Óttast ekki neikvæða umræðu: „Vinnum bara eftir reglum sem okkur eru gefnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 08:00 Aron Einar Gunnarsson er kominn aftur í íslenska landsliðið. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson óttast ekki að valið á Aroni Einari Gunnarssyni í íslenska fótboltalandsliðið eigi eftir að draga óþægilegan dilk á eftir sér. Aron Einar er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Venesúela í vináttulandsleik og Albaníu í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Aron Einar er valinn í landsliðið en hann kom ekki til greina í það vegna ásakana um nauðgun. Í síðasta mánuði staðfesti ríkissaksóknari svo að málið sem var höfðað gegn Aroni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, leikmanni FH, hefði verið fellt niður af héraðssaksóknara. Samkvæmt reglum KSÍ var Arnari því frjálst að velja Aron aftur í landsliðið sem og hann gerði fyrir næstu leiki þess. Landsliðsþjálfarinn er mjög ánægður að hafa endurheimt Aron. „Hann er fyrirliði íslenska landsliðsins og leiðtogi. En það er ekki bara hann, það eru fleiri leiðtogar í þessu liði, eins og Birkir Bjarnason, sem hafa sýnt það undanfarna mánuði. En ég held að það viti það allir að Aron Einar er það góður fótboltamaður að hann er hluti af íslenska landsliðinu,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir blaðamannafund KSÍ í gær. Hann segist ekki hafa verið í vafa um að velja Aron og hefur ekki áhyggjur af því að möguleg neikvæð umræða vegna valsins hafi áhrif á íslenska liðið. „Nei, ég vel bara íslenska landsliðið sem þjálfari þess og það er mitt hlutverk. Við vinnum bara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru gefnar. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmennirnir geti ekki einbeitt sér að þessu skemmtilega og mikilvæga verkefni sem framundan eru,“ sagði Arnar. Aron lék síðast með landsliðinu í 2-2 jafntefli við Pólland í júní 2021. Alls hefur Akureyringurinn leikið 97 landsleiki og verið fyrirliði í meirihluta þeirra. Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Aron Einar er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Venesúela í vináttulandsleik og Albaníu í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Aron Einar er valinn í landsliðið en hann kom ekki til greina í það vegna ásakana um nauðgun. Í síðasta mánuði staðfesti ríkissaksóknari svo að málið sem var höfðað gegn Aroni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, leikmanni FH, hefði verið fellt niður af héraðssaksóknara. Samkvæmt reglum KSÍ var Arnari því frjálst að velja Aron aftur í landsliðið sem og hann gerði fyrir næstu leiki þess. Landsliðsþjálfarinn er mjög ánægður að hafa endurheimt Aron. „Hann er fyrirliði íslenska landsliðsins og leiðtogi. En það er ekki bara hann, það eru fleiri leiðtogar í þessu liði, eins og Birkir Bjarnason, sem hafa sýnt það undanfarna mánuði. En ég held að það viti það allir að Aron Einar er það góður fótboltamaður að hann er hluti af íslenska landsliðinu,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir blaðamannafund KSÍ í gær. Hann segist ekki hafa verið í vafa um að velja Aron og hefur ekki áhyggjur af því að möguleg neikvæð umræða vegna valsins hafi áhrif á íslenska liðið. „Nei, ég vel bara íslenska landsliðið sem þjálfari þess og það er mitt hlutverk. Við vinnum bara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru gefnar. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmennirnir geti ekki einbeitt sér að þessu skemmtilega og mikilvæga verkefni sem framundan eru,“ sagði Arnar. Aron lék síðast með landsliðinu í 2-2 jafntefli við Pólland í júní 2021. Alls hefur Akureyringurinn leikið 97 landsleiki og verið fyrirliði í meirihluta þeirra.
Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira