Spænski miðillinn Sport greinir frá tíðindunum. Franska stórveldið PSG er í eigu Qatar Sport Investments (QSI), sem er fyrirtæki stofnað af katarska ríkinu til að fjárfesta í íþróttum og er fjármagnað af opinberum fjárfestingarsjóði Katar.
Al-Khelaifi er stjórnarformaður QSI auk þess að vera forseti PSG. QSI er sagt skoða möguleikann á að fjárfesta í fleiri knattspyrnufélögum til að byggja upp félagsliðanet, líkt og City Football Group, sem fjármagnað af opinberum fjárfestingasjóði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Enska félagið Manchester City í eigu þess eignarhaldsfélags, á meðal fjölda annarra félaga.
Espanyol hafi hins vegar sérstaklega orðið fyrir valinu sem lið til að kaupa vegna rígs sem hefur myndast milli PSG og Barcelona, en Espanyol er staðsett í Barcelona-borg. Katararnir sjá því fyrir sér að skaða Barcelona og búa til lið sem muni skyggja á liðið sem hefur verið það stærsta í borginni frá stofnun þess.