Óttast ekki neikvæða umræðu: „Vinnum bara eftir reglum sem okkur eru gefnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 08:00 Aron Einar Gunnarsson er kominn aftur í íslenska landsliðið. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson óttast ekki að valið á Aroni Einari Gunnarssyni í íslenska fótboltalandsliðið eigi eftir að draga óþægilegan dilk á eftir sér. Aron Einar er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Venesúela í vináttulandsleik og Albaníu í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Aron Einar er valinn í landsliðið en hann kom ekki til greina í það vegna ásakana um nauðgun. Í síðasta mánuði staðfesti ríkissaksóknari svo að málið sem var höfðað gegn Aroni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, leikmanni FH, hefði verið fellt niður af héraðssaksóknara. Samkvæmt reglum KSÍ var Arnari því frjálst að velja Aron aftur í landsliðið sem og hann gerði fyrir næstu leiki þess. Landsliðsþjálfarinn er mjög ánægður að hafa endurheimt Aron. „Hann er fyrirliði íslenska landsliðsins og leiðtogi. En það er ekki bara hann, það eru fleiri leiðtogar í þessu liði, eins og Birkir Bjarnason, sem hafa sýnt það undanfarna mánuði. En ég held að það viti það allir að Aron Einar er það góður fótboltamaður að hann er hluti af íslenska landsliðinu,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir blaðamannafund KSÍ í gær. Hann segist ekki hafa verið í vafa um að velja Aron og hefur ekki áhyggjur af því að möguleg neikvæð umræða vegna valsins hafi áhrif á íslenska liðið. „Nei, ég vel bara íslenska landsliðið sem þjálfari þess og það er mitt hlutverk. Við vinnum bara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru gefnar. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmennirnir geti ekki einbeitt sér að þessu skemmtilega og mikilvæga verkefni sem framundan eru,“ sagði Arnar. Aron lék síðast með landsliðinu í 2-2 jafntefli við Pólland í júní 2021. Alls hefur Akureyringurinn leikið 97 landsleiki og verið fyrirliði í meirihluta þeirra. Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira
Aron Einar er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Venesúela í vináttulandsleik og Albaníu í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Aron Einar er valinn í landsliðið en hann kom ekki til greina í það vegna ásakana um nauðgun. Í síðasta mánuði staðfesti ríkissaksóknari svo að málið sem var höfðað gegn Aroni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, leikmanni FH, hefði verið fellt niður af héraðssaksóknara. Samkvæmt reglum KSÍ var Arnari því frjálst að velja Aron aftur í landsliðið sem og hann gerði fyrir næstu leiki þess. Landsliðsþjálfarinn er mjög ánægður að hafa endurheimt Aron. „Hann er fyrirliði íslenska landsliðsins og leiðtogi. En það er ekki bara hann, það eru fleiri leiðtogar í þessu liði, eins og Birkir Bjarnason, sem hafa sýnt það undanfarna mánuði. En ég held að það viti það allir að Aron Einar er það góður fótboltamaður að hann er hluti af íslenska landsliðinu,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir blaðamannafund KSÍ í gær. Hann segist ekki hafa verið í vafa um að velja Aron og hefur ekki áhyggjur af því að möguleg neikvæð umræða vegna valsins hafi áhrif á íslenska liðið. „Nei, ég vel bara íslenska landsliðið sem þjálfari þess og það er mitt hlutverk. Við vinnum bara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru gefnar. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmennirnir geti ekki einbeitt sér að þessu skemmtilega og mikilvæga verkefni sem framundan eru,“ sagði Arnar. Aron lék síðast með landsliðinu í 2-2 jafntefli við Pólland í júní 2021. Alls hefur Akureyringurinn leikið 97 landsleiki og verið fyrirliði í meirihluta þeirra.
Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira