Fram kemur í umfjöllun BBC um málið að önnur kvennanna segist hafa tekið eftir manninum á svæðinu því hún hafði ekki séð hann áður í þeim hópi fólks sem beið í röðinni. Löng röð er á svæðinu og bíður fólk nú klukkutímunum saman.
Konan segist hafa orðið vör við snertingu við bakið á sér, hú hafi þá snúið sér við og séð manninn berann.
Öryggisgæsla á svæðinu hafi verið látin vita af manninum í kjölfar þess að hann hafi virst endurtaka leikinn við aðra konu. Maðurinn er sagður hafa kastað síma sínum í Thames ána í kjölfarið áður en hann stakk sér sjálfur ofan í. Hann var þó handtekinn stuttu eftir að hann kom upp úr.