„Væru allir að skammast og kvarta ef Vanda hefði ekki hringt í Heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2022 08:25 Vanda Sigurgeirsdóttir hefur stutt dyggilega við bakið á Arnari Þór Viðarssyni, jafnvel þótt hún hafi haft samband við Heimi Hallgrímsson. vísir/vilhelm Þorkell Máni Pétursson sér ekkert athugavert við að Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hafi rætt við Heimi Hallgrímssyni um möguleikann á að taka við íslenska karlalandsliðinu. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagðist Vanda hafa rætt við Heimi í sumar þótt Arnar Þór Viðarsson væri í starfi sem landsliðsþjálfari. Enginn frekari ávöxtur varð þó úr viðræðunum og Heimir tók síðan við landsliði Jamaíku. „Það var fullkomlega eðlilegt að hún skyldi tala við Heimi. Landsleikjahrinurnar hafa ekkert verið frábærar og það væri skrítið ef formaður KSÍ hefði ekki hringt í sigursælasta þjálfara landsins og spurt hvort hann væri á lausu ef illa myndi ganga áfram,“ sagði Máni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. „Mér fannst líka frábært að Vanda gekkst við því að eiga símtalið. Hún tók ekki upp á því, sem hefur oft gerst þegar erfiðar spurningar koma, að segja ekki satt og rétt frá. Mér fannst líka rétt að hún hafi ekki sagt hvað nákvæmlega fór þeirra á milli. Mér finnst formaður KSÍ hafa staðið sig mjög vel í þessu máli.“ Gaman að æsa fólk eða klaufaskapur? Ekki er annað hægt að segja að Arnar Þór hafi verið með vindinn í fangið, allt frá því hann tók við landsliðinu undir lok árs 2020. Mikið hefur gengið á utan vallar og gengið inni á vellinum hefur ekki verið upp á marga fiska. „Hann hefur ekki verið í miklu sambandi við hina svokölluðu sparksérfræðinga í gegnum tíðina. Hann hefur verið búsettur í Belgíu og hefur verið þar stærstan hluta ævinnar. Ég held að það hjálpi honum ekki,“ sagði Máni. Klippa: Máni um landsliðið „Menn verða líka að átta sig á því að Arnar Þór Viðarsson hefur ekki gengið í gegnum neitt eðlilegt ástand með landsliðið. Þetta er einsdæmi með landsliðsþjálfara. Svo hefur hann líka stundum verið sjálfum sér verstur þegar kemur að svörum og annað. Við vitum ekki hvort þetta sé klaufaskapur eða hvort hann hafi gaman að því að æsa upp í liði eins og hann hefur kyn til.“ Eitthvað spennandi að gerast Öfugt við marga er Máni nokkuð sáttur með störf Arnars Þórs og sér ekki marga aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara. „Mér finnst ekkert benda til þess að Arnar Þór Viðarsson sé ekki endilega ekki rétti maðurinn í starfið. Það sem mér finnst verst eru átök við leikmenn, góða og mikla lykilmenn. Þetta er samskiptavandi sem þyrfti að laga. En ég held að næstu landsleikjagluggar ráði því hvort við séum á réttri vegferð,“ sagði Máni. „Það er ekki hægt að neita því, alveg sama hvað við reynum, að árangur landsliðsins hefur bara verið nokkuð fínn. Sjö strákar sem eru löglegir með U-21 árs landsliðinu hafa spilað með A-landsliðinu. Við erum að búa til nýtt landslið og það er eitthvað spennandi að gerast.“ Hann veit hvernig hlutirnir ganga fyrir sig Máni ítrekar að Vanda hafi leikið réttan leik í stöðunni þegar hún hafði samband við Heimi. „Það var fullkomlega eðlilegt að Vanda hafi átt þetta símtal. Það væru allir að skammast og kvarta yfir því ef hún hefði ekki gert þetta því stemmningin virðist oft vera þannig að ekkert sem KSÍ gerir sé rétt. Mér fannst hún gera þetta hárrétt og hárrétt hjá henni að gangast við þessu,“ sagði Máni. „Ég held að Arnar Þór Viðarsson taki þetta ekkert nærri sér. Hann er eldri en tvær vetur í þessu og veit alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ef hann skilar ekki árangri er hann úti og við þurfum besta mögulega manninn í starfið.“ Viðtalið við Mána má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta KSÍ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira
Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagðist Vanda hafa rætt við Heimi í sumar þótt Arnar Þór Viðarsson væri í starfi sem landsliðsþjálfari. Enginn frekari ávöxtur varð þó úr viðræðunum og Heimir tók síðan við landsliði Jamaíku. „Það var fullkomlega eðlilegt að hún skyldi tala við Heimi. Landsleikjahrinurnar hafa ekkert verið frábærar og það væri skrítið ef formaður KSÍ hefði ekki hringt í sigursælasta þjálfara landsins og spurt hvort hann væri á lausu ef illa myndi ganga áfram,“ sagði Máni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. „Mér fannst líka frábært að Vanda gekkst við því að eiga símtalið. Hún tók ekki upp á því, sem hefur oft gerst þegar erfiðar spurningar koma, að segja ekki satt og rétt frá. Mér fannst líka rétt að hún hafi ekki sagt hvað nákvæmlega fór þeirra á milli. Mér finnst formaður KSÍ hafa staðið sig mjög vel í þessu máli.“ Gaman að æsa fólk eða klaufaskapur? Ekki er annað hægt að segja að Arnar Þór hafi verið með vindinn í fangið, allt frá því hann tók við landsliðinu undir lok árs 2020. Mikið hefur gengið á utan vallar og gengið inni á vellinum hefur ekki verið upp á marga fiska. „Hann hefur ekki verið í miklu sambandi við hina svokölluðu sparksérfræðinga í gegnum tíðina. Hann hefur verið búsettur í Belgíu og hefur verið þar stærstan hluta ævinnar. Ég held að það hjálpi honum ekki,“ sagði Máni. Klippa: Máni um landsliðið „Menn verða líka að átta sig á því að Arnar Þór Viðarsson hefur ekki gengið í gegnum neitt eðlilegt ástand með landsliðið. Þetta er einsdæmi með landsliðsþjálfara. Svo hefur hann líka stundum verið sjálfum sér verstur þegar kemur að svörum og annað. Við vitum ekki hvort þetta sé klaufaskapur eða hvort hann hafi gaman að því að æsa upp í liði eins og hann hefur kyn til.“ Eitthvað spennandi að gerast Öfugt við marga er Máni nokkuð sáttur með störf Arnars Þórs og sér ekki marga aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara. „Mér finnst ekkert benda til þess að Arnar Þór Viðarsson sé ekki endilega ekki rétti maðurinn í starfið. Það sem mér finnst verst eru átök við leikmenn, góða og mikla lykilmenn. Þetta er samskiptavandi sem þyrfti að laga. En ég held að næstu landsleikjagluggar ráði því hvort við séum á réttri vegferð,“ sagði Máni. „Það er ekki hægt að neita því, alveg sama hvað við reynum, að árangur landsliðsins hefur bara verið nokkuð fínn. Sjö strákar sem eru löglegir með U-21 árs landsliðinu hafa spilað með A-landsliðinu. Við erum að búa til nýtt landslið og það er eitthvað spennandi að gerast.“ Hann veit hvernig hlutirnir ganga fyrir sig Máni ítrekar að Vanda hafi leikið réttan leik í stöðunni þegar hún hafði samband við Heimi. „Það var fullkomlega eðlilegt að Vanda hafi átt þetta símtal. Það væru allir að skammast og kvarta yfir því ef hún hefði ekki gert þetta því stemmningin virðist oft vera þannig að ekkert sem KSÍ gerir sé rétt. Mér fannst hún gera þetta hárrétt og hárrétt hjá henni að gangast við þessu,“ sagði Máni. „Ég held að Arnar Þór Viðarsson taki þetta ekkert nærri sér. Hann er eldri en tvær vetur í þessu og veit alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ef hann skilar ekki árangri er hann úti og við þurfum besta mögulega manninn í starfið.“ Viðtalið við Mána má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti