Elísabet, vínið og veikindin Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 16. september 2022 08:01 Ég ákvað að vera smá óþekk á föstudagskvöld og hella mér í smá vínglas. Ég er ekki vön því enda er ég alin upp af fólki sem liggur við að megi kalla heittrúað á það að allt vín sé böl. Mig bara langaði smá til að skála fyrir þessari æðislegri fyrirmynd kvenna, sterku og staðföstu drottningunni henni Elísabetu og hámhorfa um leið á nokkra þætti af Crown. Og horfandi á þættina, jeddúddamía, mikið óttalega var eiginmaður hennar erfiður maður. En það verður að segjast að hún elskaði hann eins og hann var, sem má best sjá á því hversu stutt er frá andláti hans. Sorgin eftir allt skemmir fleiri frumur í mannslíkanum en illskeyttir sjúkdómar. Sitjandi þarna horfandi á hálftómt vínglasið þá flaug hugur minn til umhugsunar um gamla félaga sem hafa horfið úr lífi mínu vegna erfiðleika þeirra við að fást við áföll, harm og veikindi. Og verandi launafulltrúi til margra ára þá fór ég að pæla hversu pínku skrítið það er hvernig við tökumst á við mál sem lúta að veikindum á vinnustöðum. Vitið þið annars þetta? Réttindi launþega til veikindagreiðslna frá vinnuveitendum er mest á Íslandi, já af öllum löndum í heiminum. Ísland greiðir 2 daga í veikindi fyrir hvern unninn mánuð þar til starfsmaður hefur unnið í eitt ár hjá vinnuveitenda. Að þeim tíma liðnum þá hafa starfsmenn unnið sér rétt á 1 mánaða veikindafríi hjá SGS og Eflingu en 2 mánuði hjá VR. Réttindin verða meiri eftir starfsaldri og eftir 5 ár þá er rétturinn kominn í 4 mánuði hjá fyrrgreindum stéttarfélögum. VR hefur svo náð að semja um 6 mánuða veikindarétt fyrir félagsmenn sem starfað hafa 10 ár hjá sama fyrirtæki. Það land sem kemst næst okkur í kjörum vegna veikinda er Danmörk en vinnuveitendur greiða þar 30 fyrstu dagana í veikindum. Málunum er svo allt öðruvísi háttað á hinum Norðurlöndunum. Vinnuveitendur í Noregi greiða 16 samfellda daga. Eftir það tekur norsk tryggingastofnun við greiðslu sjúkrapeninga. Draumalandið Svíþjóð gerir hluti stundum aðeins öðruvísi en við á klakanum. Í draumalandinu fær launþeginn aldrei greitt fyrir fyrsta veikindadaginn, launagreiðandinn greiðir svo 80% launa af fyrstu 13 dögunum. Eftir það fær launþegi greitt frá ríkinu. Allir launagreiðendur í Svíþjóð eru tryggðir gegn háum kostnaði vegna veikinda. Þar geta launagreiðendur fengið endurgreiðslu frá ríkinu ef kostnaður vegna veikinda fer yfir ákveðin mörk. Finnland slær svo öllum löndunum við, en þar er ekki greitt fyrir fyrsta dag veikinda, vinnuveitendur greiða fyrir næstu 9 daga og eftir það taka við greiðslur frá félags- og tryggingastofnun í Finnlandi. Atvinnurekendur þurfa að kljást við veikindi starfsmanna. Það getur verið erfitt að missa út starfsmann til styttri eða lengri tíma. Og vandamálin verða stærri og erfiðari viðfangs þegar atvinnurekandi upplifir aðstæður sem svo að starfsmenn séu að misnota rétt til veikinda á hans kostnað. Ég hef heyrt um einhverja vinnustaði sem hafa brugðið á það ráð að bjóða upp á mætingabónuskerfi til að sporna við þeim vanda sem fylgir misnotkun á veikindarétti starfsmanna. Til dæmis geta fyrirtæki skilyrt greiðslu fyrir fullum bónus, að engin veikindi eigi sér stað í mánuðinum. Eða þau geta lækkað hann um helming ef einn veikindadagur er skráður og fellt hann út af fullu ef tveir veikindadagar eru skráðir. Þessi aðferð virkar vel fyrir vinnuveitendur, þ.e. veikindaskráning verður nánast engin, en þetta þýðir líka að fólk er að pína sig til vinnu þegar það er veikt svo það missi nú ekki niður bónusinn. Það getur orðið blóðug lækkun á launum hjá láglaunafólki þegar fólk veikist. Sumir atvinnurekendur takast hreinlega á við vandamálið með hótunum og/eða ákveða að lokum ef aðstæður eru orðnar það slæmar, að segja upp viðkomandi starfsmanni. En aðrir hafa það bara ekki í sér að gera veður úr hlutunum og þá myndast þessi fíni auka bónus í hverjum mánuði fyrir starfsmanninn sem tekur hann óskammfeilið út í formi tveggja veikindadaga. En hvað tekur við hjá starfsmanninum sem er látinn leggja niður störf? Ef hann er glíma við alvarlega líkamlega kvilla þá fær hann greiðslur úr sjúkrasjóð og fer svo á bætur hjá Tryggingastofnun. Annars fer hann á atvinnuleysisbætur og kannski síðar meir fer hann og leitar úrræða hjá VIRK. Það geta liðið nokkrir mánuðir á milli síðasta starfsdags þar til starfsmaðurinn fær einhverja aðstoð við að vinna úr sínum málum. Svo kemur sorglega staðreyndin. Aðeins 32% félagsmanna VR sem fara í gegnum kerfið hjá VIRK eru komnir aftur á vinnumarkað þegar úrræðinu lýkur. Enn sorglegra er sú staðreynd að flestir þeir sem fara í gegnum VIRK njóta þess úrræðis í 7-18 mánuði. Hvað gerir það með gleðina og vonina hjá fólki ef það er ekki komið með vinnu að öllum þeim tíma liðnum? Er hægt að finna leiðir til að gera úrræðið virkara? Gæti verið að úrræðið myndi virka betur ef starfsmenn gætu leitað fyrr til VIRK með sín mál? VIRK reyndar býður upp á ágætis lausn. Launþegar geta leitað til þeirra í starfsendurhæfingu og minnkað þá um leið starfshlutfall sitt í sátt við vinnuveitanda. Vinnuveitandinn sleppur þá við skrekkinn við að borga fyrir starfsendurhæfinguna og heldur áfram í þá starfsþekkingu sem launþeginn býr yfir. Á móti kemur að launþeginn heldur í vinnuna sem er að mörgum talin nauðsynlegur þáttur í bata þegar fengist er við geðræn vandamál. Það er mikilvægt að menn hafi það í huga að atvinna eykur tekjur fólks, eykur sjálfsálit og sjálfstraust, dregur úr félagslegri einangrun, eykur hæfni til að ná stjórn á geðheilsu, minnkar neyslu ávanabindandi efna og dregur úr tíðni ferða til sjúkrastofnana. Hversu mikið lausnin hjá VIRK er nýtt veit ég ekki, ég fann hvergi upplýsingar um það. En launatapið sem launþeginn verður fyrir er hvergi bætt. Sjúkrasjóður VR greiðir ekki fyrir vinnutapið og ekki heldur Tryggingastofnun. Starfsendurhæfing samhliða vinnu er úrræði sem hefur verið til staðar í Svíþjóð í þó nokkurn tíma. Starfsmanni eru greiddir sjúkradagpeningar á meðan starfsendurhæfing stendur yfir. Þar er ríkisstofnun sem heldur utan um greiðslurnar, metur aðstæður, metur hvað hægt er að gera fyrir launþegann og leitar sátta við launagreiðandann ef möguleiki er á. Ef það er metið sem svo að launþegi sem er að kljást við langvarandi veikindi geti haldið áfram vinnu að hluta til, þá getur launagreiðandi átt kröfu á ríkið til endurgreiðslu launakostnaðar. Bæði í Svíþjóð og í Finnlandi þá eru atvinnurekendur skuldbundnir til að leggja sitt að mörkum í starfsendurhæfingu starfsmanna. Hér á Íslandi er veikindakerfinu stillt upp með þeim hætti að atvinnurekandi á auðvelt með að detta í hlutverk þrjótsins og hann fær ekki næg tækifæri til að verða hluti af lausninni. Vinnuveitandinn greiðir bara út veikindadagana og uppsagnarfrestinn, sem getur verið mjög blóðugur kostnaður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Ekki aðeins er hann að missa þekkingu út úr fyrirtækinu þá getur hann upplifað vanmátt við að fást við aðstæður og kostnaðarlið sem leggst þungt á fyrirtækið. Undir svoleiðis aðstæðum minnkar hvati fyrir vinnuveitendur að taka þátt í starfsendurhæfingu ef leitað er til þeirra. Samfélagið á að geta gert betur að grípa utan um fólk sem er við að detta út af vinnumarkaði. Ef menn eru ekki nægilega fyrirhyggjusamir að nýta sér þjónustu VIRK áður en allt er komið í óefni, þá er spurning hvort ekki þurfi að brúa bilið og grípa einstaklinga fyrr, eða þegar þeir eru að falla út af vinnumarkaði. Núverandi fyrirkomulag vegna greiðslna á veikindadögum skapar úlfúð og tekur út möguleika til sátta milli launþega og vinnuveitenda. Núverandi fyrirkomulag er líka allt annað hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Kostnaður leggst með mun meira þunga á atvinnulífið hér og dregur þar með úr samkeppnihæfi íslenskra fyrirtækja. Af hverju ættum við að huga að samkeppnishæfi íslenskra fyrirtækja í kjarasamningsviðræðum? Því við viljum öll hafa sterkt og fjölbreytt atvinnulíf er það ekki? Af hverju ættum við að huga að vandamáli manns sem hefur það ekki í hjarta sér að setja mörk gegn launþega sínum? Því þetta er ekki vandamál sem hann hefur skapað. Þetta er vandamál sem verkalýðshreyfingin hefur skapað með kröfu sinni um veikindadaga. Af hverju ættum við að huga að vandamálum láglaunafólks sem neyðir sig til vinnu þrátt fyrir að vera veikt, bara svo þau geti fengið nauðsynlegan bónus. Er það ekki eitthvað sem verkalýðshreyfing ætti að vera að gera? Kannski er ekki vitlaust að láta fyrsta veikindadaginn vera ógreiddan. Það myndi leysa bæði þessi vandamál, það dregur úr mánudagsveikindum og það skaðar óverulega hagsmuni almennra launþega. Verkalýðshreyfingin mætti alveg takast á við laga þau atriði þar sem þeir hafa gengið ósanngjarnlega fram. Verkalýðshreyfingin mætti huga að því hvernig má bæta veikindaréttindin fyrir launþega og þeir mættu hafa í huga að stundum er það verra að fá eingreiðslu og sparkið og betra að halda í vinnuna og sjálfsvirðinguna. Sátt á milli atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og launþega verður farsælust ef hún er byggð á sanngirni. Eigið ljómandi dag og takk fyrir mig. Hér að neðan má finna fyrri greinar mínar, þar sem koma fram vangaveltur um viðfangsefni komandi kjarasamningsviðræða. Ó Ragnar, ó beibí, ó beibí Sykurpúða snillingurinn hann Ragnar Vekjum risann, tökum upp spjótin Hjartabankinn - banki allra launþega Leigusali í kröppum dansi við músina Höfundur er launafulltrúi og launþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Heilbrigðismál Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég ákvað að vera smá óþekk á föstudagskvöld og hella mér í smá vínglas. Ég er ekki vön því enda er ég alin upp af fólki sem liggur við að megi kalla heittrúað á það að allt vín sé böl. Mig bara langaði smá til að skála fyrir þessari æðislegri fyrirmynd kvenna, sterku og staðföstu drottningunni henni Elísabetu og hámhorfa um leið á nokkra þætti af Crown. Og horfandi á þættina, jeddúddamía, mikið óttalega var eiginmaður hennar erfiður maður. En það verður að segjast að hún elskaði hann eins og hann var, sem má best sjá á því hversu stutt er frá andláti hans. Sorgin eftir allt skemmir fleiri frumur í mannslíkanum en illskeyttir sjúkdómar. Sitjandi þarna horfandi á hálftómt vínglasið þá flaug hugur minn til umhugsunar um gamla félaga sem hafa horfið úr lífi mínu vegna erfiðleika þeirra við að fást við áföll, harm og veikindi. Og verandi launafulltrúi til margra ára þá fór ég að pæla hversu pínku skrítið það er hvernig við tökumst á við mál sem lúta að veikindum á vinnustöðum. Vitið þið annars þetta? Réttindi launþega til veikindagreiðslna frá vinnuveitendum er mest á Íslandi, já af öllum löndum í heiminum. Ísland greiðir 2 daga í veikindi fyrir hvern unninn mánuð þar til starfsmaður hefur unnið í eitt ár hjá vinnuveitenda. Að þeim tíma liðnum þá hafa starfsmenn unnið sér rétt á 1 mánaða veikindafríi hjá SGS og Eflingu en 2 mánuði hjá VR. Réttindin verða meiri eftir starfsaldri og eftir 5 ár þá er rétturinn kominn í 4 mánuði hjá fyrrgreindum stéttarfélögum. VR hefur svo náð að semja um 6 mánuða veikindarétt fyrir félagsmenn sem starfað hafa 10 ár hjá sama fyrirtæki. Það land sem kemst næst okkur í kjörum vegna veikinda er Danmörk en vinnuveitendur greiða þar 30 fyrstu dagana í veikindum. Málunum er svo allt öðruvísi háttað á hinum Norðurlöndunum. Vinnuveitendur í Noregi greiða 16 samfellda daga. Eftir það tekur norsk tryggingastofnun við greiðslu sjúkrapeninga. Draumalandið Svíþjóð gerir hluti stundum aðeins öðruvísi en við á klakanum. Í draumalandinu fær launþeginn aldrei greitt fyrir fyrsta veikindadaginn, launagreiðandinn greiðir svo 80% launa af fyrstu 13 dögunum. Eftir það fær launþegi greitt frá ríkinu. Allir launagreiðendur í Svíþjóð eru tryggðir gegn háum kostnaði vegna veikinda. Þar geta launagreiðendur fengið endurgreiðslu frá ríkinu ef kostnaður vegna veikinda fer yfir ákveðin mörk. Finnland slær svo öllum löndunum við, en þar er ekki greitt fyrir fyrsta dag veikinda, vinnuveitendur greiða fyrir næstu 9 daga og eftir það taka við greiðslur frá félags- og tryggingastofnun í Finnlandi. Atvinnurekendur þurfa að kljást við veikindi starfsmanna. Það getur verið erfitt að missa út starfsmann til styttri eða lengri tíma. Og vandamálin verða stærri og erfiðari viðfangs þegar atvinnurekandi upplifir aðstæður sem svo að starfsmenn séu að misnota rétt til veikinda á hans kostnað. Ég hef heyrt um einhverja vinnustaði sem hafa brugðið á það ráð að bjóða upp á mætingabónuskerfi til að sporna við þeim vanda sem fylgir misnotkun á veikindarétti starfsmanna. Til dæmis geta fyrirtæki skilyrt greiðslu fyrir fullum bónus, að engin veikindi eigi sér stað í mánuðinum. Eða þau geta lækkað hann um helming ef einn veikindadagur er skráður og fellt hann út af fullu ef tveir veikindadagar eru skráðir. Þessi aðferð virkar vel fyrir vinnuveitendur, þ.e. veikindaskráning verður nánast engin, en þetta þýðir líka að fólk er að pína sig til vinnu þegar það er veikt svo það missi nú ekki niður bónusinn. Það getur orðið blóðug lækkun á launum hjá láglaunafólki þegar fólk veikist. Sumir atvinnurekendur takast hreinlega á við vandamálið með hótunum og/eða ákveða að lokum ef aðstæður eru orðnar það slæmar, að segja upp viðkomandi starfsmanni. En aðrir hafa það bara ekki í sér að gera veður úr hlutunum og þá myndast þessi fíni auka bónus í hverjum mánuði fyrir starfsmanninn sem tekur hann óskammfeilið út í formi tveggja veikindadaga. En hvað tekur við hjá starfsmanninum sem er látinn leggja niður störf? Ef hann er glíma við alvarlega líkamlega kvilla þá fær hann greiðslur úr sjúkrasjóð og fer svo á bætur hjá Tryggingastofnun. Annars fer hann á atvinnuleysisbætur og kannski síðar meir fer hann og leitar úrræða hjá VIRK. Það geta liðið nokkrir mánuðir á milli síðasta starfsdags þar til starfsmaðurinn fær einhverja aðstoð við að vinna úr sínum málum. Svo kemur sorglega staðreyndin. Aðeins 32% félagsmanna VR sem fara í gegnum kerfið hjá VIRK eru komnir aftur á vinnumarkað þegar úrræðinu lýkur. Enn sorglegra er sú staðreynd að flestir þeir sem fara í gegnum VIRK njóta þess úrræðis í 7-18 mánuði. Hvað gerir það með gleðina og vonina hjá fólki ef það er ekki komið með vinnu að öllum þeim tíma liðnum? Er hægt að finna leiðir til að gera úrræðið virkara? Gæti verið að úrræðið myndi virka betur ef starfsmenn gætu leitað fyrr til VIRK með sín mál? VIRK reyndar býður upp á ágætis lausn. Launþegar geta leitað til þeirra í starfsendurhæfingu og minnkað þá um leið starfshlutfall sitt í sátt við vinnuveitanda. Vinnuveitandinn sleppur þá við skrekkinn við að borga fyrir starfsendurhæfinguna og heldur áfram í þá starfsþekkingu sem launþeginn býr yfir. Á móti kemur að launþeginn heldur í vinnuna sem er að mörgum talin nauðsynlegur þáttur í bata þegar fengist er við geðræn vandamál. Það er mikilvægt að menn hafi það í huga að atvinna eykur tekjur fólks, eykur sjálfsálit og sjálfstraust, dregur úr félagslegri einangrun, eykur hæfni til að ná stjórn á geðheilsu, minnkar neyslu ávanabindandi efna og dregur úr tíðni ferða til sjúkrastofnana. Hversu mikið lausnin hjá VIRK er nýtt veit ég ekki, ég fann hvergi upplýsingar um það. En launatapið sem launþeginn verður fyrir er hvergi bætt. Sjúkrasjóður VR greiðir ekki fyrir vinnutapið og ekki heldur Tryggingastofnun. Starfsendurhæfing samhliða vinnu er úrræði sem hefur verið til staðar í Svíþjóð í þó nokkurn tíma. Starfsmanni eru greiddir sjúkradagpeningar á meðan starfsendurhæfing stendur yfir. Þar er ríkisstofnun sem heldur utan um greiðslurnar, metur aðstæður, metur hvað hægt er að gera fyrir launþegann og leitar sátta við launagreiðandann ef möguleiki er á. Ef það er metið sem svo að launþegi sem er að kljást við langvarandi veikindi geti haldið áfram vinnu að hluta til, þá getur launagreiðandi átt kröfu á ríkið til endurgreiðslu launakostnaðar. Bæði í Svíþjóð og í Finnlandi þá eru atvinnurekendur skuldbundnir til að leggja sitt að mörkum í starfsendurhæfingu starfsmanna. Hér á Íslandi er veikindakerfinu stillt upp með þeim hætti að atvinnurekandi á auðvelt með að detta í hlutverk þrjótsins og hann fær ekki næg tækifæri til að verða hluti af lausninni. Vinnuveitandinn greiðir bara út veikindadagana og uppsagnarfrestinn, sem getur verið mjög blóðugur kostnaður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Ekki aðeins er hann að missa þekkingu út úr fyrirtækinu þá getur hann upplifað vanmátt við að fást við aðstæður og kostnaðarlið sem leggst þungt á fyrirtækið. Undir svoleiðis aðstæðum minnkar hvati fyrir vinnuveitendur að taka þátt í starfsendurhæfingu ef leitað er til þeirra. Samfélagið á að geta gert betur að grípa utan um fólk sem er við að detta út af vinnumarkaði. Ef menn eru ekki nægilega fyrirhyggjusamir að nýta sér þjónustu VIRK áður en allt er komið í óefni, þá er spurning hvort ekki þurfi að brúa bilið og grípa einstaklinga fyrr, eða þegar þeir eru að falla út af vinnumarkaði. Núverandi fyrirkomulag vegna greiðslna á veikindadögum skapar úlfúð og tekur út möguleika til sátta milli launþega og vinnuveitenda. Núverandi fyrirkomulag er líka allt annað hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Kostnaður leggst með mun meira þunga á atvinnulífið hér og dregur þar með úr samkeppnihæfi íslenskra fyrirtækja. Af hverju ættum við að huga að samkeppnishæfi íslenskra fyrirtækja í kjarasamningsviðræðum? Því við viljum öll hafa sterkt og fjölbreytt atvinnulíf er það ekki? Af hverju ættum við að huga að vandamáli manns sem hefur það ekki í hjarta sér að setja mörk gegn launþega sínum? Því þetta er ekki vandamál sem hann hefur skapað. Þetta er vandamál sem verkalýðshreyfingin hefur skapað með kröfu sinni um veikindadaga. Af hverju ættum við að huga að vandamálum láglaunafólks sem neyðir sig til vinnu þrátt fyrir að vera veikt, bara svo þau geti fengið nauðsynlegan bónus. Er það ekki eitthvað sem verkalýðshreyfing ætti að vera að gera? Kannski er ekki vitlaust að láta fyrsta veikindadaginn vera ógreiddan. Það myndi leysa bæði þessi vandamál, það dregur úr mánudagsveikindum og það skaðar óverulega hagsmuni almennra launþega. Verkalýðshreyfingin mætti alveg takast á við laga þau atriði þar sem þeir hafa gengið ósanngjarnlega fram. Verkalýðshreyfingin mætti huga að því hvernig má bæta veikindaréttindin fyrir launþega og þeir mættu hafa í huga að stundum er það verra að fá eingreiðslu og sparkið og betra að halda í vinnuna og sjálfsvirðinguna. Sátt á milli atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og launþega verður farsælust ef hún er byggð á sanngirni. Eigið ljómandi dag og takk fyrir mig. Hér að neðan má finna fyrri greinar mínar, þar sem koma fram vangaveltur um viðfangsefni komandi kjarasamningsviðræða. Ó Ragnar, ó beibí, ó beibí Sykurpúða snillingurinn hann Ragnar Vekjum risann, tökum upp spjótin Hjartabankinn - banki allra launþega Leigusali í kröppum dansi við músina Höfundur er launafulltrúi og launþegi.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun