Handboltaakademían spili stóra rullu í uppgangi handboltans á Selfossi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 23:31 Leikstjórnandinn Hergeir Grímsson í leik með Selfyssingum. Hann er leikmaður Stjörnunnar í dag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Undanfarin ár hafa Selfyssingar alið af sér marga af bestu handboltamönnum landsins. Á síðustu stórmótum hefur íslenska landsliðið verið þétt setið af Selfyssingum, en Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, segir að líklega sé það handboltaakademíunni á svæðinu að þakka. Hergeir, sem sjálfur er Selfyssingur, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, taldi upp nokkra af þeim handboltamönnum frá Selfossi sem hafa stigið fram í sviðsljósið undanfarin ár og spurði Hergeir svo út í það hvað það væri sem myndi valda því að svo margir frábærir handboltamenn komi frá þessu eina og sama bæjarfélaginu. „Það er náttúrulega bara mikil handboltamenning þarna. Það hafa verið frábærir þjálfarar þarna í gegnum tíðina, en þetta er erfið spurning,“ sagði Hergeir. „Það er bara mikill metnaður í mönnum þarna en ég veit svo sem ekki hvað það er sem gerir þetta sérstakt. Það er kannski handboltaakademían sem gæti hafa startað einhverju. Þar er farið yfir mjög mikla tækni, allavega þegar Basti [Sebastian Alexanderson] var með hana og ég var í henni.“ Eðlilega var Stefán forvitinn um akademíuna og Hergeir sagði frá því hvað færi þar fram. „Við fáum þetta metið [til eininga í Fjölbrautaskóla Suðurlands] og það eru kannski fimm sinnum í viku æfingar. Þetta eru lyftingar, það var verið að kenna okkur ólympískar lyftingar í þessu, og svo eru svona tækniæfingar í sal. Við vorum ekkert að hlaupa eða neitt, þetta voru bara tækniæfingar. Nota úlnliðinn, sitja og taka einhver undirhandaskot og allskonar. Þetta var bara á hverjum degi minnir mig,“ sagði Hergeir að lokum um handboltaakademíuna á Selfossi. Spjall Hergeirs við strákana í Seinni bylgjunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má svo finna með því að smella hér. Klippa: Hergeir Grímsson ræðir um handboltaakademíuna á Selfossi Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Handbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Sjá meira
Hergeir, sem sjálfur er Selfyssingur, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, taldi upp nokkra af þeim handboltamönnum frá Selfossi sem hafa stigið fram í sviðsljósið undanfarin ár og spurði Hergeir svo út í það hvað það væri sem myndi valda því að svo margir frábærir handboltamenn komi frá þessu eina og sama bæjarfélaginu. „Það er náttúrulega bara mikil handboltamenning þarna. Það hafa verið frábærir þjálfarar þarna í gegnum tíðina, en þetta er erfið spurning,“ sagði Hergeir. „Það er bara mikill metnaður í mönnum þarna en ég veit svo sem ekki hvað það er sem gerir þetta sérstakt. Það er kannski handboltaakademían sem gæti hafa startað einhverju. Þar er farið yfir mjög mikla tækni, allavega þegar Basti [Sebastian Alexanderson] var með hana og ég var í henni.“ Eðlilega var Stefán forvitinn um akademíuna og Hergeir sagði frá því hvað færi þar fram. „Við fáum þetta metið [til eininga í Fjölbrautaskóla Suðurlands] og það eru kannski fimm sinnum í viku æfingar. Þetta eru lyftingar, það var verið að kenna okkur ólympískar lyftingar í þessu, og svo eru svona tækniæfingar í sal. Við vorum ekkert að hlaupa eða neitt, þetta voru bara tækniæfingar. Nota úlnliðinn, sitja og taka einhver undirhandaskot og allskonar. Þetta var bara á hverjum degi minnir mig,“ sagði Hergeir að lokum um handboltaakademíuna á Selfossi. Spjall Hergeirs við strákana í Seinni bylgjunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má svo finna með því að smella hér. Klippa: Hergeir Grímsson ræðir um handboltaakademíuna á Selfossi
Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Handbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Sjá meira