Ódýrara að fá erlenda leikmenn og Íslendingar vilja ekki koma vestur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2022 10:01 Tólf erlendir leikmenn eru samningsbundnir Herði. vísir/hulda margrét Ekkert gekk hjá Herði að fá íslenska leikmenn til liðsins og því var á leitað á erlend mið. Erlendir leikmenn eru mun ódýrari en Íslendingar að sögn formanns handknattleiksdeildar Harðar. Hörður hefur samið við fjóra brasilíska leikmenn á síðustu dögum. Fyrir hjá Herði eru átta aðrir erlendir leikmenn. „Við höfum stanslaust reynt að finna Íslendinga. Mér finnst það hafa vantað í umræðuna. Margir gera ráð fyrir því að við viljum bara fá útlendinga en það er alls ekki staðan. Það virðist vera að einhverjir Íslendingar vilji ekki koma á Ísafjörð. Þetta er náttúrúlega úti á landi og veturinn harður. Okkur hefur gengið betur að semja við erlenda leikmenn,“ sagði Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, í samtali við Vísi. Töluðu við alla Íslendinga sem þeim datt í hug Sem fyrr sagði er Hörður með hellings útgerð, tólf erlenda leikmenn á samningi og leggja mikið undir til að halda sér í Olís-deildinni. Augljósa, en kannski einfalda, spurningin er hvort Hörður hefur efni á þessu? „Ástæðan fyrir því að við tökum erlenda leikmenn er að það er ódýrara fyrir okkur en að vera með Íslendinga. Við útvegum þeim vinnu á meðan Íslendingarnir vilja íbúð, bíl og 4-500.000 krónur í vasann. Við erum bara lítið félag. Þetta er leiðin sem við getum farið. Hitt er ekki möguleiki. Við höfum margreynt að semja við Íslendinga. Við töluðum við slatta af Íslendingum fyrir tímabilið; alla sem okkur datt í hug,“ sagði Vigdís. Noah Bardou er fulltrúi Frakklands í leikmannahópi Harðar.vísir/hulda margrét „Þetta er heljarinnar batterí og við þökkum styrktaraðilum okkar fyrir að geta farið þessa leið. Svona náum við að halda kostnaðinum í lágmarki.“ Að sögn Vigdísar eru allir erlendu leikmenn Harðar í vinnu meðfram handboltanum. Og félagið semur ekki við leikmenn nema þeir vinni með. Vigdís segir ganga vel að halda þessum fjölþjóðlega leikmannahópi Harðar saman. „Við erum ótrúlega samrýnt samfélag. Við hjálpumst við að láta þetta ganga upp.“ Búa með fimm leikmönnum og fimm köttum Vigdís er kona Óla Björns Vilhjálmssonar, fyrirliða Harðar. Eins og fram kom í viðtali við hann í síðustu viku búa fimm samherjar hans með honum. „Við búum í stóru húsi og annars væri þetta ekkert hægt. En fimm er í það mesta. Við útbjuggum tvær íbúðir inni hjá okkur þegar þetta ævintýri hófst,“ sagði Vigdís. Kattaunnandinn Tadeo Salduna.vísir/hulda margrét Argentínumaðurinn Tadeo Salduna hefur verið hjá Herði síðan uppgangur félagsins hófst fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa búið á nokkrum stöðum á Ísafirði fluttist hann til þeirra Vigdísar og Óla. Nokkru síðar útvegaði Vigdís honum félagsskap sem margfaldaðist nokkuð, ef svo má segja. „Kötturinn sem við eigum varð víst óléttur og eignaðist fjóra kettlinga. Tadeo hafði ekki komist heim til sín lengi og ég gaf honum kött í fyrra. Hann hefur búið lengst hjá okkur. Hann var orðinn dálítið leiður á að flakka um bæinn þannig við gáfum honum herbergi hjá okkur og sagði að hann þyrfti ekkert að flytja. Og gaf honum kött til að sýna það. Hann er mikill kattamaður og á fullt af köttum heima,“ sagði Vigdís. Reddast allt á endanum Þegar Tadeo fór heim til sín í sumar þurfti Vigdís að passa köttinn. Hann slapp út og þá komu kettlingarnir undir. „Hann kennir mér um þetta. Kötturinn fékk aldrei að fara út fyrr en ég fór að passa hana. Ég leyfði henni að fara út og hún varð ólétt. Þetta er smá vesen. Ég vissi ekki einu sinni að hún væri ólétt. Hún fæddi bara í barnarúminu eina nóttina. Ég sendi skilaboð á Tadeo að hann yrði að koma strax aftur heim,“ sagði Vigdís skellihlæjandi. Mikið líf er á heimili fyrirliða Harðar, Óla Björns Vilhjálmssonar.vísir/hulda margrét Enn á eftir að finna samastað fyrir Brasilíumennina fjóra sem tínast til landsins á næstu dögum. „Það er í skoðun, hvort við leigjum íbúð eða hvað. Þetta reddast allt á endanum,“ sagði Vigdís að lokum. Hörður sækir ÍR heim í nýliðaslag í 4. umferð Olís-deildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olís-deild karla Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira
Hörður hefur samið við fjóra brasilíska leikmenn á síðustu dögum. Fyrir hjá Herði eru átta aðrir erlendir leikmenn. „Við höfum stanslaust reynt að finna Íslendinga. Mér finnst það hafa vantað í umræðuna. Margir gera ráð fyrir því að við viljum bara fá útlendinga en það er alls ekki staðan. Það virðist vera að einhverjir Íslendingar vilji ekki koma á Ísafjörð. Þetta er náttúrúlega úti á landi og veturinn harður. Okkur hefur gengið betur að semja við erlenda leikmenn,“ sagði Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, í samtali við Vísi. Töluðu við alla Íslendinga sem þeim datt í hug Sem fyrr sagði er Hörður með hellings útgerð, tólf erlenda leikmenn á samningi og leggja mikið undir til að halda sér í Olís-deildinni. Augljósa, en kannski einfalda, spurningin er hvort Hörður hefur efni á þessu? „Ástæðan fyrir því að við tökum erlenda leikmenn er að það er ódýrara fyrir okkur en að vera með Íslendinga. Við útvegum þeim vinnu á meðan Íslendingarnir vilja íbúð, bíl og 4-500.000 krónur í vasann. Við erum bara lítið félag. Þetta er leiðin sem við getum farið. Hitt er ekki möguleiki. Við höfum margreynt að semja við Íslendinga. Við töluðum við slatta af Íslendingum fyrir tímabilið; alla sem okkur datt í hug,“ sagði Vigdís. Noah Bardou er fulltrúi Frakklands í leikmannahópi Harðar.vísir/hulda margrét „Þetta er heljarinnar batterí og við þökkum styrktaraðilum okkar fyrir að geta farið þessa leið. Svona náum við að halda kostnaðinum í lágmarki.“ Að sögn Vigdísar eru allir erlendu leikmenn Harðar í vinnu meðfram handboltanum. Og félagið semur ekki við leikmenn nema þeir vinni með. Vigdís segir ganga vel að halda þessum fjölþjóðlega leikmannahópi Harðar saman. „Við erum ótrúlega samrýnt samfélag. Við hjálpumst við að láta þetta ganga upp.“ Búa með fimm leikmönnum og fimm köttum Vigdís er kona Óla Björns Vilhjálmssonar, fyrirliða Harðar. Eins og fram kom í viðtali við hann í síðustu viku búa fimm samherjar hans með honum. „Við búum í stóru húsi og annars væri þetta ekkert hægt. En fimm er í það mesta. Við útbjuggum tvær íbúðir inni hjá okkur þegar þetta ævintýri hófst,“ sagði Vigdís. Kattaunnandinn Tadeo Salduna.vísir/hulda margrét Argentínumaðurinn Tadeo Salduna hefur verið hjá Herði síðan uppgangur félagsins hófst fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa búið á nokkrum stöðum á Ísafirði fluttist hann til þeirra Vigdísar og Óla. Nokkru síðar útvegaði Vigdís honum félagsskap sem margfaldaðist nokkuð, ef svo má segja. „Kötturinn sem við eigum varð víst óléttur og eignaðist fjóra kettlinga. Tadeo hafði ekki komist heim til sín lengi og ég gaf honum kött í fyrra. Hann hefur búið lengst hjá okkur. Hann var orðinn dálítið leiður á að flakka um bæinn þannig við gáfum honum herbergi hjá okkur og sagði að hann þyrfti ekkert að flytja. Og gaf honum kött til að sýna það. Hann er mikill kattamaður og á fullt af köttum heima,“ sagði Vigdís. Reddast allt á endanum Þegar Tadeo fór heim til sín í sumar þurfti Vigdís að passa köttinn. Hann slapp út og þá komu kettlingarnir undir. „Hann kennir mér um þetta. Kötturinn fékk aldrei að fara út fyrr en ég fór að passa hana. Ég leyfði henni að fara út og hún varð ólétt. Þetta er smá vesen. Ég vissi ekki einu sinni að hún væri ólétt. Hún fæddi bara í barnarúminu eina nóttina. Ég sendi skilaboð á Tadeo að hann yrði að koma strax aftur heim,“ sagði Vigdís skellihlæjandi. Mikið líf er á heimili fyrirliða Harðar, Óla Björns Vilhjálmssonar.vísir/hulda margrét Enn á eftir að finna samastað fyrir Brasilíumennina fjóra sem tínast til landsins á næstu dögum. „Það er í skoðun, hvort við leigjum íbúð eða hvað. Þetta reddast allt á endanum,“ sagði Vigdís að lokum. Hörður sækir ÍR heim í nýliðaslag í 4. umferð Olís-deildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Olís-deild karla Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira