Nægt vatn ekki tryggt á Hvanneyri fyrir slökkvilið Borgarbyggðar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. október 2022 16:16 Slökkviliðið rakst á vandamál á meðan á æfingu stóð. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Slökkivilið Borgarbyggðar framkvæmdi æfingar í Borgarnesi og á Hvanneyri þann 1. október síðastliðinn. Á meðan á æfingunni á Hvanneyri stóð á aðeins að hafa tekið nokkrar mínútur að tæma vatn úr dreifikerfi á svæðinu og varð vatnslaust í nærliggjandi byggð í kjölfarið. Æfingin á Hvanneyri fór fram í nýju hverfi á svæðinu, voru slöngur tengdar við brunahana og hafist handa við að dæla út vatni. Í kjölfarið hafi komið í ljós hversu lítið vatn væri í raun til staðar fyrir slökkviliðið. Skessuhorn greinir frá þessu. Slökkviliðsmenn eru sagðir ósáttir við stöðuna á svæðinu. Nauðsynlegt sé að Veitur uppfæri búnað á svæðinu til þess að þessi staða komi ekki upp oftar. Þar að auki sé ekkert laust pláss á Hvanneyri til þess að hýsa dælubíl liðsins og sé nú nauðsynlegt að færa bílinn yfir í aðra sveit, eða til slökkviliðsins á Bifröst. Húsnæðið sem bílinn var í áður var þó heldur ekki ætlað fyrir dælubíl eða starfsemi slökkviliðs yfir höfuð og hafi slökkviliðið haft undanþáguheimild til þess að geyma bílinn þar. Enginn dælubíll verði því staðsettur á Hvanneyri og sé það brot á reglugerðum þar sem að á öllum þéttbýlissvæðum þar sem séu fleiri en 300 eigi dælubíll að vera á svæðinu ásamt lágmarks búnaði. Íbúar á Hvanneyri hafi verið yfir lágmarkinu síðustu mánaðamót. Í skýrslu um stöðu slökkviliða árið 2021 sem gefin var út nú í október kemur fram að staða slökkviliða á Vesturlandi sé ábótavant. Sem dæmi má nefna að þrír slökkviliðsstjórar á Vesturlandi hafi metið sem svo að úrbætur mætti gera á dreifikerfi vatnsveitu og vatnsþrýstingi á starfssvæði slökkviliðsins sem eigi við. Fimm slökkvilið eru á Vesturlandi og því er ljóst að gera megi úrbætur á þessum málum hjá meirihluta slökkviliða á svæðinu. Þess má geta að samkvæmt fyrrnefdri skýrslu var slökkvilið Borgarbyggðar eina slökkviliðið á Vesturlandi með slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra í 100 prósent starfshlutfalli. Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Sjá meira
Æfingin á Hvanneyri fór fram í nýju hverfi á svæðinu, voru slöngur tengdar við brunahana og hafist handa við að dæla út vatni. Í kjölfarið hafi komið í ljós hversu lítið vatn væri í raun til staðar fyrir slökkviliðið. Skessuhorn greinir frá þessu. Slökkviliðsmenn eru sagðir ósáttir við stöðuna á svæðinu. Nauðsynlegt sé að Veitur uppfæri búnað á svæðinu til þess að þessi staða komi ekki upp oftar. Þar að auki sé ekkert laust pláss á Hvanneyri til þess að hýsa dælubíl liðsins og sé nú nauðsynlegt að færa bílinn yfir í aðra sveit, eða til slökkviliðsins á Bifröst. Húsnæðið sem bílinn var í áður var þó heldur ekki ætlað fyrir dælubíl eða starfsemi slökkviliðs yfir höfuð og hafi slökkviliðið haft undanþáguheimild til þess að geyma bílinn þar. Enginn dælubíll verði því staðsettur á Hvanneyri og sé það brot á reglugerðum þar sem að á öllum þéttbýlissvæðum þar sem séu fleiri en 300 eigi dælubíll að vera á svæðinu ásamt lágmarks búnaði. Íbúar á Hvanneyri hafi verið yfir lágmarkinu síðustu mánaðamót. Í skýrslu um stöðu slökkviliða árið 2021 sem gefin var út nú í október kemur fram að staða slökkviliða á Vesturlandi sé ábótavant. Sem dæmi má nefna að þrír slökkviliðsstjórar á Vesturlandi hafi metið sem svo að úrbætur mætti gera á dreifikerfi vatnsveitu og vatnsþrýstingi á starfssvæði slökkviliðsins sem eigi við. Fimm slökkvilið eru á Vesturlandi og því er ljóst að gera megi úrbætur á þessum málum hjá meirihluta slökkviliða á svæðinu. Þess má geta að samkvæmt fyrrnefdri skýrslu var slökkvilið Borgarbyggðar eina slökkviliðið á Vesturlandi með slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra í 100 prósent starfshlutfalli.
Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Sjá meira