Hvort viljum við vera veik- eða sterklega byggð? Ástþór Ólafsson skrifar 28. september 2022 12:00 Í gegnum aldanna rás hefur okkur verið kennt að við séum með svokallað drápseðli. Það hefur gefið mannfólkinu afsökun að ráðast á annað fólk með ofbeldi í alls konar mynd. Þetta drápseðli kemur vissulega frá steinaldarmanninum og veiðimanninum sem báðir þurftu að drepa til að lifa af. En í dag býr fólk í siðmenntuðu samfélagi þar sem drápseðlið hefur þróast í meðvitund um siðferðilegar hvatir. Þannig breytingar búnar að eiga sér stað að stórum hluta í vestrænu samfélagi en vissulega eru staðir þar sem þetta er viðurkennt. Þar af leiðandi hefur það verið byggt á misskilningi að við búum yfir einhverju drápseðli sem er ekkert ósvipað og að dýr séu með meðvitund um siðferði. Vegna þess að munurinn á okkur í dag og þá eða þegar við líktumst dýrunum meir er að við höfum öðlast meðvitund. Það gerir það að verkum að við getum hugsað um daginn í gær, í dag og hvað mögulega gerist á morgun. Með þessu höfum við öðlast sömuleiðis siðgæðisvitund sem við höfum til að nema hvað er rétt og rangt, gott eða vont eða nauðsynlegt að hverju sinni. Það þýðir að við getum tekið afstöðu gagnvart hlutum og hugmyndum um siðferði o.s.frv. En af einhverjum hluta til virðist vera ákjósanlegt að velja þetta drápseðli eins og okkur langi að vera eins og dýrin. Sum staðar þarf að bjarga sér og þá er drápseðlið eina í stöðunni en þegar við erum að tala um vestrænt umhverfi þar sem forréttindi og þægindi eru í miklum mæli þá hljótum við að spyrja af hverju drápseðlið? Af hverju viðgengst ofbeldi eins og það sé eina haldreipið til að öðlast sjálfstraust og sjálfsöryggi? Hvað veldur því að fólk sem lifir í forréttindum velur að stunda ofbeldi með einhverjum hætti? Þetta eru allt gagnlegar spurningar og hef við horfum til þróunarkenningu Darwins, persónuleika kenningu Freuds og sameinaða dulvitund Jungs þá er hægt að skilja þetta betur. Þróunarkenning Darwins Líffræðingurinn Charles Darwin (1809-1882) kom fram sennilega með eina merkustu hugmynd er snýr að hugsun mannsins síðan að Kópernikus kom fram með að sólin snýst í kringum jörðina og öfugt. En Darwin komst að þeirri niðurstöðu að við mannfólkið þróumst frá dýrunum og dýrin myndu innihalda marga þá eiginleika sem mannfólkið felur í sér í dag. En hann var sá fyrsti til að skilja af hverju mannfólkið hagaði sér eins og það ætti jörðina og dýrin væri þeirra þjónar. Það er þessi meðvitund um að velja á milli hvað hentar af hverju sinni vegna þess að dýrin geta einungis valið á milli hvað er að gerast núna eins og að borða, sofa, stunda samneyti og veiða. En mannfólkið getur valið hvenær það gerir þetta og hefur þar af leiðandi ákvörðunarvald til að svala þessum þörfum þegar tími og rúm segir til um. Með þessu getur mannfólkið valið meira hvenær það vill sofa, borða, stunda samneyti og veiða (Tarnas, 2010). En Darwin var ekki kominn á þá leið og skoða af hverju er verið að beita ofbeldi hvívetna og hvað drífur mannfólkið til að beita ofbeldi. Þaðið, sjálfið og yfirsjálfið Sálgreinandinn og geðlæknirinn Sigmund Freud (1856-1939) er talinn vera sá fyrsti sem gefur ofbeldinu gaum enda hóf hann sína vegferð að sálarlífi mannfólksins og hverjar voru þeirra hvatir. En hann komst að þessu fyrir slysni eins og margt annað í vísindunum. Eftir fjöldan allan af samtölum við fólk út samfélaginu rampaði hann inn á áhugaverða kenningu varðandi eðli mannsins eða hvernig persónuleiki hans væri byggður upp. Hann komst að því að meðvitund mannfólksins skiptist í þrennt; þaðið (id), sjálfið (ego) og yfirsjálfið (superego). Þaðið eru dýrslegu hvatirnar eins og að borða, sofa, stunda samneyti og veiða. Yfirsjálfið er siðferðilegt vald sem snýr að röngu og réttu, góðu og vondu eða hvað telst vera nauðsynlegt að hverju sinni en er í sterkum tengslum við foreldra, stofnanir o.s.frv. Sjálfið er eðli mannsins í samspili við þaðið og yfirsjálfið. Þannig að velja hvað hentar af dýrslegum hvötum í sambandi við siðferðilega valdið er togstreitan. Þarna má eiginlega segja að Freud hafi afhjúpað mannfólkið og komst að því af hverju mannfólkið væri að stunda ofbeldi. Mannfólkið vill nefnilega geta valið að uppfylla dýrslegu hvatirnar á sama tíma reyna að komast undan siðferðislega valdinu (Freud, 2021). Þarna er hægt að horfa til ofbeldis í hvaða mynd út í samfélaginu. En hans útskýringar voru byggðar á hvötum karla sem beitu konum ofbeldi með valdi og niðurlægingu. Sameinuð dulvitund Annar sálgreinandi og geðlæknirinn Carl Jung (1875-1961) fór að velta þessu með dulvitund í samfélaginu. Hann var á sömu vegferð og Freud nema hann vildi skilja af hverju hópur fólks væri að beita ofbeldi og hvað lægi þar að baki. Hann taldi að við værum að berjast við að breyta dulvituðum í meðvitaðar hvatir. Þær dulvituðu væru tengdar okkar fjölskyldu eins og hvatir móður, föður, ömmu, afa o.s.frv. Að þessar hvatir gætu verið drifnar af illsku og góðmennsku en að komast í það seinna væri hægar sagt en gert. Vegna þess að við þyrftum að skilja illgjörnu hvatirnar til að geta nálgast þær góðu. Ef við myndu ekki skilja þær illgjörnu þá væru við drifin áfram af þeim án þess að við myndum viðurkenna og geta borið kennsl á að slíkt væri að eiga sér stað. Þær væru svokölluð dulvituð öfl sem myndu stýra okkur og þarna myndum við fremja verknað af hinu illa. Eina leiðin til að aðskilja okkur frá því illa væri að skilja það og sameina það því góða (Jung, 2009). Eins og barn sem elst upp á heimili þar sem áfengi er við hönd og ofbeldi er á heimilinu. Það eru miklar líkur að barnið eigi eftir að endurtaka þetta athafnamynstur í framtíðinni. En til að barnið sé ekki spegilmynd af hvötum foreldra sinna þá þarf barnið að aðskilja sig frá áfenginu og ofbeldinu til að geta staðsett sig með betri hætti í samfélaginu með tilliti til hvata sinnar. Ofbeldi út í samfélaginu Þegar þetta drápseðli í meðvitund út frá að velja að vera í dýrslegum hvötum til að berjast á móti siðferðislega valdinu í dulvituðu hvatarferðarlagi, þá skilur maður afstöðu fólks í lífinu. Fyrir það fyrsta þá erum við að lifa eftir gamalli uppskrift af lífinu sem er þessi steinaldarmaður að veiðimanninum í algjörri afneitun að við séum ekki eins og dýrin. Við erum nefnilega ekkert ósvipuð dýrunum en munurinn er að við getum tekið meðvitaða ákvörðun að beita ekki þessu drápseðli. En það hefur verið gild og góð afsökun til að sannfæra okkur um að lifa í þeirri blekkingu, að við séum þetta drápseðli. En þessi meðvitund getur einmitt gert okkur kleift að velja stað og stund til að fremja verknaðinn. Við gerum þetta þegar enginn sér og síðan klæðum við sjálf okkar í hinum fínustu klæðum til að sýnast siðmenntuð. Þetta tengist að vilja sjá fólk í fátækt, að vilja sjá fólk þjást, að vilja sjá fólk niðurbrotið enda er hægt að láta það verða að veruleika með óbeinum hætti. Það eru þessar dýrslegu hvatir að vilja rífa fólk í sig og tæta það í sundur en með málamiðlun við siðferðilega valdið. Við höfum nefnilega séð þetta áður og höfum lært af því. Við ráðum ekki við okkar dulvituðu hvatir vegna þess að hið vonda fær sína réttlætingu eftir hentisemi. Við viljum vera góð en hvatirnar segja annað. Við erum líka rifinn og tætt að innan sama hvað annar segir. En við viljum trúa því að svo sé ekki. Við réttlátum að brjóta á öðrum á meðan við fordæmum það annars staðar. Hvað er það annað en drápseðli í dulvituðum hvötum. Við erum líka framlenging af æsku okkar og hvað gerðist í æskunni. Ef við ólumst upp við aðstæður þar sem mikil óvirðing fyrir okkur og lífinu var þá munum við fara með það út í lífið. Af hverju fólk beitir ofbeldi er eingöngu af því að ofbeldið var inn á heimilinu eða okkar nærumhverfi sem gefur okkur ákveðna mynd og afstöðu með ofbeldinu. En margir halda að þeir geta leyst úr þessu með að endurtaka það sama þegar fram í sækir í lífinu sem er hinn mesti misskilningur en líka ósköp eðlilegt að halda sem svo. Við erum nefnilega uppsafnaðar hvatir sem við lærðum í lífinu á einhverjum tímapunkti. Þannig að til að leysa okkur frá þessum hvötum þá verðum við að skilja þessar hvatir til að geta stýrt þessum hvötum. Þannig lífið snýst um að byrja að skilja hvaðan koma þessar hvatir fyrir þeim veikbyggða manni til að geta skilið hvatirnar sem snúa að líkindi þess sterks byggða manns. Höfundur er seigluráðgjafi. Heimildir: Tarnas, R. (2010). The passion of the western mind: Understanding the ideas that have shaped our world view. New York: Penguine random house. Jung, G.C. (2009). The red book: A reader´s edition. (M. Kyburz., J. Peck., og S. Shamdasani þýddi). New York: W.W. Norton & company. Freud, S. (2021). Civilazation and it´s discontents. Í S. Moyn (ritstjóri), (J. Stratchey þýddi). New York: W.W. Norton & company. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Í gegnum aldanna rás hefur okkur verið kennt að við séum með svokallað drápseðli. Það hefur gefið mannfólkinu afsökun að ráðast á annað fólk með ofbeldi í alls konar mynd. Þetta drápseðli kemur vissulega frá steinaldarmanninum og veiðimanninum sem báðir þurftu að drepa til að lifa af. En í dag býr fólk í siðmenntuðu samfélagi þar sem drápseðlið hefur þróast í meðvitund um siðferðilegar hvatir. Þannig breytingar búnar að eiga sér stað að stórum hluta í vestrænu samfélagi en vissulega eru staðir þar sem þetta er viðurkennt. Þar af leiðandi hefur það verið byggt á misskilningi að við búum yfir einhverju drápseðli sem er ekkert ósvipað og að dýr séu með meðvitund um siðferði. Vegna þess að munurinn á okkur í dag og þá eða þegar við líktumst dýrunum meir er að við höfum öðlast meðvitund. Það gerir það að verkum að við getum hugsað um daginn í gær, í dag og hvað mögulega gerist á morgun. Með þessu höfum við öðlast sömuleiðis siðgæðisvitund sem við höfum til að nema hvað er rétt og rangt, gott eða vont eða nauðsynlegt að hverju sinni. Það þýðir að við getum tekið afstöðu gagnvart hlutum og hugmyndum um siðferði o.s.frv. En af einhverjum hluta til virðist vera ákjósanlegt að velja þetta drápseðli eins og okkur langi að vera eins og dýrin. Sum staðar þarf að bjarga sér og þá er drápseðlið eina í stöðunni en þegar við erum að tala um vestrænt umhverfi þar sem forréttindi og þægindi eru í miklum mæli þá hljótum við að spyrja af hverju drápseðlið? Af hverju viðgengst ofbeldi eins og það sé eina haldreipið til að öðlast sjálfstraust og sjálfsöryggi? Hvað veldur því að fólk sem lifir í forréttindum velur að stunda ofbeldi með einhverjum hætti? Þetta eru allt gagnlegar spurningar og hef við horfum til þróunarkenningu Darwins, persónuleika kenningu Freuds og sameinaða dulvitund Jungs þá er hægt að skilja þetta betur. Þróunarkenning Darwins Líffræðingurinn Charles Darwin (1809-1882) kom fram sennilega með eina merkustu hugmynd er snýr að hugsun mannsins síðan að Kópernikus kom fram með að sólin snýst í kringum jörðina og öfugt. En Darwin komst að þeirri niðurstöðu að við mannfólkið þróumst frá dýrunum og dýrin myndu innihalda marga þá eiginleika sem mannfólkið felur í sér í dag. En hann var sá fyrsti til að skilja af hverju mannfólkið hagaði sér eins og það ætti jörðina og dýrin væri þeirra þjónar. Það er þessi meðvitund um að velja á milli hvað hentar af hverju sinni vegna þess að dýrin geta einungis valið á milli hvað er að gerast núna eins og að borða, sofa, stunda samneyti og veiða. En mannfólkið getur valið hvenær það gerir þetta og hefur þar af leiðandi ákvörðunarvald til að svala þessum þörfum þegar tími og rúm segir til um. Með þessu getur mannfólkið valið meira hvenær það vill sofa, borða, stunda samneyti og veiða (Tarnas, 2010). En Darwin var ekki kominn á þá leið og skoða af hverju er verið að beita ofbeldi hvívetna og hvað drífur mannfólkið til að beita ofbeldi. Þaðið, sjálfið og yfirsjálfið Sálgreinandinn og geðlæknirinn Sigmund Freud (1856-1939) er talinn vera sá fyrsti sem gefur ofbeldinu gaum enda hóf hann sína vegferð að sálarlífi mannfólksins og hverjar voru þeirra hvatir. En hann komst að þessu fyrir slysni eins og margt annað í vísindunum. Eftir fjöldan allan af samtölum við fólk út samfélaginu rampaði hann inn á áhugaverða kenningu varðandi eðli mannsins eða hvernig persónuleiki hans væri byggður upp. Hann komst að því að meðvitund mannfólksins skiptist í þrennt; þaðið (id), sjálfið (ego) og yfirsjálfið (superego). Þaðið eru dýrslegu hvatirnar eins og að borða, sofa, stunda samneyti og veiða. Yfirsjálfið er siðferðilegt vald sem snýr að röngu og réttu, góðu og vondu eða hvað telst vera nauðsynlegt að hverju sinni en er í sterkum tengslum við foreldra, stofnanir o.s.frv. Sjálfið er eðli mannsins í samspili við þaðið og yfirsjálfið. Þannig að velja hvað hentar af dýrslegum hvötum í sambandi við siðferðilega valdið er togstreitan. Þarna má eiginlega segja að Freud hafi afhjúpað mannfólkið og komst að því af hverju mannfólkið væri að stunda ofbeldi. Mannfólkið vill nefnilega geta valið að uppfylla dýrslegu hvatirnar á sama tíma reyna að komast undan siðferðislega valdinu (Freud, 2021). Þarna er hægt að horfa til ofbeldis í hvaða mynd út í samfélaginu. En hans útskýringar voru byggðar á hvötum karla sem beitu konum ofbeldi með valdi og niðurlægingu. Sameinuð dulvitund Annar sálgreinandi og geðlæknirinn Carl Jung (1875-1961) fór að velta þessu með dulvitund í samfélaginu. Hann var á sömu vegferð og Freud nema hann vildi skilja af hverju hópur fólks væri að beita ofbeldi og hvað lægi þar að baki. Hann taldi að við værum að berjast við að breyta dulvituðum í meðvitaðar hvatir. Þær dulvituðu væru tengdar okkar fjölskyldu eins og hvatir móður, föður, ömmu, afa o.s.frv. Að þessar hvatir gætu verið drifnar af illsku og góðmennsku en að komast í það seinna væri hægar sagt en gert. Vegna þess að við þyrftum að skilja illgjörnu hvatirnar til að geta nálgast þær góðu. Ef við myndu ekki skilja þær illgjörnu þá væru við drifin áfram af þeim án þess að við myndum viðurkenna og geta borið kennsl á að slíkt væri að eiga sér stað. Þær væru svokölluð dulvituð öfl sem myndu stýra okkur og þarna myndum við fremja verknað af hinu illa. Eina leiðin til að aðskilja okkur frá því illa væri að skilja það og sameina það því góða (Jung, 2009). Eins og barn sem elst upp á heimili þar sem áfengi er við hönd og ofbeldi er á heimilinu. Það eru miklar líkur að barnið eigi eftir að endurtaka þetta athafnamynstur í framtíðinni. En til að barnið sé ekki spegilmynd af hvötum foreldra sinna þá þarf barnið að aðskilja sig frá áfenginu og ofbeldinu til að geta staðsett sig með betri hætti í samfélaginu með tilliti til hvata sinnar. Ofbeldi út í samfélaginu Þegar þetta drápseðli í meðvitund út frá að velja að vera í dýrslegum hvötum til að berjast á móti siðferðislega valdinu í dulvituðu hvatarferðarlagi, þá skilur maður afstöðu fólks í lífinu. Fyrir það fyrsta þá erum við að lifa eftir gamalli uppskrift af lífinu sem er þessi steinaldarmaður að veiðimanninum í algjörri afneitun að við séum ekki eins og dýrin. Við erum nefnilega ekkert ósvipuð dýrunum en munurinn er að við getum tekið meðvitaða ákvörðun að beita ekki þessu drápseðli. En það hefur verið gild og góð afsökun til að sannfæra okkur um að lifa í þeirri blekkingu, að við séum þetta drápseðli. En þessi meðvitund getur einmitt gert okkur kleift að velja stað og stund til að fremja verknaðinn. Við gerum þetta þegar enginn sér og síðan klæðum við sjálf okkar í hinum fínustu klæðum til að sýnast siðmenntuð. Þetta tengist að vilja sjá fólk í fátækt, að vilja sjá fólk þjást, að vilja sjá fólk niðurbrotið enda er hægt að láta það verða að veruleika með óbeinum hætti. Það eru þessar dýrslegu hvatir að vilja rífa fólk í sig og tæta það í sundur en með málamiðlun við siðferðilega valdið. Við höfum nefnilega séð þetta áður og höfum lært af því. Við ráðum ekki við okkar dulvituðu hvatir vegna þess að hið vonda fær sína réttlætingu eftir hentisemi. Við viljum vera góð en hvatirnar segja annað. Við erum líka rifinn og tætt að innan sama hvað annar segir. En við viljum trúa því að svo sé ekki. Við réttlátum að brjóta á öðrum á meðan við fordæmum það annars staðar. Hvað er það annað en drápseðli í dulvituðum hvötum. Við erum líka framlenging af æsku okkar og hvað gerðist í æskunni. Ef við ólumst upp við aðstæður þar sem mikil óvirðing fyrir okkur og lífinu var þá munum við fara með það út í lífið. Af hverju fólk beitir ofbeldi er eingöngu af því að ofbeldið var inn á heimilinu eða okkar nærumhverfi sem gefur okkur ákveðna mynd og afstöðu með ofbeldinu. En margir halda að þeir geta leyst úr þessu með að endurtaka það sama þegar fram í sækir í lífinu sem er hinn mesti misskilningur en líka ósköp eðlilegt að halda sem svo. Við erum nefnilega uppsafnaðar hvatir sem við lærðum í lífinu á einhverjum tímapunkti. Þannig að til að leysa okkur frá þessum hvötum þá verðum við að skilja þessar hvatir til að geta stýrt þessum hvötum. Þannig lífið snýst um að byrja að skilja hvaðan koma þessar hvatir fyrir þeim veikbyggða manni til að geta skilið hvatirnar sem snúa að líkindi þess sterks byggða manns. Höfundur er seigluráðgjafi. Heimildir: Tarnas, R. (2010). The passion of the western mind: Understanding the ideas that have shaped our world view. New York: Penguine random house. Jung, G.C. (2009). The red book: A reader´s edition. (M. Kyburz., J. Peck., og S. Shamdasani þýddi). New York: W.W. Norton & company. Freud, S. (2021). Civilazation and it´s discontents. Í S. Moyn (ritstjóri), (J. Stratchey þýddi). New York: W.W. Norton & company.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun