Misvægi atkvæða eftir búsetu gangi ekki árið 2022 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2022 14:34 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vill gera vægi atkvæða milli kjördæma eins jafnt og stjórnarskrá heimilar. Það gangi ekki árið 2022 að vægi atkvæðis fari eftir því hvar viðkomandi búi á landinu. Þorgerður er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um breytingu á kosningalögum en meðflutningsmenn eru frá Samfylkingu, Pírötum og Flokki fólksins. Þingmennirnir vilja aukið jafnræði fólks til að hafa pólitísk áhrif með atkvæðisrétti sínum. Kjördæmakerfið á Íslandi leyfir nú mest tvöfaldan mun á vægi atkvæða eftir búsetu. Þorgerður segir þetta mikla tímaskekkju og að frumvarpið sé risaskref í átt að „einum manni - einu atkvæði.“ Þetta mál er eitt af kjarnamálum Viðreisnar og formanninum sérstaklega hugleikið. Þorgerður talaði fyrir jafnara atkvæðavægi í jómfrúarræðu sinni á þingi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta er reynt. Hvernig hefur gengið svona illa að breyta þessu? „Þetta hefur fyrst og síðast kannski farið í gegnum breytingar á stjórnarskránni og við breyttum stjórnarskránni síðast árið 1999 og höfum núnareynt í 23 ár að breyta henni og ég fann það í vinnu formannaflokkanna á síðasta kjörtímabili að þegar þetta mál var rætt þá var ekki möguleiki að fá þá afgreiðslu sem þjóðin var að kalla eftir, af því hún er að kalla eftir þessu. Það hafa kannanir og rýnirannsóknir sýnt.“ Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa bent á að ójafnt vægi atkvæða brjóti gegn jafnræðisreglum þeirra alþjóðlegu mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Þetta er risaréttlætimál og það er árið 2022 og það gengur ekki að fólk sé með mismunandi kosningarétt eftir því hvar það býr á landinu. Það getur vel verið að það hafi verið skiljanlegt fyrir hundrað árum en ekki í dag,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Alþingi Viðreisn Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þorgerður er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um breytingu á kosningalögum en meðflutningsmenn eru frá Samfylkingu, Pírötum og Flokki fólksins. Þingmennirnir vilja aukið jafnræði fólks til að hafa pólitísk áhrif með atkvæðisrétti sínum. Kjördæmakerfið á Íslandi leyfir nú mest tvöfaldan mun á vægi atkvæða eftir búsetu. Þorgerður segir þetta mikla tímaskekkju og að frumvarpið sé risaskref í átt að „einum manni - einu atkvæði.“ Þetta mál er eitt af kjarnamálum Viðreisnar og formanninum sérstaklega hugleikið. Þorgerður talaði fyrir jafnara atkvæðavægi í jómfrúarræðu sinni á þingi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta er reynt. Hvernig hefur gengið svona illa að breyta þessu? „Þetta hefur fyrst og síðast kannski farið í gegnum breytingar á stjórnarskránni og við breyttum stjórnarskránni síðast árið 1999 og höfum núnareynt í 23 ár að breyta henni og ég fann það í vinnu formannaflokkanna á síðasta kjörtímabili að þegar þetta mál var rætt þá var ekki möguleiki að fá þá afgreiðslu sem þjóðin var að kalla eftir, af því hún er að kalla eftir þessu. Það hafa kannanir og rýnirannsóknir sýnt.“ Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa bent á að ójafnt vægi atkvæða brjóti gegn jafnræðisreglum þeirra alþjóðlegu mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Þetta er risaréttlætimál og það er árið 2022 og það gengur ekki að fólk sé með mismunandi kosningarétt eftir því hvar það býr á landinu. Það getur vel verið að það hafi verið skiljanlegt fyrir hundrað árum en ekki í dag,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alþingi Viðreisn Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22