Hörður hættir í Macland Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 22:59 Hörður Ágústsson hefur lengi verið kallaður Höddi í Macland eða Höddi Mac. STVF Hörður Ágústsson, einn stofnenda fyrirtækisins Macland, hefur ákveðið að hætta hjá fyrirtækinu. Hann segir viðskilnaðinn ljúfsáran en tímabært hafi verið að breyta til. Næstu mánuði mun hann vinna að verkefni með rafskútu- og deilibílaleigunni Hopp. „Það var kominn tími til þess að skipta um vettvang. Maður er búinn að vera lengi á sama staðnum og mig langaði að prófa mig í einhverju öðru. Ég var orðinn alveg ágætur í því að vinna í Apple-heiminum en maður gleymir því líka að þegar maður er búinn að vera í tólf ár í einhverju einu þá þarf maður kannski aðeins að ögra sér meira en það,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Úr stofunni heima Það eru komin 12 ár síðan fyrirtækið var stofnað og hefur það stækkað töluvert. Fyrsta búðin var opnuð árið 2010 í gamla Sirkushúsinu á Klapparstíg og var meðal annars á Laugavegi 17 í átta ár. Nú rekur Macland verslun og Apple-verkstæði í Kringlunni. „Það er gaman að horfa til baka. Það er svona það sem maður er búinn að vera að gera síðustu vikuna, bara að horfa til baka og sjá hvað þetta breyttist frá því að vera í stofunni heima hjá manni í eitthvað allt annað. Ekki bjóst maður við því að það myndi gerast,“ segir Hörður og hlær. „Ég er orðinn svo gamall“ Hörður segir of snemmt að gefa nánari upplýsingar um verkefnið sem hann kemur til að vinna að hjá Hopp en leggur áherslu á að verkefnið skipti hann miklu máli. Hann gerir ráð fyrir því að það verði kynnt fljótlega. Hörður segir Apple áhugann þó enn vera til staðar: „Það verður erfitt að breyta úr því úr þessu. Það er of seint að skipta, ég er orðinn svo gamall,“ segir hann og hlær. Hörður greindi frá tíðindunum á Twitter-síðu sinni og hefur fengið mikil viðbrögð við tístinu: RIP Höddi Mac. Elsku vinir, við Svala höfum sagt skilið við Macland. Þessum kafla í okkar lífi er nú lokið. RIP Höddi Mac 🙃Næstu mánuði mun ég vinna að gríðarlega spennandi verkefni með Hopp Reykjavík, m.a. Hopp deilibílum sem er mikið passion project fyrir mig persónulega. 🥰— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) September 26, 2022 Vistaskipti Tækni Apple Reykjavík Verslun Tímamót Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira
„Það var kominn tími til þess að skipta um vettvang. Maður er búinn að vera lengi á sama staðnum og mig langaði að prófa mig í einhverju öðru. Ég var orðinn alveg ágætur í því að vinna í Apple-heiminum en maður gleymir því líka að þegar maður er búinn að vera í tólf ár í einhverju einu þá þarf maður kannski aðeins að ögra sér meira en það,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Úr stofunni heima Það eru komin 12 ár síðan fyrirtækið var stofnað og hefur það stækkað töluvert. Fyrsta búðin var opnuð árið 2010 í gamla Sirkushúsinu á Klapparstíg og var meðal annars á Laugavegi 17 í átta ár. Nú rekur Macland verslun og Apple-verkstæði í Kringlunni. „Það er gaman að horfa til baka. Það er svona það sem maður er búinn að vera að gera síðustu vikuna, bara að horfa til baka og sjá hvað þetta breyttist frá því að vera í stofunni heima hjá manni í eitthvað allt annað. Ekki bjóst maður við því að það myndi gerast,“ segir Hörður og hlær. „Ég er orðinn svo gamall“ Hörður segir of snemmt að gefa nánari upplýsingar um verkefnið sem hann kemur til að vinna að hjá Hopp en leggur áherslu á að verkefnið skipti hann miklu máli. Hann gerir ráð fyrir því að það verði kynnt fljótlega. Hörður segir Apple áhugann þó enn vera til staðar: „Það verður erfitt að breyta úr því úr þessu. Það er of seint að skipta, ég er orðinn svo gamall,“ segir hann og hlær. Hörður greindi frá tíðindunum á Twitter-síðu sinni og hefur fengið mikil viðbrögð við tístinu: RIP Höddi Mac. Elsku vinir, við Svala höfum sagt skilið við Macland. Þessum kafla í okkar lífi er nú lokið. RIP Höddi Mac 🙃Næstu mánuði mun ég vinna að gríðarlega spennandi verkefni með Hopp Reykjavík, m.a. Hopp deilibílum sem er mikið passion project fyrir mig persónulega. 🥰— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) September 26, 2022
Vistaskipti Tækni Apple Reykjavík Verslun Tímamót Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira