Verðbólga á miklu flugi í Hollandi: „Ég fékk áfall, þetta er hræðilegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2022 15:04 Verðbólga er víða á siglingu, sérstaklega í Hollandi. EPA-EFE/SEM VAN DER WAL Verðbólga í Hollandi mælist nú 17,1 prósent og hefur ekki verið hærri þar í landi frá tímum Seinni heimstyrjaldarinnar á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Fjármálaráðherra landsins segir tölurnar vera áfall. Líkt og víða um heim hefur verðbólga verið á flugi í Hollandi undanfari misseri. Um mitt síðasta ár mældist hún í kringum tvö prósent en hefur síðan þá vaxið ört. „Ég fékk áfall, þetta er hræðilegt,“ hefur hollenski miðillinn NOS eftir Sigrid Kaag, fjármálaráðherra Hollands. Bendir hún jafn framt á að ríkisstjórn Hollands hafi nýverið samþykkt aðgerðapakka upp á sautján milljarða evra, seme ætlaður sé að dempa áhrif verðbólgunnar á íbúa Hollands. Hækkandi orkuverð er aðaldrifkraftur verðbólgunnar í Hollandi, líkt og víðar í álfunni. Í Hollandi hefur orkuverð hækkað um 114 prósent á einu ári. This is one of the most unreal charts I have ever posted!#Inflation in the #Netherlands, my home country, has spiked to a surreal 17.1%. pic.twitter.com/FqtLI7HpXd— jeroen blokland (@jsblokland) September 30, 2022 Hagstofa Hollands vinnur nú að því að uppfæra reikniformúluna sem notað er til til að reikna verðbólgu, ekki síst þá hluta hennar sem snúa að orkuverði, í von um að hægt verði að endurspegla betur raunorkuverð. Núverandi formúla byggir á verði nýrra orkusamninga sem metnir séu á grunnverði. Raunin sé hins vegar sú að mörg heimili greiði lægra verð en þetta svokallaða grunnverð. Holland Orkumál Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Líkt og víða um heim hefur verðbólga verið á flugi í Hollandi undanfari misseri. Um mitt síðasta ár mældist hún í kringum tvö prósent en hefur síðan þá vaxið ört. „Ég fékk áfall, þetta er hræðilegt,“ hefur hollenski miðillinn NOS eftir Sigrid Kaag, fjármálaráðherra Hollands. Bendir hún jafn framt á að ríkisstjórn Hollands hafi nýverið samþykkt aðgerðapakka upp á sautján milljarða evra, seme ætlaður sé að dempa áhrif verðbólgunnar á íbúa Hollands. Hækkandi orkuverð er aðaldrifkraftur verðbólgunnar í Hollandi, líkt og víðar í álfunni. Í Hollandi hefur orkuverð hækkað um 114 prósent á einu ári. This is one of the most unreal charts I have ever posted!#Inflation in the #Netherlands, my home country, has spiked to a surreal 17.1%. pic.twitter.com/FqtLI7HpXd— jeroen blokland (@jsblokland) September 30, 2022 Hagstofa Hollands vinnur nú að því að uppfæra reikniformúluna sem notað er til til að reikna verðbólgu, ekki síst þá hluta hennar sem snúa að orkuverði, í von um að hægt verði að endurspegla betur raunorkuverð. Núverandi formúla byggir á verði nýrra orkusamninga sem metnir séu á grunnverði. Raunin sé hins vegar sú að mörg heimili greiði lægra verð en þetta svokallaða grunnverð.
Holland Orkumál Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira