Aukið álag vegna barna á flótta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. september 2022 21:01 Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir mikla þörf fyrir fleiri vistunarúrræði. Vísir/Sigurjón Málum vegna barna af erlendum uppruna hefur fjölgað nokkuð hjá Barnavernd Reykjavíkur. Framkvæmdastjórinn segir aukið álag vegna barna á flótta eftir að covid takmörkunum var aflétt. Fyrir um tveimur árum var sérstakt teymi stofnað hjá Barnavernd Reykjavíkur sem sinnir málum barna af erlendum uppruna og heimilisofbeldi. Á síðasta ári kom tvö hundruð og sjötíu og eitt mál inn á borð teymisins en yfir tvö hundruð börn af erlendum uppruna áttu mál til vinnslu. „Það er svona okkar tilfinning að það sé nokkur fjölgun í þessum málum og það er þannig líka að bara örfá mál geta í raun og veru valdið bara mjög miklum þunga á okkar kerfi þó að það séu kannski ekki einhver fjöldi mála þar á bak við. Það geta verið mörg börn í einni fjölskyldu eða eitthvað slíkt þar sem að þarf mikið inngrip eða mikla aðstoð,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Sem hlutfall af heildarfjölda tilkynninga til barnaverndar þá eru fleiri tilkynningar varðandi börn af erlendum uppruna heldur en endurspeglast sem fjölda þeirra af mannfjölda í Reykjavík. Þá hafi fleiri mál er varða börn á flótta komið inn á borð barnaverndar á þessu ári. „Við sjáum núna á þessu ári kannski svona eftir að covid takmörkunum létti þá sjáum við nokkurn þunga í málefnum flóttamanna og þeirra sem hingað eru að koma. Auðvitað bæði einhverra barna sem að koma frá Úkraínu ekki með forsjáraðilum og annað slíkt og svo líka bara flóttamenn sem eru koma annars staðar frá.“ Málin séu oft flókin. „Þetta eru bara oft mjög þung mál. Fólk er eins og gefur að skilja í afskaplega erfiðri stöðu á flótta. Það er í miklum vanda kannski bara í áfalli og erfitt auðvitað bara að halda utan um sín mál hvað þá ef að fólk er með mörg börn eða mörg lítil börn með sér að þá skapar það auðvitað enn þá meiri flækjur og þetta lendir gjarna á okkar borði.“ Réttindi barna Barnavernd Reykjavík Innflytjendamál Tengdar fréttir Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. 29. ágúst 2022 19:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fyrir um tveimur árum var sérstakt teymi stofnað hjá Barnavernd Reykjavíkur sem sinnir málum barna af erlendum uppruna og heimilisofbeldi. Á síðasta ári kom tvö hundruð og sjötíu og eitt mál inn á borð teymisins en yfir tvö hundruð börn af erlendum uppruna áttu mál til vinnslu. „Það er svona okkar tilfinning að það sé nokkur fjölgun í þessum málum og það er þannig líka að bara örfá mál geta í raun og veru valdið bara mjög miklum þunga á okkar kerfi þó að það séu kannski ekki einhver fjöldi mála þar á bak við. Það geta verið mörg börn í einni fjölskyldu eða eitthvað slíkt þar sem að þarf mikið inngrip eða mikla aðstoð,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Sem hlutfall af heildarfjölda tilkynninga til barnaverndar þá eru fleiri tilkynningar varðandi börn af erlendum uppruna heldur en endurspeglast sem fjölda þeirra af mannfjölda í Reykjavík. Þá hafi fleiri mál er varða börn á flótta komið inn á borð barnaverndar á þessu ári. „Við sjáum núna á þessu ári kannski svona eftir að covid takmörkunum létti þá sjáum við nokkurn þunga í málefnum flóttamanna og þeirra sem hingað eru að koma. Auðvitað bæði einhverra barna sem að koma frá Úkraínu ekki með forsjáraðilum og annað slíkt og svo líka bara flóttamenn sem eru koma annars staðar frá.“ Málin séu oft flókin. „Þetta eru bara oft mjög þung mál. Fólk er eins og gefur að skilja í afskaplega erfiðri stöðu á flótta. Það er í miklum vanda kannski bara í áfalli og erfitt auðvitað bara að halda utan um sín mál hvað þá ef að fólk er með mörg börn eða mörg lítil börn með sér að þá skapar það auðvitað enn þá meiri flækjur og þetta lendir gjarna á okkar borði.“
Réttindi barna Barnavernd Reykjavík Innflytjendamál Tengdar fréttir Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. 29. ágúst 2022 19:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. 29. ágúst 2022 19:11