Telur hótanir Hjörleifs settar fram í „geðshræringu og vanlíðan“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2022 12:13 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kveðst vera miður sín vegna illdeilna innan flokksins. Þetta sá vandi sem hafi verið að gerjast lengi. Vísir/vilhelm Boðað hefur verið til stjórnarfundar Flokks fólksins síðdegis til að reyna að ráða fram úr vanda flokksins sem hverfist um fulltrúa hans á Akureyri. Sjálftitlaður „guðfaðir listans“ fyrir norðan hótar meiðyrðastefnu á hendur þremur konum flokksins, formanni hans og varaformanni. Í gær stigu þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving fram á blaðamannafundi og sökuðu Hjörleif Hallgrímsson, guðföður listans, um kynferðislega áreitni og Brynjólf Ingvason,oddvita,og Jón Hjaltason, í þriðja sætinu, um andlegt ofbeldi. Sá síðastnefndi sagðist ekki sjá neina lausn á málinu. Á meðan núverandi flokksforysta væri við stjórnvölinn gæti hann ekki starfað fyrir flokkinn. Jón gerði meinta kynferðislega áreitni Hjörleifs að umtalsefni í Bítinu í morgun. „Hannesína sagði okkur frá þessu karlagrobbi sem Hjörleifur á að hafa haft í frammi, að hann væri góður í rúminu, og húngerði það með þeim orðum að það hlógu allir, eins og náttúrulega er mjög eðlilegt,“ sagði Jón í Bítinu. Hjörleifur birti í gærkvöldi pistil á Akureyri.net þar sem hann kallar konurnar þrjár „svikakvendi“og „upphlaupsmanneskjur“og setti fram vangavelturum geðheilsu einnar þeirra. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tekur stöðu mála mjög nærri sér en þykir ekki mikið til skrifa Hjörleifs koma. „Mér finnst þessi skrif dæma sig sjálf. Hann rennir bara stoðum undir það sem kom fram á blaðamannafundinum hjá Hannesínu, Tinnu og Málfríði í gær finnst mér. Þannig að minnsta kosti slær það mig á þessu stigi.“ Undir lok pistilsins kveðst Hjörleifur íhuga alvarlega að stefna konunum og - ef til vill - Ingu og Guðmundi Inga varaformanni flokksins. „Ég var náttúrulega bara steinhissa vegna þess að ég er nú svo sem ekki meistari í lögum en ég er þó lögfræðingur og ég veit ekki alveg á hvaða forsendum hann ætti að geta fundið upp eitthvað til þess að stefna mér fyrir ég bara næ ekki utan um það. Ég held þetta sé nú meira sagt í geðshræringu og vanlíðan.“ Klukkan fimm hefst stjórnarfundur vegna stöðunnar í flokknum. „Ég legg þetta bara á borð stjórnar, þessa stöðu sem komin er upp núna. Það er líka ítrekað verið að ráðast á forystu Flokks fólksins,“ segir Inga sem bætir við að það, ásamt öðru, þurfi að ræða alvarlega. „Okkar lýðræðislega og fína stjórn mun taka faglega ákvörðun í framhaldi af því.“ Inga var spurð hvort það gæti jafnvel farið svo að karlaforystan fyrir norðan myndi starfa áfram sem óháðir bæjarfulltrúar. „Annað eins hefur nú svo sem skeð. Maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, við skulum sjá til. Í mínum villtustu draumum þá sá ég auðvitað fyrir mér að allt gæti fallið í ljúfa löð og að öll dýrin í skóginum orðið vinir eins og þar stendur. Fegurð, gleði, friður, mitt faðir vor, en það er ekki þar með sagt að allar óskir fáist uppfylltar.“ Flokkur fólksins Akureyri Sveitarstjórnarmál Bítið Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Karlagrobb Hjörleifs einungis brandari Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara. 20. september 2022 09:47 Hjörleifur hafi sagst aldrei leggja hendur á konur nema í rúminu Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester segjast fullar vanlíðunar og kvíða vegna samskipta sinna við þrjá karla á lista flokksins. Allir hafi beitt þær andlegu ofbeldi og einn gerst sekur um kynferðislega áreitni. 19. september 2022 15:13 Saka konurnar um lygar og segja varaformanninn hafðan að fífli Brynjólfur Ingvarsson, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, og Jón Hjaltason, þriðji maður á lista flokksins, segja fullyrðingar þriggja kvenna sem skipa annað, fjórða og fimmta sætið þess efnis að karlar í forystu flokksins fyrir norðan hafi sýnt þeim lítilsvirðingu og jafnvel áreitt þær, fjarri öllu sanni. 19. september 2022 06:40 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Í gær stigu þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving fram á blaðamannafundi og sökuðu Hjörleif Hallgrímsson, guðföður listans, um kynferðislega áreitni og Brynjólf Ingvason,oddvita,og Jón Hjaltason, í þriðja sætinu, um andlegt ofbeldi. Sá síðastnefndi sagðist ekki sjá neina lausn á málinu. Á meðan núverandi flokksforysta væri við stjórnvölinn gæti hann ekki starfað fyrir flokkinn. Jón gerði meinta kynferðislega áreitni Hjörleifs að umtalsefni í Bítinu í morgun. „Hannesína sagði okkur frá þessu karlagrobbi sem Hjörleifur á að hafa haft í frammi, að hann væri góður í rúminu, og húngerði það með þeim orðum að það hlógu allir, eins og náttúrulega er mjög eðlilegt,“ sagði Jón í Bítinu. Hjörleifur birti í gærkvöldi pistil á Akureyri.net þar sem hann kallar konurnar þrjár „svikakvendi“og „upphlaupsmanneskjur“og setti fram vangavelturum geðheilsu einnar þeirra. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tekur stöðu mála mjög nærri sér en þykir ekki mikið til skrifa Hjörleifs koma. „Mér finnst þessi skrif dæma sig sjálf. Hann rennir bara stoðum undir það sem kom fram á blaðamannafundinum hjá Hannesínu, Tinnu og Málfríði í gær finnst mér. Þannig að minnsta kosti slær það mig á þessu stigi.“ Undir lok pistilsins kveðst Hjörleifur íhuga alvarlega að stefna konunum og - ef til vill - Ingu og Guðmundi Inga varaformanni flokksins. „Ég var náttúrulega bara steinhissa vegna þess að ég er nú svo sem ekki meistari í lögum en ég er þó lögfræðingur og ég veit ekki alveg á hvaða forsendum hann ætti að geta fundið upp eitthvað til þess að stefna mér fyrir ég bara næ ekki utan um það. Ég held þetta sé nú meira sagt í geðshræringu og vanlíðan.“ Klukkan fimm hefst stjórnarfundur vegna stöðunnar í flokknum. „Ég legg þetta bara á borð stjórnar, þessa stöðu sem komin er upp núna. Það er líka ítrekað verið að ráðast á forystu Flokks fólksins,“ segir Inga sem bætir við að það, ásamt öðru, þurfi að ræða alvarlega. „Okkar lýðræðislega og fína stjórn mun taka faglega ákvörðun í framhaldi af því.“ Inga var spurð hvort það gæti jafnvel farið svo að karlaforystan fyrir norðan myndi starfa áfram sem óháðir bæjarfulltrúar. „Annað eins hefur nú svo sem skeð. Maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, við skulum sjá til. Í mínum villtustu draumum þá sá ég auðvitað fyrir mér að allt gæti fallið í ljúfa löð og að öll dýrin í skóginum orðið vinir eins og þar stendur. Fegurð, gleði, friður, mitt faðir vor, en það er ekki þar með sagt að allar óskir fáist uppfylltar.“
Flokkur fólksins Akureyri Sveitarstjórnarmál Bítið Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Karlagrobb Hjörleifs einungis brandari Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara. 20. september 2022 09:47 Hjörleifur hafi sagst aldrei leggja hendur á konur nema í rúminu Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester segjast fullar vanlíðunar og kvíða vegna samskipta sinna við þrjá karla á lista flokksins. Allir hafi beitt þær andlegu ofbeldi og einn gerst sekur um kynferðislega áreitni. 19. september 2022 15:13 Saka konurnar um lygar og segja varaformanninn hafðan að fífli Brynjólfur Ingvarsson, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, og Jón Hjaltason, þriðji maður á lista flokksins, segja fullyrðingar þriggja kvenna sem skipa annað, fjórða og fimmta sætið þess efnis að karlar í forystu flokksins fyrir norðan hafi sýnt þeim lítilsvirðingu og jafnvel áreitt þær, fjarri öllu sanni. 19. september 2022 06:40 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Karlagrobb Hjörleifs einungis brandari Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara. 20. september 2022 09:47
Hjörleifur hafi sagst aldrei leggja hendur á konur nema í rúminu Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester segjast fullar vanlíðunar og kvíða vegna samskipta sinna við þrjá karla á lista flokksins. Allir hafi beitt þær andlegu ofbeldi og einn gerst sekur um kynferðislega áreitni. 19. september 2022 15:13
Saka konurnar um lygar og segja varaformanninn hafðan að fífli Brynjólfur Ingvarsson, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, og Jón Hjaltason, þriðji maður á lista flokksins, segja fullyrðingar þriggja kvenna sem skipa annað, fjórða og fimmta sætið þess efnis að karlar í forystu flokksins fyrir norðan hafi sýnt þeim lítilsvirðingu og jafnvel áreitt þær, fjarri öllu sanni. 19. september 2022 06:40