Orðin lenska að taka langan tíma í kjarasamninga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. september 2022 16:39 Aðalsteinn Leifsson tók við starfi ríkissáttasemjara fyrir tveimur árum. vísir/vilhelm Yfir 99 prósent kjarasamninga á Íslandi renna út áður en nýr samningur er gerður. Þetta er of hátt hlutfall sem skapar óvissu fyrir launafólk og atvinnurekendur að mati ríkissáttasemjara. Hann vonar að hægt verði að breyta þessari hefð í náinni framtíð. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði verða lausir þann 1. nóvember næstkomandi og á opinberum markaði í lok mars á næsta ári. Alls eru þetta vel á fjórða hundrað samninga en viðræður eru þegar hafnar hjá nokkrum stéttum við Samtök atvinnulífsins. Auðvitað er mjög langt í land; hér virðist nefnilega lenska fyrir löngum samningaviðræðum. Í síðustu kjarasamningslotu árið 2018 runnu samningar út í yfir 99 prósent tilfella áður en nýr samningur var gerður. Rúmur helmingur þessara samninga enduðu í deilu sem ríkissáttasemjari varð að koma að. „Ég held að það sé mjög hátt hlutfall á alla mælikvarða. Og við erum enn þá með ellefu mál hér hjá ríkissáttasemjara, þannig að síðasta kjarasamningslota er ekki alveg búin þó að þessi nýja sé þegar hafin,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Þetta er óvenjulegt þegar litið er til nágrannaríkja okkar. Engin aðgengileg tölfræði er til um þessi mál í Norðurlöndunum en Aðalsteinn segir dæmið öfugt þar; mun færri mál enda í deilum hjá ríkissáttasemjara og þar hefja menn samningaviðræður mun fyrr. „Það geta verið margar ástæður fyrir því en það er ákveðin lenska hérna að kjarasamningarnir taka langan tíma. Þannig að í yfir 99 prósent tilvika þá er fyrri samningur runninn út áður en að nýr samningur er undirritaður. Og það er gríðarlega hátt hlutfall í öllum samanburði,“ segir Aðalsteinn. Þetta ástand er ekki eins og verður best á kosið að hans mati en hann vonar að staðan verði önnur í komandi kjarasamningslotu en í þeirri síðustu. „Ég held að ef að okkur tekst að vinna saman og tryggja að fleiri kjarasamningar náist áður en að fyrri samningur rennur út að þá hafi allir ágóða af því vegna þess að launafólk veit þá hvað tekur við og launagreiðendur hafa þá líka vissu fyrir því hvernig framtíðin verður. Það er þessi óvissa sem er erfið fyrir alla held ég,“ segir Aðalsteinn. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði verða lausir þann 1. nóvember næstkomandi og á opinberum markaði í lok mars á næsta ári. Alls eru þetta vel á fjórða hundrað samninga en viðræður eru þegar hafnar hjá nokkrum stéttum við Samtök atvinnulífsins. Auðvitað er mjög langt í land; hér virðist nefnilega lenska fyrir löngum samningaviðræðum. Í síðustu kjarasamningslotu árið 2018 runnu samningar út í yfir 99 prósent tilfella áður en nýr samningur var gerður. Rúmur helmingur þessara samninga enduðu í deilu sem ríkissáttasemjari varð að koma að. „Ég held að það sé mjög hátt hlutfall á alla mælikvarða. Og við erum enn þá með ellefu mál hér hjá ríkissáttasemjara, þannig að síðasta kjarasamningslota er ekki alveg búin þó að þessi nýja sé þegar hafin,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Þetta er óvenjulegt þegar litið er til nágrannaríkja okkar. Engin aðgengileg tölfræði er til um þessi mál í Norðurlöndunum en Aðalsteinn segir dæmið öfugt þar; mun færri mál enda í deilum hjá ríkissáttasemjara og þar hefja menn samningaviðræður mun fyrr. „Það geta verið margar ástæður fyrir því en það er ákveðin lenska hérna að kjarasamningarnir taka langan tíma. Þannig að í yfir 99 prósent tilvika þá er fyrri samningur runninn út áður en að nýr samningur er undirritaður. Og það er gríðarlega hátt hlutfall í öllum samanburði,“ segir Aðalsteinn. Þetta ástand er ekki eins og verður best á kosið að hans mati en hann vonar að staðan verði önnur í komandi kjarasamningslotu en í þeirri síðustu. „Ég held að ef að okkur tekst að vinna saman og tryggja að fleiri kjarasamningar náist áður en að fyrri samningur rennur út að þá hafi allir ágóða af því vegna þess að launafólk veit þá hvað tekur við og launagreiðendur hafa þá líka vissu fyrir því hvernig framtíðin verður. Það er þessi óvissa sem er erfið fyrir alla held ég,“ segir Aðalsteinn.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira