„Þetta var svakalegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2022 22:31 Eiki Helgason skoðar skemmdirnar á Braggaparkinu hans. Vísir/Tryggvi. Ljóst er að mikið tjón varð á húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í miklu sjávarflóði sem þar varð í gær. Rekstaraðilar á svæðinu eru þó ekki af baki dottnir, þrátt fyrir tímabundið bakslag. Atlantshafið gekk á landi á Oddeyrinni í ofsaveðrinu í gær með þeim afleiðingum að sjórinn flæddi inn í hús með tilheyrandi tjóni. Sjávarflóð er eitt af því sem fellur undir Náttúruhamfarartryggingu Íslands. Matsmenn þeirra koma til Akureyrar á morgun til að leggja mat a tjónið. Óhætt er að fullyrða að það hlaupi á tugum ef ekki hundruð milljónum króna. Glöð á meðan fólkið fær mat Nú er sjórinn á bak og burt en þeir sem eiga fyrirtæki hér þurfa að glíma við afleiðingar flóðsins. „Á svona klukkutíma varð allt orðið á floti og svona fimmtán sentimetra vatn yfir öllu. Það flæddi bara inn um allar fjórar hurðirnar,“ sagði Þórunn Ágústa Garðarsdóttir, eigandi veitingastaðarins Vitans í samtali við fréttastofu í dag. Vitinn var á floti í gær.Aðsend Þar var allt á floti í gær. Það stoppaði þó ekki eigendur staðarins í því að opna aftur í dag „Það er mikið skemmt, einhver tæki. Allar hurðir, gólfið. Það verið að skrapa gólfið hérna. Og innréttingar. Það á bara eftir að koma í ljós en að á meðan við getum gefið fólkinu mat þá erum við glöð.“ Braggaparkið á floti Í næsta nágrenni er Braggaparkið, hjólabrettavöllur Eika Helgasonar. Þar var allt á floti í gær. „Þetta var svakalegt. Fyrst ætluðum við að moka þessu út en svo föttuðum við að það var ekkert að fara að ganga. Þá tókum við það sem við gátum út og beiluðum út,“ sagði Eiki. Tjónið er töluvert en hann er ekki af baki dottinn. „Þetta er allt byggt á óvörðum spítum og krossviði. Maður var ekkert að hugsa um að verja þetta fyrir einhverju veðri hérna inni. Þannig að þetta verður einhver slatti af framkvæmdum framundan.“ Hjá Blikk- og tækniþjónustunni hleypu tjónið á tugum milljóna. Þar eru tvær vélar sem eru meginlífæð fyrirtækisins bilaðar eftir að vatn komst í rafkerfi þeirra. Mikið magn af efni er einnig ónýtt. Staðan fyrir utan Vitann í gær.Vísir/Tryggvi „Þessar plötur hér í þessum rekka þær eru faktískt séð ónýtar. Þær eru ekki góð söluvara lengur. Bara efnismagnið sem fór á kaf hérna myndi ég telja að væri á bílinu tuttugu milljónir,“ sagði Jónas Freyr Sigurbjörnsson, eigandi Blikk- og tækniþjónustunnar. Óveður 25. september 2022 Veður Akureyri Náttúruhamfarir Veitingastaðir Hjólabretti Tengdar fréttir Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. 25. september 2022 20:10 Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 Eina hjólabrettaskálin á Íslandi að verða að veruleika Eina íslenska hjólabrettaskálin verður brátt að veruleika á Akureyri. Fjármögnun hennar kom úr óvæntri átt. 26. september 2020 11:01 Nennti ekki að bíða lengur og byggði hjólabrettavöll frá grunni Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. 27. mars 2020 09:02 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Sjá meira
Atlantshafið gekk á landi á Oddeyrinni í ofsaveðrinu í gær með þeim afleiðingum að sjórinn flæddi inn í hús með tilheyrandi tjóni. Sjávarflóð er eitt af því sem fellur undir Náttúruhamfarartryggingu Íslands. Matsmenn þeirra koma til Akureyrar á morgun til að leggja mat a tjónið. Óhætt er að fullyrða að það hlaupi á tugum ef ekki hundruð milljónum króna. Glöð á meðan fólkið fær mat Nú er sjórinn á bak og burt en þeir sem eiga fyrirtæki hér þurfa að glíma við afleiðingar flóðsins. „Á svona klukkutíma varð allt orðið á floti og svona fimmtán sentimetra vatn yfir öllu. Það flæddi bara inn um allar fjórar hurðirnar,“ sagði Þórunn Ágústa Garðarsdóttir, eigandi veitingastaðarins Vitans í samtali við fréttastofu í dag. Vitinn var á floti í gær.Aðsend Þar var allt á floti í gær. Það stoppaði þó ekki eigendur staðarins í því að opna aftur í dag „Það er mikið skemmt, einhver tæki. Allar hurðir, gólfið. Það verið að skrapa gólfið hérna. Og innréttingar. Það á bara eftir að koma í ljós en að á meðan við getum gefið fólkinu mat þá erum við glöð.“ Braggaparkið á floti Í næsta nágrenni er Braggaparkið, hjólabrettavöllur Eika Helgasonar. Þar var allt á floti í gær. „Þetta var svakalegt. Fyrst ætluðum við að moka þessu út en svo föttuðum við að það var ekkert að fara að ganga. Þá tókum við það sem við gátum út og beiluðum út,“ sagði Eiki. Tjónið er töluvert en hann er ekki af baki dottinn. „Þetta er allt byggt á óvörðum spítum og krossviði. Maður var ekkert að hugsa um að verja þetta fyrir einhverju veðri hérna inni. Þannig að þetta verður einhver slatti af framkvæmdum framundan.“ Hjá Blikk- og tækniþjónustunni hleypu tjónið á tugum milljóna. Þar eru tvær vélar sem eru meginlífæð fyrirtækisins bilaðar eftir að vatn komst í rafkerfi þeirra. Mikið magn af efni er einnig ónýtt. Staðan fyrir utan Vitann í gær.Vísir/Tryggvi „Þessar plötur hér í þessum rekka þær eru faktískt séð ónýtar. Þær eru ekki góð söluvara lengur. Bara efnismagnið sem fór á kaf hérna myndi ég telja að væri á bílinu tuttugu milljónir,“ sagði Jónas Freyr Sigurbjörnsson, eigandi Blikk- og tækniþjónustunnar.
Óveður 25. september 2022 Veður Akureyri Náttúruhamfarir Veitingastaðir Hjólabretti Tengdar fréttir Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. 25. september 2022 20:10 Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 Eina hjólabrettaskálin á Íslandi að verða að veruleika Eina íslenska hjólabrettaskálin verður brátt að veruleika á Akureyri. Fjármögnun hennar kom úr óvæntri átt. 26. september 2020 11:01 Nennti ekki að bíða lengur og byggði hjólabrettavöll frá grunni Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. 27. mars 2020 09:02 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Sjá meira
Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. 25. september 2022 20:10
Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02
Eina hjólabrettaskálin á Íslandi að verða að veruleika Eina íslenska hjólabrettaskálin verður brátt að veruleika á Akureyri. Fjármögnun hennar kom úr óvæntri átt. 26. september 2020 11:01
Nennti ekki að bíða lengur og byggði hjólabrettavöll frá grunni Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. 27. mars 2020 09:02