Íhuga að höfða mál gegn Sjúkratryggingum Íslands vegna endómetríósu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. október 2022 22:00 Lilja Guðmundsdóttir er formaður Samtaka um endómetríósu. steingrímur dúi másson Samtök um endómetríósu íhuga að höfða dómsmál gegn Sjúkratryggingum Íslands verði ekki breyting á þjónustu við sjúklinga. Konur sem þjást af endómetríósu hafa, á einu ári, greitt 107 milljónir úr eigin vasa vegna langra biðlista hjá hinu opinbera. Á einu ári hafa 124 konur greitt háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir aðgerðir vegna endómetríósu. Það gera þær vegna langra biðlista hjá Landspítalanum. Nöfn fjörutíu þessara kvenna voru birt í skoðanagrein á Vísi ásamt fjárhæðum sem hver og ein hefur þurft að leggja út. Samtals hafa konurnar greitt 107 milljónir úr eigin vasa en kostnaður hverrar og einnar er misjafn. „Það er yfirleitt svona 700 þúsund og upp í 1,2 milljónir, sem er þá aðgerð með legnámi, en svo eru aðrir kostnaðarliðir þannig að hæsta upphæðin sem við höfum séð er rúm ein og hálf milljón,“ segir Lilja Guðmundsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Sjá einnig: Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða þjónustuna. Samtökin funduðu með heilbrigðisráðherra í vikunni og lögðu til ákveðnar leiðir til þess að koma til móts við hópinn. „Til að mynda, gera tímabundinn samning við Jón Ívar Einarsson, skurðlækni á Klíníkinni, þangað til að nýtt kerfi tæki við.“ Lilja segist vongóð um að vilji sé til þess að koma til móts við sjúklingahópinn. „Við munum halda áfram að vera í samskiptum við heilbrigðisráðuneytið. Ef ekkert gerist og ekkert breytist á næstunni þá íhuga samtökin að fara í dómsmál gegn sjúkratryggingum Íslands.“ Steinunn Birta Ólafsdóttir er ein þeirra sem ekki gat beðið eftir þjónustu á Landspítalanum vegna verkja. Hún fór í aðgerð fyrir rúmum tveimur vikum og greiddi 700 þúsund fyrir. Aðgerðin er ekki sú fyrsta sem Steinunn fer í vegna sjúkdómsins en var nauðsynleg til þess að halda einkennum niðri. Þú ert aðeins tvítug og ert nú þegar búin að fara í tvær aðgerðir. Áttu von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir út af þessum sjúkdómi? „Já aðgerðirnar eru ekki lækning þannig ég á von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir,“ sagði Steinunn Birta. Lilja segir að um stórt femínískt hagsmunamál sé að ræða. „Maður getur ekki annað en spurt sig hvort að einhver ástæða þarna að baki geti mögulega verið sú að það eru fyrst og fremst konur sem glíma við þennan sjúkdóm. Yrðu karlmenn látnir borga svona háar upphæðir fyrir nauðsynlega læknisþjónsutu?“ Kvenheilsa Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Stór hópur kvenna með endómetríósu detti reglulega út af vinnumarkaði Stór hópur kvenna með endómetríósu dettur reglulega út af vinnumarkaði þar sem löng bið er eftir þjónustu. Forsvarsmenn samtaka um endómetriósu krefjast úrbóta. 22. mars 2022 22:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Á einu ári hafa 124 konur greitt háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir aðgerðir vegna endómetríósu. Það gera þær vegna langra biðlista hjá Landspítalanum. Nöfn fjörutíu þessara kvenna voru birt í skoðanagrein á Vísi ásamt fjárhæðum sem hver og ein hefur þurft að leggja út. Samtals hafa konurnar greitt 107 milljónir úr eigin vasa en kostnaður hverrar og einnar er misjafn. „Það er yfirleitt svona 700 þúsund og upp í 1,2 milljónir, sem er þá aðgerð með legnámi, en svo eru aðrir kostnaðarliðir þannig að hæsta upphæðin sem við höfum séð er rúm ein og hálf milljón,“ segir Lilja Guðmundsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Sjá einnig: Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða þjónustuna. Samtökin funduðu með heilbrigðisráðherra í vikunni og lögðu til ákveðnar leiðir til þess að koma til móts við hópinn. „Til að mynda, gera tímabundinn samning við Jón Ívar Einarsson, skurðlækni á Klíníkinni, þangað til að nýtt kerfi tæki við.“ Lilja segist vongóð um að vilji sé til þess að koma til móts við sjúklingahópinn. „Við munum halda áfram að vera í samskiptum við heilbrigðisráðuneytið. Ef ekkert gerist og ekkert breytist á næstunni þá íhuga samtökin að fara í dómsmál gegn sjúkratryggingum Íslands.“ Steinunn Birta Ólafsdóttir er ein þeirra sem ekki gat beðið eftir þjónustu á Landspítalanum vegna verkja. Hún fór í aðgerð fyrir rúmum tveimur vikum og greiddi 700 þúsund fyrir. Aðgerðin er ekki sú fyrsta sem Steinunn fer í vegna sjúkdómsins en var nauðsynleg til þess að halda einkennum niðri. Þú ert aðeins tvítug og ert nú þegar búin að fara í tvær aðgerðir. Áttu von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir út af þessum sjúkdómi? „Já aðgerðirnar eru ekki lækning þannig ég á von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir,“ sagði Steinunn Birta. Lilja segir að um stórt femínískt hagsmunamál sé að ræða. „Maður getur ekki annað en spurt sig hvort að einhver ástæða þarna að baki geti mögulega verið sú að það eru fyrst og fremst konur sem glíma við þennan sjúkdóm. Yrðu karlmenn látnir borga svona háar upphæðir fyrir nauðsynlega læknisþjónsutu?“
Kvenheilsa Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Stór hópur kvenna með endómetríósu detti reglulega út af vinnumarkaði Stór hópur kvenna með endómetríósu dettur reglulega út af vinnumarkaði þar sem löng bið er eftir þjónustu. Forsvarsmenn samtaka um endómetriósu krefjast úrbóta. 22. mars 2022 22:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Stór hópur kvenna með endómetríósu detti reglulega út af vinnumarkaði Stór hópur kvenna með endómetríósu dettur reglulega út af vinnumarkaði þar sem löng bið er eftir þjónustu. Forsvarsmenn samtaka um endómetriósu krefjast úrbóta. 22. mars 2022 22:00