Rennibraut verði komin upp í Dalslaug í vor Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2022 10:48 Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi segir að með þessu sé verið að svara kalli íbúa. Framkvæmdastjóri Sportís, sem átti lægsta tilboð, segir að nýja rennibrautin muni svipa mjög til þeirrar sem er í Vatnaveröld í Reykjanesbæ sem sjá má á myndinni. Aðsend/Reykjavíkurborg Reiknað er með að vatnsrennibraut verði komin upp í Dalslaug í Úlfarsárdal næsta vor. Borgarfulltrúi segir að með þessu sé verið að svara ákalli íbúa en upphaflegar áætlanir gerðu ekki ráð fyrir að rennibraut yrði í lauginni sem opnaði í desember á síðasta ári. Innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar samþykkti fyrr í mánuðinum tilboð frá lægstbjóðanda, Sportís ehf., sem hljóðaði upp á 100 milljónir, sem var um 90 prósent af kostnaðaráætlun. Skúli Jóhann Björnsson, framkvæmdastjóri Sportís, segir í samtali við Vísi að umrædd rennibraut verði um tólf metra há og að hún verði hvít á lit. Hann segist gera ráð fyrir að rennibrautin verði reiðubúin og tilbúin til notkunar í febrúar, mars eða apríl. „Nú verður ráðist í framleiðslu á rennibrautinni og hún svo flutt til landsins. Það tekur um sextíu daga að koma rennibrautinni upp eftir að hún er komin til landsins,“ segir Skúli Jóhann. Hann segir að rennibrautin muni ekki vera þannig að þeir sem hana noti ljúki ferðinni ofan í sjálfri lauginni, heldur í „bremsubraut“ líkt og tíðkast víða. Rennibrautin sem verði komið upp í Dalslaug svipi mjög til þeirrar sem sett var upp í Vatnaveröld í Reykjanesbæ á sínum tíma, nema að þessi verði hvít að lit. Frá opnun rennibrautarinnar í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Rennibrautin í Dalslaug mun svipa mjög til þeirrar en vera hvít á lit.Aðsend Verið að svara kalli íbúa Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður ráðsins, segir að með því að koma upp rennibraut í Dalslaug sé verið að svara ákalli íbúa. „Þetta voru óskir íbúa að fá þarna rennibraut, en það var ekki gert ráð fyrir henni í upphaflegri hönnun. En nú er gengið í það að gera þetta að veruleika. Liður í því er að bjóða verkið út og þetta er allt komið af stað.“ Hann segir að borgin muni fyrst að standa að framkvæmdum við gerð undirstöðu. „Það verður ráðist í þær mjög fljótlega. Eftir það verður hægt að hefjast handa við að koma upp rennibrautinni.“ „Geggjuð aðstaða“ Hjálmar segir að rennibrautin verði á austurbakkanum, fjær húsinu. „Þetta er orðin alveg geggjuð aðstaða þarna við Dalslaug. Auk sundlaugarinnar er þarna leikskóli, grunnskóli og mjög flott íþróttasvæði, auk nýrrar tegundar af bókasafni, sem svipi til þeirra hafi verið að ryðja sér til rúms á Norðurlandi. Þar er til dæmis að finna stúdíó þar sem allir geta tekið upp í. Við megum vera stolt af uppbyggingunni þarna.“ Að neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá opnun sundlaugarinnar í desember 2021. Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar samþykkti fyrr í mánuðinum tilboð frá lægstbjóðanda, Sportís ehf., sem hljóðaði upp á 100 milljónir, sem var um 90 prósent af kostnaðaráætlun. Skúli Jóhann Björnsson, framkvæmdastjóri Sportís, segir í samtali við Vísi að umrædd rennibraut verði um tólf metra há og að hún verði hvít á lit. Hann segist gera ráð fyrir að rennibrautin verði reiðubúin og tilbúin til notkunar í febrúar, mars eða apríl. „Nú verður ráðist í framleiðslu á rennibrautinni og hún svo flutt til landsins. Það tekur um sextíu daga að koma rennibrautinni upp eftir að hún er komin til landsins,“ segir Skúli Jóhann. Hann segir að rennibrautin muni ekki vera þannig að þeir sem hana noti ljúki ferðinni ofan í sjálfri lauginni, heldur í „bremsubraut“ líkt og tíðkast víða. Rennibrautin sem verði komið upp í Dalslaug svipi mjög til þeirrar sem sett var upp í Vatnaveröld í Reykjanesbæ á sínum tíma, nema að þessi verði hvít að lit. Frá opnun rennibrautarinnar í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Rennibrautin í Dalslaug mun svipa mjög til þeirrar en vera hvít á lit.Aðsend Verið að svara kalli íbúa Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður ráðsins, segir að með því að koma upp rennibraut í Dalslaug sé verið að svara ákalli íbúa. „Þetta voru óskir íbúa að fá þarna rennibraut, en það var ekki gert ráð fyrir henni í upphaflegri hönnun. En nú er gengið í það að gera þetta að veruleika. Liður í því er að bjóða verkið út og þetta er allt komið af stað.“ Hann segir að borgin muni fyrst að standa að framkvæmdum við gerð undirstöðu. „Það verður ráðist í þær mjög fljótlega. Eftir það verður hægt að hefjast handa við að koma upp rennibrautinni.“ „Geggjuð aðstaða“ Hjálmar segir að rennibrautin verði á austurbakkanum, fjær húsinu. „Þetta er orðin alveg geggjuð aðstaða þarna við Dalslaug. Auk sundlaugarinnar er þarna leikskóli, grunnskóli og mjög flott íþróttasvæði, auk nýrrar tegundar af bókasafni, sem svipi til þeirra hafi verið að ryðja sér til rúms á Norðurlandi. Þar er til dæmis að finna stúdíó þar sem allir geta tekið upp í. Við megum vera stolt af uppbyggingunni þarna.“ Að neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá opnun sundlaugarinnar í desember 2021.
Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira