Minna álag sé samvinnufúsum almenningi og góðum undirbúningi að þakka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. október 2022 11:53 Verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg segir góðan undirbúning almannavarna og samvinnufúsan almenning hafa stuðlað að því að verkefni björgunarsveita voru færri en ráð hafði verið gert fyrir vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær og í nótt en þau voru þrjátíu talsins. Veðurfræðingur segir veðurspár hafa ræst að mestu. Síðustu veðurviðvaranirnar féllu úr gildi klukkan níu í morgun og er það versta yfirstaðið. Óveðrið olli rafmagnstruflunum á Norðurlandi og foktjón varð á Austurlandi. Enn er lítið sem ekkert ferðaveður þar að sögn staðarlögreglu og eru flestar vegalokanir frá í gær enn í gildi. Á tímabili stefndi í fokskemmdir á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi en verkefnið var afgreitt hratt og vel auk þess sem björgunarsveitir þurftu að aðstoða sjúkrabíl á milli Egilsstaða og Neskaupstaðar. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að björgunarsveitir hafi haft talsvert að gera en þó ekki eins mikið og veðurspár gáfu fyrst til kynna. „Þessar mótvægisaðgerðir og undirbúningurinn er að skila sér. Fólk er að hlusta og fara eftir þeim fyrirmælum sem almannavarnir og lögregla gefa út og það skilar sér nákvæmlega svona; í færri verkefnum.“ Skráð verkefni eru þrjátíu talsins en björgunarsveitir þurftu líka að manna lokunarpósta þar sem ferðamönnum var snúið við og þeim gefnar ráðleggingar. „Langflest verkefnin voru á Norðurlandi og Austurlandi og þetta voru aðallega fastir bílar, fokverkefni, verið að aðstoða ferðamenn og svo var eitt dæluverkefni vegna vatnsleka og svo voru mörg verkefni sem við vorum að sinna sem tóku bara gríðarlega langan tíma vegna færðar og veðurs,“ segir Karen Ósk. Hefur veðrinu slotað? „Það versta er klárlega gengið yfir. Það er ennþá samt nokkuð hvasst austast á landinu, á Austfjörðum og austarlega undir Vatnajökli en það er samt byrjað að draga úr þessu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann bendir á að á næstu dögum sé spáð mun rólegra veðri.“ Rættust spárnar? „Við getum sagt að vindaspáin hafi ræst; vindurinn var nokkurn veginn eftir spánni en það er kannski erfiðara að meta úrkomuna því úrkoma mælist afskaplega illa í svona hvössum vindi en það verður bara að koma í ljós þegar menn fara á stjá núna í dag hversu mikill snjór er á heiðum og svona.“ Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. 8. október 2022 12:09 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Sjá meira
Síðustu veðurviðvaranirnar féllu úr gildi klukkan níu í morgun og er það versta yfirstaðið. Óveðrið olli rafmagnstruflunum á Norðurlandi og foktjón varð á Austurlandi. Enn er lítið sem ekkert ferðaveður þar að sögn staðarlögreglu og eru flestar vegalokanir frá í gær enn í gildi. Á tímabili stefndi í fokskemmdir á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi en verkefnið var afgreitt hratt og vel auk þess sem björgunarsveitir þurftu að aðstoða sjúkrabíl á milli Egilsstaða og Neskaupstaðar. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að björgunarsveitir hafi haft talsvert að gera en þó ekki eins mikið og veðurspár gáfu fyrst til kynna. „Þessar mótvægisaðgerðir og undirbúningurinn er að skila sér. Fólk er að hlusta og fara eftir þeim fyrirmælum sem almannavarnir og lögregla gefa út og það skilar sér nákvæmlega svona; í færri verkefnum.“ Skráð verkefni eru þrjátíu talsins en björgunarsveitir þurftu líka að manna lokunarpósta þar sem ferðamönnum var snúið við og þeim gefnar ráðleggingar. „Langflest verkefnin voru á Norðurlandi og Austurlandi og þetta voru aðallega fastir bílar, fokverkefni, verið að aðstoða ferðamenn og svo var eitt dæluverkefni vegna vatnsleka og svo voru mörg verkefni sem við vorum að sinna sem tóku bara gríðarlega langan tíma vegna færðar og veðurs,“ segir Karen Ósk. Hefur veðrinu slotað? „Það versta er klárlega gengið yfir. Það er ennþá samt nokkuð hvasst austast á landinu, á Austfjörðum og austarlega undir Vatnajökli en það er samt byrjað að draga úr þessu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann bendir á að á næstu dögum sé spáð mun rólegra veðri.“ Rættust spárnar? „Við getum sagt að vindaspáin hafi ræst; vindurinn var nokkurn veginn eftir spánni en það er kannski erfiðara að meta úrkomuna því úrkoma mælist afskaplega illa í svona hvössum vindi en það verður bara að koma í ljós þegar menn fara á stjá núna í dag hversu mikill snjór er á heiðum og svona.“
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. 8. október 2022 12:09 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Sjá meira
Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. 8. október 2022 12:09
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33
Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32