Í textanum syngur Jax meðal annars að hún hefði viljað að einhver hefði sagt eftirfarandi við yngri sjálfa sig:
„Enginn líkami er eins. Photoshop og tágrannar fyrirsætur á forsíðum tímarita sögðu mér að ég væri í yfirþyngd. Ég þekki Victoria's Secret og þú myndir ekki trúa því, hún er gamall maður sem býr í Ohio og græðir pening á slæmri líkamsímynd hjá stelpum eins og mér.“
Jax setti upp svokallað Flash Mob fyrir utan Victoria´s Secret verslun í Bandaríkjunum þar sem hópur kvenna dansaði við lagið. Yfirmaður verslunarinnar var víst ekki í skýjunum með uppákomuna.
Lagið hefur náð miklum vinsældum í Bandaríkjunum, bæði á streymisveitunni Spotify og samfélagsmiðlinum TikTok. Það var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum 20. ágúst síðastliðinn og hefur klifið listann síðan þá.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00 á FM957.
Íslenski listinn í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: