Eins og að vera vegan nema um helgar Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 21. september 2022 12:00 „Ég lifi bíllausum lífsstíl“ stendur aftan á deilibílum ónefnds fyrirtækis sem leigir út bíla í skammtímaleigu í örfáar klukkustundir í senn. Þetta þótti ákveðnum ökumanni svo mikil hugsanavilla að hann hafði fyrir því að skrá sig í Facebook-hóp Samtaka um bíllausan lífsstíl og birta mynd af bakhluta deilibílsins. Þannig vildi hann skora einhver mörk og afhjúpa þau sem aðhyllast bíllausan lífsstíl sem hræsnara. Myndlíkingar fengu að fljúga og það að nota deilibíl en styðja bíllausan lífsstíl átti einhvern veginn að vera „eins og að titla sig vegan og borða í öll mál vegan máltíðir en fá sér svo steikur um helgar.“ Þessi grein er alls ekki skrifuð sem einhvers konar langrækið viðbragð við fimm vikna gömlum pósti í Facebook-hópi, en gagnrýnin veltir vissulega upp spurningunni um skilgreiningu á bíllausum lífsstíl, sem greinilega ríkir ekki fullkomin sátt um. Sófakartafla verður samgönguhjólari Ég hef sjaldan lagt mikla áherslu á íþróttaiðkunn og hef þar að auki átt fjölmargar bíldruslur síðan ég fékk bílpróf, enda alin upp á Álftanesi, þar sem næsta kaffihús var í 7 kílómetra fjarlægð og nóg pláss í heimreiðinni fyrir hálfónýtan bílaflota fjölskyldunnar. Ég var því ekki vongóð um framúrskarandi nýtingu, þegar ég ákvað að fjárfesta í rándýru rafhjóli, korter í faraldur. Fyrst um sinn hjólaði ég kannski tvisvar í viku í vinnuna, og fann fljótlega hversu mikil lífsgæðaaukning það var að þjóta fram úr bílaröðunum á háannatíma, og jafnvel framhjá fossi og fallegum kanínum, og það þrátt fyrir að vera ennþá innan borgarmarka. Eftir svona ár af misdramatísku samstarfi míns og fallega borgarhjólsins, var ljóst að hjólið hefði tekið við af bílnum sem aðalsamgöngumáti minn. Með MacRide-stöng fyrir strákinn og körfu sem rúmar jafnmikið og töfrataska Mary Poppins voru mér allir vegir færir. Eða svona næstum. Bílamiðað samgöngukerfi Nema hvað, að þrátt fyrir að elska frelsið sem fylgir því að þjóta niður regnbogastrætið með vindinn í hárinu, myndabombandi brosandi ferðamenn og heilsandi kallaköllunum sem þamba kaffi á Skólavörðustígnum, þá þarf ég að eiga bíl. Ég vinn nefnilega við að gifta fólk, einkum við fallega fossa á Suðurlandi, og slíkt athæfi er fullkomlega ósamræmanlegt almenningssamgöngum. Kannski losa ég mig við bílinn einn daginn, þegar betri reynsla er komin á deilibílana, en sem stendur kemst ég ekki upp með það. Það þýðir þó ekki að ég aðhyllist ekki bíllausan lífsstíl. Raunar held ég að margir félagar í Samtökum um bíllausan lífsstíl hafi umráð yfir bíl, því hvort sem okkur líkar betur eða verr eru helstu samgönguinnviðir landsins hannaðir fyrir bílaflota landsins. Útrýming einkabílsins Það er nefnilega ekki samasemmerki á milli þess að aðhyllast bíllausan lífsstíl og að harðneita algjörlega að stíga nokkurn tíma upp í bíl. Það þýðir bara að vilja styðja við samfélag þar sem virkum ferðamátum er hampað og þar sem almenningssamgöngukerfið er ekki bara þolanlegt, heldur ákjósanlegt. Þar sem þú þarft ekki að nota bíl, en mátt það. Útrýming einkabílsins er ekki raunverulegt markmið margra, heldur er markmiðið um að útrýma þörfinni fyrir hann. Þannig að ég—stoltur eigandi Hyundai i30 sem gerir lítið annað en að taka pláss í borgarlandinu og vera geymsla fyrir hálftómar sódavatnsflöskur—aðhyllist bíllausan lífsstíl, þó ég eigi og noti einkabíl. Rétt eins og að það má vera jeppakall og fara í göngutúr, vera jafnaðarmaður og royalisti eða guðleysingi sem elskar stjörnuspeki. Heimurinn er ekki svarthvítur. Þú hlýtur kannski ekki kjör í stjórn grænkerafélags ef þú borðar steikur um helgar, en það að vera vegan á virkum dögum hefur samt talsvert mikla þýðingu þegar kemur að því að minnka sótsporið þitt, draga úr þjáningu dýra og fyrir þína eigin heilsu. Ég skora á þig að skilja bílinn eftir heima á morgun, Bíllausa daginn 22. september, og aðhyllast bíllausan lífsstíl, þó það sé ekki nema bara einn dag á ári. Höfundur er eigandi bíls og rafhjóls, áhugakona um rifrildi á samfélagsmiðlum og stjórnarmeðlimur í Samtökum um bíllausan lífsstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Samgöngur Hjólreiðar Rafhlaupahjól Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
„Ég lifi bíllausum lífsstíl“ stendur aftan á deilibílum ónefnds fyrirtækis sem leigir út bíla í skammtímaleigu í örfáar klukkustundir í senn. Þetta þótti ákveðnum ökumanni svo mikil hugsanavilla að hann hafði fyrir því að skrá sig í Facebook-hóp Samtaka um bíllausan lífsstíl og birta mynd af bakhluta deilibílsins. Þannig vildi hann skora einhver mörk og afhjúpa þau sem aðhyllast bíllausan lífsstíl sem hræsnara. Myndlíkingar fengu að fljúga og það að nota deilibíl en styðja bíllausan lífsstíl átti einhvern veginn að vera „eins og að titla sig vegan og borða í öll mál vegan máltíðir en fá sér svo steikur um helgar.“ Þessi grein er alls ekki skrifuð sem einhvers konar langrækið viðbragð við fimm vikna gömlum pósti í Facebook-hópi, en gagnrýnin veltir vissulega upp spurningunni um skilgreiningu á bíllausum lífsstíl, sem greinilega ríkir ekki fullkomin sátt um. Sófakartafla verður samgönguhjólari Ég hef sjaldan lagt mikla áherslu á íþróttaiðkunn og hef þar að auki átt fjölmargar bíldruslur síðan ég fékk bílpróf, enda alin upp á Álftanesi, þar sem næsta kaffihús var í 7 kílómetra fjarlægð og nóg pláss í heimreiðinni fyrir hálfónýtan bílaflota fjölskyldunnar. Ég var því ekki vongóð um framúrskarandi nýtingu, þegar ég ákvað að fjárfesta í rándýru rafhjóli, korter í faraldur. Fyrst um sinn hjólaði ég kannski tvisvar í viku í vinnuna, og fann fljótlega hversu mikil lífsgæðaaukning það var að þjóta fram úr bílaröðunum á háannatíma, og jafnvel framhjá fossi og fallegum kanínum, og það þrátt fyrir að vera ennþá innan borgarmarka. Eftir svona ár af misdramatísku samstarfi míns og fallega borgarhjólsins, var ljóst að hjólið hefði tekið við af bílnum sem aðalsamgöngumáti minn. Með MacRide-stöng fyrir strákinn og körfu sem rúmar jafnmikið og töfrataska Mary Poppins voru mér allir vegir færir. Eða svona næstum. Bílamiðað samgöngukerfi Nema hvað, að þrátt fyrir að elska frelsið sem fylgir því að þjóta niður regnbogastrætið með vindinn í hárinu, myndabombandi brosandi ferðamenn og heilsandi kallaköllunum sem þamba kaffi á Skólavörðustígnum, þá þarf ég að eiga bíl. Ég vinn nefnilega við að gifta fólk, einkum við fallega fossa á Suðurlandi, og slíkt athæfi er fullkomlega ósamræmanlegt almenningssamgöngum. Kannski losa ég mig við bílinn einn daginn, þegar betri reynsla er komin á deilibílana, en sem stendur kemst ég ekki upp með það. Það þýðir þó ekki að ég aðhyllist ekki bíllausan lífsstíl. Raunar held ég að margir félagar í Samtökum um bíllausan lífsstíl hafi umráð yfir bíl, því hvort sem okkur líkar betur eða verr eru helstu samgönguinnviðir landsins hannaðir fyrir bílaflota landsins. Útrýming einkabílsins Það er nefnilega ekki samasemmerki á milli þess að aðhyllast bíllausan lífsstíl og að harðneita algjörlega að stíga nokkurn tíma upp í bíl. Það þýðir bara að vilja styðja við samfélag þar sem virkum ferðamátum er hampað og þar sem almenningssamgöngukerfið er ekki bara þolanlegt, heldur ákjósanlegt. Þar sem þú þarft ekki að nota bíl, en mátt það. Útrýming einkabílsins er ekki raunverulegt markmið margra, heldur er markmiðið um að útrýma þörfinni fyrir hann. Þannig að ég—stoltur eigandi Hyundai i30 sem gerir lítið annað en að taka pláss í borgarlandinu og vera geymsla fyrir hálftómar sódavatnsflöskur—aðhyllist bíllausan lífsstíl, þó ég eigi og noti einkabíl. Rétt eins og að það má vera jeppakall og fara í göngutúr, vera jafnaðarmaður og royalisti eða guðleysingi sem elskar stjörnuspeki. Heimurinn er ekki svarthvítur. Þú hlýtur kannski ekki kjör í stjórn grænkerafélags ef þú borðar steikur um helgar, en það að vera vegan á virkum dögum hefur samt talsvert mikla þýðingu þegar kemur að því að minnka sótsporið þitt, draga úr þjáningu dýra og fyrir þína eigin heilsu. Ég skora á þig að skilja bílinn eftir heima á morgun, Bíllausa daginn 22. september, og aðhyllast bíllausan lífsstíl, þó það sé ekki nema bara einn dag á ári. Höfundur er eigandi bíls og rafhjóls, áhugakona um rifrildi á samfélagsmiðlum og stjórnarmeðlimur í Samtökum um bíllausan lífsstíl.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar