Phoenix vill verða fyrsti varaforseti ASÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2022 09:05 Phoenix hefur boðið sig fram sem fyrsti varaforseti ASÍ. Vísir Phoenix Jessica Ramos hefur tilkynnt framboð sitt til fyrsta varaforseta Alþýðusambands Íslands. Hún fer upp á móti Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, sem hefur verið fyrsti varaforseti undanfarið kjörtímabil og gegnt starfi forseta síðan Drífa Snædal sagði af sér embættinu. Fram kemur í tilkynningu frá Phoenix að henni þyki mikilvægt að konur veljist til forystu innan sambandsins og ekki síst konur af erlendum uppruna. Rúmlega fimmtungur félagsfólks, eða 22,5 prósent, innan ASÍ sé af erlendum uppruna. „80% af innflytjendum á vinnumarkaði eru félagar í félögum sem heyra undir ASÍ. Okkar raddir þurf að heyrast. Ég er félagi í VR og tel líka mikilvægt að VR eigi fulltrúa meðal varaforseta,“ skrifar Phoenix í yfirlýsingu sinni. Hún segist vilja leggja mesta áherslu á vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar. Hún hafi sjálf starfað sem vinnustaðaeftirlitsfulltrúi hjá Eflingu og kynnst í gegnum starfið þeirri umfangsmiklu brotastarfsemi sem lýðist á íslenskum vinnumarkaði. „Þolendur eru nánast alltaf láglaunafólk og oft af erlendum uppruna. Ég vil beita mér fyrir eflingu vinnustaðaeftirlitsins og um leið fyrir bættum réttindum launafólks og raunverulegum viðurlögum gegn launaþjófnaði og öðrum brotum á vinnumarkaði,“ skrifar Phoenix. „Ég er frá New York og flutti til Íslands árið 2015. Ég starfaði innan ferðaþjónustu fyrst um sinn og síðan ýmist í ferðaþjónustu eða verslun. Ég var trúnaðarmaður hjá VR hjá einu af fyrirtækjunum sem ég starfaði fyrir og varð þannig virk í verkalýðsbaráttunni.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt framboð til forseta ASÍ og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, tilkynnt framboð gegn honum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, til annars varaforseta sambandsins. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, sagst munu bjóða sig fram sem þriðji varaforseti. ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. 10. október 2022 16:58 Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Phoenix að henni þyki mikilvægt að konur veljist til forystu innan sambandsins og ekki síst konur af erlendum uppruna. Rúmlega fimmtungur félagsfólks, eða 22,5 prósent, innan ASÍ sé af erlendum uppruna. „80% af innflytjendum á vinnumarkaði eru félagar í félögum sem heyra undir ASÍ. Okkar raddir þurf að heyrast. Ég er félagi í VR og tel líka mikilvægt að VR eigi fulltrúa meðal varaforseta,“ skrifar Phoenix í yfirlýsingu sinni. Hún segist vilja leggja mesta áherslu á vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar. Hún hafi sjálf starfað sem vinnustaðaeftirlitsfulltrúi hjá Eflingu og kynnst í gegnum starfið þeirri umfangsmiklu brotastarfsemi sem lýðist á íslenskum vinnumarkaði. „Þolendur eru nánast alltaf láglaunafólk og oft af erlendum uppruna. Ég vil beita mér fyrir eflingu vinnustaðaeftirlitsins og um leið fyrir bættum réttindum launafólks og raunverulegum viðurlögum gegn launaþjófnaði og öðrum brotum á vinnumarkaði,“ skrifar Phoenix. „Ég er frá New York og flutti til Íslands árið 2015. Ég starfaði innan ferðaþjónustu fyrst um sinn og síðan ýmist í ferðaþjónustu eða verslun. Ég var trúnaðarmaður hjá VR hjá einu af fyrirtækjunum sem ég starfaði fyrir og varð þannig virk í verkalýðsbaráttunni.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt framboð til forseta ASÍ og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, tilkynnt framboð gegn honum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, til annars varaforseta sambandsins. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, sagst munu bjóða sig fram sem þriðji varaforseti.
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. 10. október 2022 16:58 Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. 10. október 2022 16:58
Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50
Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05