Meiri ævintýri Birkir Ingibjartsson skrifar 22. september 2022 07:01 Þegar ég bjó og starfaði í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum var ferð mín til og frá vinnu bundin nokkuð föstum skorðum. Ég lagði af stað að heiman á svo til sama tíma, stóð á sama stað á brautarpallinum, beið eftir sama vagni með lestinni, skipti um lest í Gamla Stan, fór út á Medborgarplatsen hvar ég notaði alltaf sama útganginn og labbaði svo um 800m leið eftir sömu götunni í vinnuna. Þar biðu mín fjölbreyttari vinnudagar. Yfir þetta rúma ár eða svo sem ég fór þessa leið fóru fljótt að koma í ljós ákveðin mynstur. Það var svipaður hópur unglinga sem stóð á brautarpallinum dag frá degi, sama konan sat alltaf í sætinu við dyrnar í lestinni og alltaf brosti maður kumpánlega til kallsins sem spilaði á harmonikku við útganginn á lestarstöðinni. Síðasti spölurinn í vinnuna var um götu sem ber nafnið Tjärhovsgatan. Við hana standa leikskóli, grunnskóli, kaffihús, tannlæknir, hjólabrettagarður, gallerí, slökkvistöð og margt fleira. Á þessum 800m kafla frá lestarstöðinni að vinnunni var oft eins og ákveðið leikrit færi af stað, líkt og ég væri staddur í The Truman Show eða raunverulega að sami dagurinn ætti sér stað aftur og aftur og aftur. Sérstaklega grunaði ég um græsku litlu svartklæddu gömlu konuna með stafinn sem tók oft framúr mér á röltinu eða gráhærða kallinn í rauðu úlpunni sem hjólaði yfir götuna á svona skrítnu liggjandi hjóli strax í kjölfar þess að sæta stelpan með hvíta labradorinn hljóp framhjá. Þó ég hafi aldrei yrt á þetta fólk og í raun varla svo lítið sem brosað til þeirra tengdist ég þeim einhverjum skrítnum böndum. Oft í viku deildum við stuttri stund í borginni áður en dagurinn fór almennilega af stað hjá okkur öllum í sitthvoru lagi og satt að segja hugsa ég oft til þessara gömlu vina minna. Ætli þau hugsi stundum til mín? Þegar við löbbum, hjólum, tökum strætó eða nýtum hvers kyns annan virkan ferðamáta á ferðum okkar um borgina erum við þátttakendur í borgarlífinu. Við erum hluti af borginni og mannlífi þess en ekki afmörkuð við lokað rými bílsins þar sem lang flest sitja ein og bíða eftir að bíllinn fyrir framan mjakist áfram. Þar gerast fá ævíntýri en þegar við göngum eða hjólum eru þau mögulega bara handan við næsta horn. Í dag, 22. september, er bíllausi dagurinn og hvet ég ykkur að því tilefni til að skilja bílinn eftir heima og njóta borgarinnar hvert svo sem leiðin liggur. Hver veit nema þið rekist á gamlan vin á gönguljósunum yfir Miklubraut eða komist að því að þrír erlendir njósnarar séu að fylgjast með hverju skrefi ykkar. Ævintýri enn gerast. Höfundur er arkitekt, áhugamaður um bíllausan lífstíl og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Samgöngur Bílar Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég bjó og starfaði í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum var ferð mín til og frá vinnu bundin nokkuð föstum skorðum. Ég lagði af stað að heiman á svo til sama tíma, stóð á sama stað á brautarpallinum, beið eftir sama vagni með lestinni, skipti um lest í Gamla Stan, fór út á Medborgarplatsen hvar ég notaði alltaf sama útganginn og labbaði svo um 800m leið eftir sömu götunni í vinnuna. Þar biðu mín fjölbreyttari vinnudagar. Yfir þetta rúma ár eða svo sem ég fór þessa leið fóru fljótt að koma í ljós ákveðin mynstur. Það var svipaður hópur unglinga sem stóð á brautarpallinum dag frá degi, sama konan sat alltaf í sætinu við dyrnar í lestinni og alltaf brosti maður kumpánlega til kallsins sem spilaði á harmonikku við útganginn á lestarstöðinni. Síðasti spölurinn í vinnuna var um götu sem ber nafnið Tjärhovsgatan. Við hana standa leikskóli, grunnskóli, kaffihús, tannlæknir, hjólabrettagarður, gallerí, slökkvistöð og margt fleira. Á þessum 800m kafla frá lestarstöðinni að vinnunni var oft eins og ákveðið leikrit færi af stað, líkt og ég væri staddur í The Truman Show eða raunverulega að sami dagurinn ætti sér stað aftur og aftur og aftur. Sérstaklega grunaði ég um græsku litlu svartklæddu gömlu konuna með stafinn sem tók oft framúr mér á röltinu eða gráhærða kallinn í rauðu úlpunni sem hjólaði yfir götuna á svona skrítnu liggjandi hjóli strax í kjölfar þess að sæta stelpan með hvíta labradorinn hljóp framhjá. Þó ég hafi aldrei yrt á þetta fólk og í raun varla svo lítið sem brosað til þeirra tengdist ég þeim einhverjum skrítnum böndum. Oft í viku deildum við stuttri stund í borginni áður en dagurinn fór almennilega af stað hjá okkur öllum í sitthvoru lagi og satt að segja hugsa ég oft til þessara gömlu vina minna. Ætli þau hugsi stundum til mín? Þegar við löbbum, hjólum, tökum strætó eða nýtum hvers kyns annan virkan ferðamáta á ferðum okkar um borgina erum við þátttakendur í borgarlífinu. Við erum hluti af borginni og mannlífi þess en ekki afmörkuð við lokað rými bílsins þar sem lang flest sitja ein og bíða eftir að bíllinn fyrir framan mjakist áfram. Þar gerast fá ævíntýri en þegar við göngum eða hjólum eru þau mögulega bara handan við næsta horn. Í dag, 22. september, er bíllausi dagurinn og hvet ég ykkur að því tilefni til að skilja bílinn eftir heima og njóta borgarinnar hvert svo sem leiðin liggur. Hver veit nema þið rekist á gamlan vin á gönguljósunum yfir Miklubraut eða komist að því að þrír erlendir njósnarar séu að fylgjast með hverju skrefi ykkar. Ævintýri enn gerast. Höfundur er arkitekt, áhugamaður um bíllausan lífstíl og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun