst að ég þekkti aðeins eitt þeirra! Það eitt og sér segir margt um hve vel tókst til við leikaravalið. Það er einhver stjörnuljómi yfir hópnum. McClaren er leikinn af fyrrum barnastjörnunni Thomas Brodie-Sangster, sem ég kannaðist reyndar aðallega við úr Queen's Gambit þáttunum, þar sem hann lék Benny Watts (teflandi kúrekann). Það er ávallt ánægjulegt þegar barnastjörnur fullorðnast í það að verða alvöru leikarar og Pistol er enn ein fjöðrin í hatt hans. Það sem kom mér einna mest á óvart var aðkoma tónlistarkonunnar Chrissie Hynde að sögu Sex Pistols. Hún er stór hluti af framvindunni hér og hefur mikil áhrif á Steve Jones. Chrissie Hynde og Vivianne Westwood í þáttunum. Þið sjáið e.t.v. að ég kýs að ég undirstrika orðið „hér,“ því eftir að hafa garfað eilítið í hinni raunverulegu sögu kemur í ljós að aðkoma hennar er stórlega ýkt. Hún kenndi Jones ekki að spila á gítar og ástarsamband þeirra var töluvert umfangsminna er Pistol-þættirnir vilja láta þig halda. En halló! Þetta er Disney útgáfan af sögu Sex Pistols! Johnny Rotten er að sjálfsögðu fyrirferðarmikill í þáttaröðinni, og er kostulega leikinn af Anson Boon, sem málar þó persónuna eilítið bjartari litum en fyrirmyndin skreytir sig. Það má vera að þetta fari í taugarnar á einhverjum aðdáendum sveitarinnar. Einnig er Boon töluvert myndarlegri en Rotten, en það sama má reyndar segja um alla leikarana, þeir eru heilt yfir töluvert fríðari en fyrirmyndirnar. Það er auðvitað ekki sérlega mikið pönk í því og ekki að undra að Sex Pistols-harðlínufólk sé ósátt. Boon reynir sína bestu Johnny Rotten eftirhermu. Langflestir áhorfendur eru hins vegar ekki harðlínufólk þegar kemur að bandinu og ætti hinn meðal rokkaðdáandi að finna hér eitthvað fyrir sinn snúð. Sjálfur er ég aðeins miðlungs áhugasamur um Sex Pistols en þættirnir héldu mér vel við efnið. Það er helst í fyrri hluti sögu Sid og kærustu hans Nancy Spungen, sem mér leiddist eilítið. Það var sennilega af því þau koma ný inn í sögu sem er þegar búin að ná fullri ferð. Þetta er eilítið eins og ef hraðlest myndi hægja á sér til að taka upp nýja farþega (án þess þó að stoppa alveg), það er erfitt fyrir farþegana að komast um borð og það tekur lestina svo einhvern tíma að koma sér aftur á fulla ferð. Þegar persónurnar tvær voru búnar að koma sér fyrir og samtvinnast sögunni, komst hún þó aftur á fulla ferð. Óvæntir dómar Ég lét það algjörlega eiga sig að skoða dóma gagnrýnenda áður en ég horfði á seríuna og eftir að hafa lokið þáttunum sex, hugsaði ég með mér að meðaleinkunn helstu rýna, sem Metacritic tekur saman, væri rúmlega 80. Hún er hins vegar 60. Hmmm. Meðaleinkunn helstu rýna kemur á óvart. Það hefur verið mín reynsla að þegar þáttaraðir eru komnir í gulan lit (sem þær fá þegar meðaleinkunn þeirra er komin niður fyrir 61) eru þær oftast ekki þess verðar að ég eyði tíma mínum í. Því er ég hálf hissa á þessari einkunn miðað við hve ánægður ég var með þættina. Þegar ég hóf áhorfið hafði ég engar væntingar til Pistol, hafði engin viðbrögð skoðað, það eina sem ég vonaði var að sagan myndi halda mér. Það gerði hún. Meira bið ég ekki um á þessum síðustu og verstu. Þó ég viti ekki hvernig serían muni fara í þá sem hafa ekki sérlegan áhuga á rokksögunni, þá ættu þeir sem hafa a.m.k. lágmarksáhuga á rokki að geta haft gaman af. Ég er einn þeirra, og fyrir mér var spennan m.a. fólgin í því að bíða eftir að Pistols semdu Anarchy in the UK og God Save the Queen, sem skapaði mögulega hjá mér meiri áhuga og eftirvæntingu en ella. Kannski voru þeir gagnrýnendur sem gáfu þáttaröðinni lélega dóma ekki rokkaðdáendur og biðu því einskis með eftirvæntingu? Aðrir rýnar sem voru ósáttur voru mögulega of miklir pönkarar, búnir að liggja yfir sögu bandsins og þannig skapa væntingar sem ekki voru uppfylltar. Því er markhópur þáttaraðarinnar sennilega þeir sem eru miðlungsáhugasamir um rokk og pönk, ætli undirritaður passi ekki einmitt inn í þann flokk. Aðrir ættu mögulega að finna sér annað til að horfa á. Niðurstaða: Pistol er vel heppnuð þáttaröð sem ætti að höfða til flests rokkáhugafólks. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Í fyrsta þætti Pistol gengur Jones inn í búð sem McClaren rak ásamt kærustu sinni, Vivianne Westwood og reynir að stela buxum. Hann er gripinn glóðvolgur og þarf að standa fyrir máli sínu. Þar verður McClaren uppnuminn af þessum lágstéttarrudda og vill verða umboðsmaður hljómsveitar hans. Sitt sýnist hverjum Þáttaröðin byggir á/er innblásin af bók Jones, Lonely Boy, Tales From a Sex Pistol. Þið takið eftir því að ég nota bæði „byggir á“ og „innblásin af,“ því þáttaröðin er að ýmsu leyti ekki alveg trú atburðunum eins og þeir áttu sér raunverulega stað. En stendur ekki örugglega öllum á sama? Nei, það kemur reyndar á daginn að það virðist ekki öllum standa á sama og má sjá kvabb frá hörðustu aðdáenda hljómsveitarinnar á síðum á borð við Rotten Tomatoes og Imdb.com um að þáttaröðin standist ekki væntingar og kröfur þeirra um nákvæmni. Vissulega er ýmislegt hér samþjappað, gert meira úr, eða hreinlega breytt. Sætir strákar á ferð um Bandaríkin. Ég hef ekki lesið ævisögur meðlima, aldrei pælt í hvernig hlutum var „raunverulega“ háttað hjá bandinu. Því er mér persónulega nokk sama um nákvæmni og angraði þetta mig ekki hið minnsta; þetta er Hollywood, það er ekki við öðru að búast. Þess má geta að söngvaranum John Lydon/Johnny Rotten var algjörlega haldið utan við gerð Pistol-þáttanna. Það kemur mér reyndar ekki á óvart eftir að hafa horft á hvernig hann er settur fram í þáttunum og er nokkuð víst að nærvera hans hefði orðið verkefninu til trafala. Johnny er nefnilega maður sem gerir kröfur um að hlutirnir séu gerðir rétt og sjálfsagt hafa framleiðendurnir hugsað með sér að hann myndi setja út á svo margt að auðveldast væri að halda honum í myrkrinu og takast svo á við kvabbið hans síðar í gegnum fjölmiðla. Og kallinn hefur kvabbað: Prótagónistinn McClaren Það má segja að Malcom McClaren hafi verið það besta og versta sem kom fyrir Jones og félaga hans. Hann mótaði og kom Sex Pistols á þann stall sem bandið var (og er) á, en var þó einnig arkitektinn að hruni hljómsveitarinnar. Því fjalla Pistol-þættirnir að miklu leyti um McClaren, enda ferill bandsins með öllu samofinn þessum rauðhærða hvirfilvindi frá London. Hann mótaði framvinduna algjörlega og tróð m.a. upp á þá fyrrnefndum John Lyndon. Leikarinn og fyrirmyndin. Allt þurfti að passa inn í sýn hans varðandi hvernig ætti að „besta“ feril Sex Pistols. T.d. stóð hann fyrir því að einn aðallagahöfundur sveitarinnar, Glen Matlock, var rekinn úr bandinu og í hans stað ráðinn inn Simon John Ritchie (betur þekktur sem Sid Vicious). Ráðning Vicious var ekki á faglegum forsendum byggð, hann var alls ekki góður spilari, heldur var hann flottari á sviði en Matlock. Stjörnuljómi leikhópsins Meðan á áhorfinu stóð var ég sannfærður um að ég kannaðist við megnið af leikhópnum. Þegar ég skoðaði þau svo á Imdb.com varð mér ljóst að ég þekkti aðeins eitt þeirra! Það eitt og sér segir margt um hve vel tókst til við leikaravalið. Það er einhver stjörnuljómi yfir hópnum. McClaren er leikinn af fyrrum barnastjörnunni Thomas Brodie-Sangster, sem ég kannaðist reyndar aðallega við úr Queen's Gambit þáttunum, þar sem hann lék Benny Watts (teflandi kúrekann). Það er ávallt ánægjulegt þegar barnastjörnur fullorðnast í það að verða alvöru leikarar og Pistol er enn ein fjöðrin í hatt hans. Það sem kom mér einna mest á óvart var aðkoma tónlistarkonunnar Chrissie Hynde að sögu Sex Pistols. Hún er stór hluti af framvindunni hér og hefur mikil áhrif á Steve Jones. Chrissie Hynde og Vivianne Westwood í þáttunum. Þið sjáið e.t.v. að ég kýs að ég undirstrika orðið „hér,“ því eftir að hafa garfað eilítið í hinni raunverulegu sögu kemur í ljós að aðkoma hennar er stórlega ýkt. Hún kenndi Jones ekki að spila á gítar og ástarsamband þeirra var töluvert umfangsminna er Pistol-þættirnir vilja láta þig halda. En halló! Þetta er Disney útgáfan af sögu Sex Pistols! Johnny Rotten er að sjálfsögðu fyrirferðarmikill í þáttaröðinni, og er kostulega leikinn af Anson Boon, sem málar þó persónuna eilítið bjartari litum en fyrirmyndin skreytir sig. Það má vera að þetta fari í taugarnar á einhverjum aðdáendum sveitarinnar. Einnig er Boon töluvert myndarlegri en Rotten, en það sama má reyndar segja um alla leikarana, þeir eru heilt yfir töluvert fríðari en fyrirmyndirnar. Það er auðvitað ekki sérlega mikið pönk í því og ekki að undra að Sex Pistols-harðlínufólk sé ósátt. Boon reynir sína bestu Johnny Rotten eftirhermu. Langflestir áhorfendur eru hins vegar ekki harðlínufólk þegar kemur að bandinu og ætti hinn meðal rokkaðdáandi að finna hér eitthvað fyrir sinn snúð. Sjálfur er ég aðeins miðlungs áhugasamur um Sex Pistols en þættirnir héldu mér vel við efnið. Það er helst í fyrri hluti sögu Sid og kærustu hans Nancy Spungen, sem mér leiddist eilítið. Það var sennilega af því þau koma ný inn í sögu sem er þegar búin að ná fullri ferð. Þetta er eilítið eins og ef hraðlest myndi hægja á sér til að taka upp nýja farþega (án þess þó að stoppa alveg), það er erfitt fyrir farþegana að komast um borð og það tekur lestina svo einhvern tíma að koma sér aftur á fulla ferð. Þegar persónurnar tvær voru búnar að koma sér fyrir og samtvinnast sögunni, komst hún þó aftur á fulla ferð. Óvæntir dómar Ég lét það algjörlega eiga sig að skoða dóma gagnrýnenda áður en ég horfði á seríuna og eftir að hafa lokið þáttunum sex, hugsaði ég með mér að meðaleinkunn helstu rýna, sem Metacritic tekur saman, væri rúmlega 80. Hún er hins vegar 60. Hmmm. Meðaleinkunn helstu rýna kemur á óvart. Það hefur verið mín reynsla að þegar þáttaraðir eru komnir í gulan lit (sem þær fá þegar meðaleinkunn þeirra er komin niður fyrir 61) eru þær oftast ekki þess verðar að ég eyði tíma mínum í. Því er ég hálf hissa á þessari einkunn miðað við hve ánægður ég var með þættina. Þegar ég hóf áhorfið hafði ég engar væntingar til Pistol, hafði engin viðbrögð skoðað, það eina sem ég vonaði var að sagan myndi halda mér. Það gerði hún. Meira bið ég ekki um á þessum síðustu og verstu. Þó ég viti ekki hvernig serían muni fara í þá sem hafa ekki sérlegan áhuga á rokksögunni, þá ættu þeir sem hafa a.m.k. lágmarksáhuga á rokki að geta haft gaman af. Ég er einn þeirra, og fyrir mér var spennan m.a. fólgin í því að bíða eftir að Pistols semdu Anarchy in the UK og God Save the Queen, sem skapaði mögulega hjá mér meiri áhuga og eftirvæntingu en ella. Kannski voru þeir gagnrýnendur sem gáfu þáttaröðinni lélega dóma ekki rokkaðdáendur og biðu því einskis með eftirvæntingu? Aðrir rýnar sem voru ósáttur voru mögulega of miklir pönkarar, búnir að liggja yfir sögu bandsins og þannig skapa væntingar sem ekki voru uppfylltar. Því er markhópur þáttaraðarinnar sennilega þeir sem eru miðlungsáhugasamir um rokk og pönk, ætli undirritaður passi ekki einmitt inn í þann flokk. Aðrir ættu mögulega að finna sér annað til að horfa á. Niðurstaða: Pistol er vel heppnuð þáttaröð sem ætti að höfða til flests rokkáhugafólks.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira