Logi Tómasson: Þetta var rothögg Sverrir Mar Smárason skrifar 17. september 2022 16:50 Logi Tómasson, leikmaður Víkings. Vísir/Diego Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok. „Ég er bara svekktur og ég held að liðið sé svekkt. Þetta var rothögg. Við skoruðum tvö mörk og mér fannst við vera með þá þangað til á svona 70.mín þegar við förum bara að pakka í vörn og bíða eftir því að leikurinn klárast. Þá mæta þeir framar og byrja að setja upp langa bolta og svoleiðis,“ sagði Logi. Víkingar breyttu í 5 manna vörn á 65. mínútu og talaði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari, um að það hafi verið hans mistök í viðtali eftir leikinn. Logi vill meira að liðið hafi bakkað of mikið. „Já það gæti verið. Ég er enginn þjálfari en mér fannst þetta bara lélegt. Það var lítil ákefð í lokin og menn voru kannski þreyttir. Ég veit það ekki alveg en þetta var bara lélegt,“ sagði Logi. Líkt og áður segir þá eru Víkingar eftir leiki dagsins 8 stigum á eftir Breiðablik og möguleikar þeirra á titli minnka mikið. „Möguleikarnir eru ekki miklir sko. Við höldum áfram og reynum að vinna rest og tryggja annað sætið sem gefur Evrópusæti sem getur verið sterkt líka,“ sagði Logi um möguleika liðsins. Logi hefur átt frábært tímabil í áhugaverðri stöðu sem einhverskonar blanda af bakverði og miðjumanni. Hann nýtur stöðunnar vel og þakkar Arnari fyrir traustið. Logi var valinn í u21 landslið Íslands fyrir mikilvæga leiki. Þá var einnig að ganga saga um að hann hefði neitað að fara á reynslu hjá Gautaborg í Svíþjóð en Logi tekur fyrir það. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg staða og ástæðan fyrir því að ég er búinn að skora svona mikið af mörkum er því ég fæ frjálsræði frá Arnari. Hann vill að ég fari hærra því ég er gamall kantmaður í yngri flokkum og mér finnst gaman að sækja.“ „Þetta er spennandi verkefni með u21. Þetta verða 50/50 leikir held ég og við ætlum okkur áfram bara.“ „Þetta var nú bara eitthvað djók hjá félaga mínum. Ég er ekki á leiðinni á neina reynslu eða allavega ekki svo ég viti,“ sagði Logi að lokum. Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:10 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
„Ég er bara svekktur og ég held að liðið sé svekkt. Þetta var rothögg. Við skoruðum tvö mörk og mér fannst við vera með þá þangað til á svona 70.mín þegar við förum bara að pakka í vörn og bíða eftir því að leikurinn klárast. Þá mæta þeir framar og byrja að setja upp langa bolta og svoleiðis,“ sagði Logi. Víkingar breyttu í 5 manna vörn á 65. mínútu og talaði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari, um að það hafi verið hans mistök í viðtali eftir leikinn. Logi vill meira að liðið hafi bakkað of mikið. „Já það gæti verið. Ég er enginn þjálfari en mér fannst þetta bara lélegt. Það var lítil ákefð í lokin og menn voru kannski þreyttir. Ég veit það ekki alveg en þetta var bara lélegt,“ sagði Logi. Líkt og áður segir þá eru Víkingar eftir leiki dagsins 8 stigum á eftir Breiðablik og möguleikar þeirra á titli minnka mikið. „Möguleikarnir eru ekki miklir sko. Við höldum áfram og reynum að vinna rest og tryggja annað sætið sem gefur Evrópusæti sem getur verið sterkt líka,“ sagði Logi um möguleika liðsins. Logi hefur átt frábært tímabil í áhugaverðri stöðu sem einhverskonar blanda af bakverði og miðjumanni. Hann nýtur stöðunnar vel og þakkar Arnari fyrir traustið. Logi var valinn í u21 landslið Íslands fyrir mikilvæga leiki. Þá var einnig að ganga saga um að hann hefði neitað að fara á reynslu hjá Gautaborg í Svíþjóð en Logi tekur fyrir það. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg staða og ástæðan fyrir því að ég er búinn að skora svona mikið af mörkum er því ég fæ frjálsræði frá Arnari. Hann vill að ég fari hærra því ég er gamall kantmaður í yngri flokkum og mér finnst gaman að sækja.“ „Þetta er spennandi verkefni með u21. Þetta verða 50/50 leikir held ég og við ætlum okkur áfram bara.“ „Þetta var nú bara eitthvað djók hjá félaga mínum. Ég er ekki á leiðinni á neina reynslu eða allavega ekki svo ég viti,“ sagði Logi að lokum.
Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:10 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Leik lokið: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:10